Morgunblaðið - 31.12.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 31.12.2014, Síða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Starfsfólk Krumma óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is SKIPASALA • KVÓTASALA Við óskum landsmönnum og viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. ● Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 19.-25. desem- ber 2014 var 79. Heildarveltan var 3.676 milljónir króna og meðalupphæð á samning 46,5 milljónir króna. Þá var níu kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum og átta á Akureyri. Blómleg fasteigna- viðskipti fyrir jól Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eignarhlutur Jakobs Ásmundssonar, forstjóra Straums fjárfestingabanka, þynntist út við 500 milljóna króna hlutafjáraukningu bankans sem lauk fyrir skemmstu. Hlutur Jakobs, í gegnum félagið Jakás, er í dag 8,4% en var áður 9,5%. Fram kom í tilkynningu frá Straumi að 65% af nýju útgefnu hlutafé hefðu selst til fjögurra stærsta hluthafa bankans og 35% til starfsmanna. Engar breytingar hafa orðið á eignarhlut stærstu hluthaf- anna en félögin Sigla ehf., Ingimund- ur hf., Varða Capital ehf. og Eign- arhaldsfélagið Mata hf. fara enn öll með 16,175% hlut hvert. Nýir meiri- hlutaeigendur komu að Straumi í lok júlí þegar hópur fjárfesta keypti 65% af eignaumsýslufélaginu ALMC. Þeirra á meðal voru Finnur Reyr Stefánsson og Tómas Krist- jánsson, eigendur Siglu, en Finnur er í dag stjórnarformaður Straums. Samkvæmt nýjum hluthafalista Straums hefur eignarhlutur Harald- ar Inga Þórðarsonar, í gegnum fé- lagið H3 ehf., minnkað lítillega við hlutafjáraukninguna og nemur í dag 4,5%. Haraldur er framkvæmda- stjóri markaðsviðskipta Straums. Sigþór Jónsson, framkvæmda- stjóri eignastýringarsviðs Straums, er nú orðinn þriðji stærsti einstaki hluthafi bankans á meðal starfs- manna en hann á 3,9% hlut í Straumi í gegnum eignarhaldsfélagið Salvus. Sigþór tók til starfa hjá Straumi 1. ágúst sl. og fer fyrir Straumi sjóð- um, dótturfélagi bankans, sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða. Félag- ið XAX fjárfestingar ehf., í eigu Leós Haukssonar, eignaðist 2,3% hlut í Straumi við hlutafjárauk- inguna. Leó tók við stöðu fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar í september 2013. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Íslensk eigna- stýring ehf., sem er í meirihlutaeigu Straums, nýtt sér forkaupsrétt á 27,51% hlut í Íslenskum verðbréf- um. Með kaupunum hefur Íslensk eignastýring því eignast 58,14% hlut í ÍV. Morgunblaðið/Þórður Hlutafé Hlutur Jakobs þynntist lítillega út við hlutafjáraukningu Straums. Hlutur Jakobs minnkar í 8,4%  Var 9,5% fyrir hlutafjáraukningu Í dag eiga 147 Svíar eignir að verð- mæti milljarð sænskra króna eða meira og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú. Samanlagt á þessi hópur eign- ir að verðmæti 1.120 milljarða sænskra króna, eða liðlega 18.300 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á árlegum lista Veckans Affärer. Sænskum milljarðamær- ingum hefur fjölgað um 50% prósent á síðustu tíu árum. Efstur á listanum trónir Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, með eignir upp á 550 millj- arða sænskra króna, eða um 9.000 milljarða íslenska króna. Í öðru sæti er Stefan Persson, aðaleigandi H&M fatarisans, en hann á eignir fyrir 251 milljarð sænskra króna, eða 4.100 milljarða íslenskra króna. brynja@mbl.is Fleiri Svíar moldríkir  147 eiga yfir milljarð Sjávarútvegsfyrirtækið Rammi hagnaðist um 1 milljón evra, jafn- virði um 155 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári, borið saman við hagnað upp á tæplega 8,6 milljónir evra árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins var ríflega 8,7 milljónir evra og dróst saman um 3,5 milljónir evra á milli ára, að því er fram kemur í samstæðureikningi Ramma. Samdráttur í hagnaði skýrist að mestu vegna aukinna skattgreiðslna fyrirtækisins. Samtals greiddi Rammi 6,5 milljónir evra í tekjuskatt á liðnu ári miðað við 1,8 milljónir evra á árinu 2012. Í ársreikningi fé- lagsins segir að þann 30. desember á síðasta ári hafi yfirskattanefnd hafn- að kæru Ramma vegna álagningar opinberra gjalda á árunum 2005 til 2009. Kæran snerist um lögmæti gjaldfærslu vaxtagjalda af lánum sem yfirtekin voru við öfugan sam- runa á árinu 2005. Rekstrartekjur Ramma námu samtals 45,7 milljónum evra á síð- asta ári og drógust saman um 2,5 milljónir evra frá fyrra ári. Heildar- eignir félagsins voru 93 milljónir evra í árslok 2013 og eigið fé var tæplega 34 milljónir evra. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu er Rammi með níundu mestu afla- hlutdeild útgerðarfélaga, með sam- tals 3,63% af öllum úthlutuðum afla. Rammi gerir út fimm fiskiskip frá Ólafsfirði, Siglufirði og Þorlákshöfn auk þess að starfrækja fisk- og hum- arvinnslu í Þorlákshöfn og rækju- vinnslu á Siglufirði. Stærstu hluthaf- ar félagsins eru Marteinn Haraldsson ehf. (38%), Gunnar Sig- valdason (16,4%) og Svavar Berg Magnússon (14%). Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði út arður að fjárhæð 750 þúsund evrur. Rammi hagnast um 155 milljónir  Samdráttur í hagnaði 7,6 milljónir evra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rammi Fiskvinnsla í Þorlákshöfn.                                    !" #!  #"$    $% "" #  "  %!" &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  " ! ! #!#$ ## #   % " #%"% "$% %  !$" #!$% #    $#$ "" #  "# %%% #  $$" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.