Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 1.9. Margrét Sanders Ákall eftir skynsamlegri umræðu um skynsamlega skatttöku Flókið skattaumhverfi felur í sér óskilvirka og kostn- aðarsama stjórnsýslu, hvort sem það varðar álagningu eða eftirlit. 2.9. Guðmundur Karl Jónsson Hver sveik fögur loforð? Án jarðganganna sem sam- gönguáætlun gerir ráð fyrir á suðurfjörðunum og í Fjarða- byggð verða deilurnar um staðsetningu Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað aldrei settar niður. 3.9. Össur Skarphéðinsson, Þorsteinn Stefánsson, Elías Pétur Þórarinsson Marmaraurriðinn Í Þingvallaurriðanum eiga Íslendingar ein- stakan urriðastofn sem hvergi er að finna á heimsvísu. Hann hefur lifað einangraður í níu þúsund ár og varðveitt sérstaka eig- inleika. 4.9. Róbert H. Haraldsson Áfengi er ekki einkamál Við eigum vitaskuld að virða frelsi fullveðja einstaklinga til að ráða eigin lífi sjálfir en líka rétt samfélagsins til að takmarka skaðann sem áfengi veldur einstaklingum, fjölskyldum, atvinnulífinu og samfélaginu öllu. 6.9. Kristinn E. Hrafnsson Hvað tefur ráðherrann? Hvað felst í svoleiðis skila- boðum til annarra starfs- manna skólans og hver eru skilaboðin til starfandi lista- manna fyrir utan skólann og hvernig hljómar rökstuðningurinn fyrir svona vinnubrögðum? 9.9. Vilhjálmur Bjarnason Standa Fluggarðar Háskóla Íslands fyrir þrifum? Fluggarðar í Reykjavík eru forsenda fyrir menntun og þjálfun flugmanna í dag. Þarna er aðstaða fyrir kennsluflugvélar og viðhald og geymsla einkaflugvéla. 10.9. Áslaug Briem Gæði og fagmennska í íslenskri ferðaþjónustu Sjaldan hefur gæðavitund ferðamanna verið meiri en í dag og þeir hafa öflug vopn í höndum með útbreiðslu samfélagsmiðla. 11.9. Ingvar Gíslason Skotland er líka fagurt og frítt En nú vík ég loks aftur að því sem mér er efst í huga: undr- un minni á því hversu Íslend- ingar eru fáfróðir um Skot- land og skoska menningu. 12.9. Einar Örn Ólafsson Laxeldi þar sem ekki eru villtir laxastofnar Fjarðalax er fylgjandi þeim ströngu kröfum sem ríkja á Íslandi hvað varðar laxeldi og þeim miklu takmörkunum sem gilda um staðsetningu þess í sjó. 13.9. Heimir Örn Herbertsson Ráðherra, rannsókn og RÚV Skýringar ríkissaksóknara sem fram hafa komið um að lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins hafi stjórnað rannsókninni ganga í ber- högg við frásögn hans sjálfs. 16.9. Hallgrímur Helgason Bókaþjóð með búrastjórn? Við rithöfundar og bókaútgefendur erum ekki að heimta nein forréttindi eða und- anþágur frá sköttum og skyldum. Þetta er meira spurning um sjálfsagða tillits- semi gagnvart viðkvæmum hlut. 17.9. Finnur Árnason Bætum hag bænda Ég hef ítrekað bent á það að íslenskir garðyrkjubændur tókust á við aukið frelsi í við- skiptum á þeirra markaði, þegar tollvernd var afnumin. 18.9. Andrés Magnússon Sameinumst um að hafna vörugjöldum Það er því ákall verslunar- innar að þingheimur missi ekki sjónar á þeim hags- munum sem honum er falið að gæta; að bæta lífsskilyrði íslenskra neytenda. 19.9. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Landsbyggðarvæl? Þetta mál snýst ekki um ölm- usur eða bitlinga til einstakra gæluverkefna. Þetta mál snýst ekki um kjördæmi eða landshluta. Þetta mál snýst um að skapa lífvænleg búsetu- og at- vinnuskilyrði um land allt. 20.9. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson Höldum staðreyndum til haga Það er orðinn árviss við- burður að ýmsir, sem rýna í fjárlögin, telja að þarna sé ríkissjóður að styrkja hags- munagæslustarf Bænda- samtakanna. Það er fjarri lagi. 22.9. Silja Dögg Gunnarsdóttir Flugið heillar - en hverjir hafa ráð á því? Flugmiði innanlands kostar í sumum tilfellum jafnvel meira en flugmiði til Kaup- mannahafnar. Þetta er ekki eðlilegt en hvað er til ráða? 24.9. Einar Sveinbjörnsson Tíminn vinnur ekki með okkur í loftslagsmálum Lækkað sýrustig sjávar getur með sama áframhaldi haft gríðarmikil áhrif á lífríki sjáv- ar. Súrnun sjávar tengist ýmsum lífeðlisfræðilegum ferlum. 25.9. Guðríður Arnardóttir Hvítbók menntamálaráðherra Hér hefur verið tekin pólitísk ákvörðun án alls samráðs við fagstéttirnar sem best og gleggst þekkja skólastarf í landinu. 29.9. Axel Kristjánsson Tekur ASÍ völdin? Engum kemur á óvart að stuðningsmaður ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hóti að beita verkfallsvopninu í þeim pólitíska tilgangi að knésetja ríkisstjórn og hindra að hún geti unnið sín verk. 29.9. Stefán Einar Stefánsson Jafnlaunavottun VR virkar vel Nú þurfa fleiri aðilar að axla ábyrgð og taka þau skref sem endanlega munu gera út af við kynbundinn launamun á hinum almenna vinnumark- aði. 1.10. Jón Magnússon Ólyginn sagði mér Með gagnályktun hefðu að- dróttanir Þorvaldar verið meiðyrði ef beinst hefðu að öðrum dómurum Hæsta- réttar. 2.10. Hrefna Kristmannsdóttir Hvers á landsbyggðin að gjalda? Mikilvægt er að gæðakröfur í kennslu og rannsóknum séu samræmdar og tryggt sé að þær séu af sömu gæðum í há- skólum á landsbyggðinni og í höfuðborginni. 3.10. Ólína Þorvarðardóttir Bráðaaðgerðir í byggðamálum Þegar ljóst er að tiltekin svæði sitja á hakanum í öllu því tilliti sem nú hefur verið nefnt er það sjálfsögð og eðlileg krafa til upplýstra stjórnmálamanna að þeir leiðrétti þá skekkju. 4.10. Svana Helen Björnsdóttir Stjórnarhættir Ef lífeyrissjóður á þess kost, á grundvelli eignarhalds, ætti hann að leitast við að tilnefna vel hæfa fulltrúa í stjórnir fé- laga, annað hvort einn og sér eða í samstarfi við aðra aðila. 6.10. Skúli Magnússon Ófjárráða dómstólar? Íslenska dómskerfið er ódýrt í alþjóðlegum samanburði en nú eru flestir sammála um að brýnt sé að huga að viðhalds- og uppbyggingarstarfi eftir áralangan niðurskurð. 8.10. Árni Gunnarsson frá Reykjum Vandi Landspítalans og vannýtt auðlind Auðlindin er stórlega vannýtt og býður upp á að í hana séu sótt þau verðmæti sem skortir til að viðhalda traust- um rekstri Landspítalans. 9.10. Árni Páll Árnason Aðför ríkisstjórnarinnar að landsbyggðunum Og enn keppist ríkisstjórnin við að ala á óvild milli höf- uðborgar og landsbyggðar. Hún getur bara sundrað, aldrei sameinað. 10.10. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Andrea Dagbjörg Páls- dóttir Hin þráláta kynjaskipting Það að fara á klósettið getur orðið að víg- velli fyrir marga þar sem þau upplifa daglegt áreiti, bæði and- legt og jafnvel líkamlegt áreiti. 11.10. Gunnar Bragi Sveinsson Í nýtingu jarðvarma felast tækifæri Framtíðarsýn Alþjóðabank- ans er útrýming fátæktar og tekur Ísland virkan þátt í að sú sýn verði að veruleika. Verkefnið er stórt og glíma þarf við margs konar áskoranir. 13.10. Svanur Guðmundsson Ódýrt leiguhúsnæði og lausnir Það er skylda ríkis og sveitar- félaga að leysa vandann á húsnæðismarkaði sem allra fyrst og það er til lausn. 14.10. Bjarni Kristjánsson Nokkrar staðreyndir um RÚV að marggefnu tilefni Stjórnin og núverandi út- varpsstjóri kusu hins vegar að fylgja framkvæmdinni ekki eftir og efndu þar að auki til mikilla útgjalda sem ekki voru á áætlun. Veldur sá er á heldur. 15.10. Anna Sigríður Arnardóttir Var ég heppin? 220 konur greinast með brjóstakrabbamein á hverju ári. Við þurfum að standa saman um öflugt heilbrigð- iskerfi, sem býður fólki upp á lífsgæði og val. 16.10. Sigríður Jóhannsdóttir Stytting stúdentsbrauta í þrjú ár Þá vaknar spurningin: Hvað á að fella brott? Á að draga úr kennslu í hverri grein til þess að þurfa ekki að fækka námsgreinum? 17.10. Matthías Arngrímsson Heilinn sjálfur breytist við neyslu kannabisefna Það er nokkuð skýrt að full- orðnir sem vita af ungu fólki í neyslu verða að taka á vand- anum af festu og ákveðni til að reyna að forða næstu kyn- slóðum frá þessum vágesti. 18.10. Helgi Hrafn Gunnarsson Upplýsingin gegn illskunni En tjáningarfrelsið snýr í báð- ar áttir; það er ekki réttur þeirra til að tjá sig sem ég hef áhyggjur af, heldur okkar eigin réttur til að heyra. 20.10. Friðrik Friðriksson Fernt um RÚV Rekstur RÚV er verri en áður, aðallega vegna hækkunar gjalda. RÚV á ekki heilagan rétt á útvarpsgjaldinu óskiptu, ráðstöfun þess er pólitísk ákvörðun. 21.10. Eyþór H. Ólafsson Aðgát skal höfð í nærveru sálar Í Kastljósinu var reitt mjög hátt til höggs og í raun voru þessi tvö félög og þá þar með starfsmenn þeirra dæmd sek um alvarleg brot á sam- keppnislögum. 22.10. Gréta Björg Egilsdóttir Það sjá það allir að það er nákvæmlega ekkert að gerast þarna Lokun brautarinnar myndi hafa í för með sér lokun í 16 daga á ári umfram það sem nú er og hefði slík lokun um- talsverð áhrif á sjúkraflugið til Reykjavíkur. 23.10. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Samkeppnislög eru torskilin án leiðbeininga Ef umferðarlög væru hins vegar áþekk samkeppn- islögum, þá gæti ákvæði um hámarkshraða verið á þá leið að óheimilt væri að aka stórum bílum of hratt. 24.10. Jakob Frímann Magnússon Hlúa ber að vöggu íslenskrar menningar Nýr útvarpsstjóri er á hár- réttri braut er hann leitar samstarfs við Reykjavík- urborg um frekari nýtingu Efstaleitislóðarinnar og losar um helming RÚV-hússins í hagræðing- arskyni. 25.10. Ólafur Stephensen Evrópustefna og eftirfylgni Í því ljósi hlýtur að vekja furðu forsvarsmanna fyr- irtækja, sem eiga mikið undir greiðum milliríkjaviðskiptum og aðgangi að Evrópumark- aðnum, að Evrópustefnu stjórnvalda skuli ekki hafa verið fylgt fastar eftir. 27.10 Erna Bjarnadóttir ESB-umsóknin þarf að koma aftur heim Ef litið er til greinargerð- arinnar sem fylgdi með þingsályktun alþingis um að sækja skyldi um aðild að ESB sést að Ísland var í raun að gera kröfur um frávik eða breytingar á sjávarútvegsstefnu sambandsins. 30.10 Halldór Auðar Svansson Gústaf Níelsson og hlutverk borgarfulltrúa Þó að ég telji aðhald borg- aranna gagnvart valdsviði kjörinna fulltrúa í fínasta lagi verð ég hreinlega að lýsa mig ósammála þessu tiltekna að- haldi. 31.10 Erla Kristbjörg Sveinsdóttir Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? Til að mæta breytingum sem fylgja hækkuðum meðalaldri þjóðarinnar þarf að gera áætlanir í takt við þessa breyttu aldurssamsetningu. 1.11 Ásmundur Stefánsson Verjum jöfnuð og velferð Ójöfnuður er óæskileg afleið- ing af ótrufluðu markaðskerfi rétt eins og mengun. Til að markaðskerfið skili sínu þarf hið opinbera að styrkja stoðir velferðarkerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.