Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um og yfir 400 krónur hafa fengist fyrir kíló af óslægðum þorski á fisk- mörkuðum síðustu daga. Framboð hefur verið lítið þessa daga, enda yfirleitt ekki nema 40-50 skip á sjó, stór og smá. Árið í heild verður talsvert lakara á fiskmörkuðunum í ár heldur en í fyrra, en 2013 var eitt hið besta á fisk- mörkuðunum. Samkvæmt upplýsingum frá Eyjólfi Þór Guð- laugssyni, fram- kvæmdastjóra Reiknistofu fisk- markaðanna, er líklegt að sala ársins endi í tæp- um 103 þúsund tonnum fyrir um 27 milljarða. Sala gærdagsins og dagsins í dag er ekki inni í þessum tölum. Talsverður samdráttur hefur orð- ið miðað við síðasta ár þegar seld voru tæplega 110 þúsund tonn fyrir rúmlega 28 milljarða. Miklar sveifl- ur einkenna það magn sem fer um fiskmarkaðina frá ári til árs og sömuleiðis er meðalverð mjög breytilegt. Í ár er meðalverðið um 2% hærra en það var í fyrra. Eyjólfur segir að þrátt fyrir sam- drátt sé salan á fiskmörkuðum um- fram þær áætlanir sem gerðar voru fyrir árið, en þar var miðað við tæp- lega 100 þúsund tonn. Áætlanir geri síðan ráð fyrir að árið sem bíður handan við hornið verði svipað og það sem kveður í dag. 27 starfsstöðvar um allt land Desember hefur verið einstak- lega erfiður til sjósóknar, þrálátar brælur og lítið framboð á mörk- uðunum. Eyjólfur segir að um 12- 1300 tonnum muni á desember í ár og í fyrra, en eins og gjarnan þegar lítið framboð er þá hefur verðið ver- ið mun hærra heldur en í fyrra. Munar um 30 krónum á meðalverði desembermánaðanna eða nálægt 10%. Reiknistofa fiskmarkaðanna þjón- ar öllum fiskmörkuðunum, en fyrir- tæki á þessu sviði eru nú 13. Stærstu markaðirnir eru með mörg útibú víða um land og með útibúum eru starfsstöðvarnar 27. Eigendur að RSF eru Fiskmarkaður Íslands, Fiskmarkaður Suðurnesja og Fisk- markaður Vestmannaeyja. Tveir þeir fyrrnefndu eru stærstu markaðirnir með 35% og 24% hlutdeild eða saman með tæp- lega 60% hlutdeild í fyrra. Í næstu sætum á eftir koma fiskmarkaðir Vestmannaeyja, Siglufjarðar og Vestfjarða með 6-7% hlutdeild hver á síðasta ári. Sala á fiskmörkuðum 2007-2013 *áætlun 2007 2009 2011 20132008 2010 2012 2014* Magn (kg) Verðmæti Meðalverð 97.723.866 15.573.553.073 159,36 94.263.342 16.927.702.754 179,58 103.466.375 21.780.760.000 210,51 96.621.392 26.191.646.847 271,08 91.502.313 26.051.197.409 284,71 102.115.784 28.672.695.337 280,79 109.817.028 28.102.807.058 255,91 103.000.000 27.000.000.000 261,71 Samdráttur á mörkuðum, sala samt umfram áætlun  Selt fyrir um 27 milljarða á árinu  Desember erfiður Ljósmynd/Alfons Finnsson Á Arnarstapa Góðum afla landað úr línubátnum Tryggva Eðvarðs SH 2. „Við fáum send bréf hvaðanæva úr heiminum,“ segir Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri Mývatnsstofu, en þangað berast fjöl- mörg bréf ár hvert stíluð á jóla- sveininn. Jólasveinarnir í Dimmu- borgum hafa þar aðsetur og taka að sér að svara bréfunum sem berast. Vekur það mikla lukku á meðal barnanna en mörg þeirra hafa áður lagt leið sína í Dimmuborgir og hitt jólasveinana þar, að sögn Guðrúnar en hún segir bréfin berast allt árið en þó aðallega í desember. „Mörg barnanna eru að láta jóla- sveininn vita að þau séu flutt,“ segir Guðrún, aðspurð hvers efnis bréfin séu en yfirleitt sé þó um að ræða óskalista yfir leikföng, teikningar af þeim eða úrklippur svo ekki fari á milli mála hvaða leikfang átt er við. Börnin láta svo heimilisfang sitt fylgja með svo jólasveinninn geti svarað. Þurfa aðstoð við þýðingar „Við lendum þó oft í algjörum vandræðum með að lesa heimilis- föngin,“ bætir Guðrún við og segir bréfin koma jafnt utan úr heimi og frá íslenskum börnum. Skemmtileg- asta tilvikið segir hún vera bréf sem barst frá kínversku barni á móð- urmáli þess sem jólasveinarnir áttu í mestu vandræðum með að ráða fram úr en það hafi þó tekist á end- anum með dyggri utanaðkomandi aðstoð. Jólasveinarnir lýsa gjarnan fjölskylduhögum sínum ásamt jóla- hefðum hér á landi í svörum sínum ef viðtakendurnir eru af erlendu bergi brotnir. Þeir lauma líka inn sögum af sér og uppátækjum sínum. „En þeir lofa þó aldrei neinum gjöf- um“ segir Guðrún. Ljósmynd/Ingvar Einarsson Bréf til jólasveinsins Þetta bréf barst frá kínversku barni á móðurmáli þess og áttu jólasveinarnir í mestu vandræðum með að ráða fram úr því. Íslensku jólasvein- arnir fá jólapóst  Óskalistar og flutningstilkynningar Fyrstu tilfelli inflúensu þennan vet- urinn greindust hér á landi um hátíð- irnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason, staðgengill sóttvarna- læknis, í samtali við mbl.is. Jafn- framt greindust fyrstu tilfelli RS- veirunnar um jólin. „Þetta eru þær veirusýkingar sem koma á hverjum vetri og yfirleitt á þessum tíma,“ segir Þórólfur. „Inflú- ensan fer að herja á landsmenn á komandi vikum, hún byrjar yfirleitt hægt en fer síðan á skrið.“ 10-15% smitast af inflúensu Þórólfur segir að um 10 til 15% þjóðarinnar smitist af inflúensu í hverjum umgangi. „Hún er yfirleitt ekki alvarleg hjá frískum einstaklingum en þeir sem eru með undirliggjandi vandamál eins og lungna- eða hjartasjúkdóma geta fengið alvarlega inflúensu. Þess vegna hvetjum við fólk til þess að láta bólusetja sig og það er ekki of seint að láta gera það núna þó að hún sé byrjuð að greinast.“ RS-veiran herjar einkum á lítil börn og getur verið þungbær fyrir þau yngstu að sögn Þórólfs. „RS- veiran herjar á öndunarfærin og lýs- ir sér í kvefi og hósta. Getur hún einnig valdið astmaeinkennum hjá litlum börnum,“ segir Þórólfur. „Það getur verið ansi erfitt og stundum þarf að leggja lítil börn inn á sjúkra- hús.“ Ekki til bóluefni gegn RS RS-veiran er smitandi og er ekki til bóluefni gegn henni. „En að öðru leyti eru þessar venjulegu pestir í gangi. Má þar nefna öndunarfærasýkingar og nið- urgangspestir sérstaklega. En þetta er bara eins og venjulega,“ segir Þórólfur. audura@mbl.is Inflúensa og RS- veira greinast  Embætti land- læknis hvetur fólk til að láta bólusetja sig Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusetning Bólusett við inflúensu. Eyjólfur Þór Guðlaugsson ÞVOTTAHÚS – EFNALAUG – DÚKALEIGA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 Gleðilegt ár GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.