Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 6
 10-50% afsláttur af flísum 10-30% afsláttur af harðparketi GÓLFEFNADAGAR! Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8 -18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8 -18 Kjaramál Ákvæði um launaþróun í kjarasamningum sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum í sumar geta grafið undan árangri sem náðst hefur í jafnlaunaátaki karla og kvenna í fjármálafyrirtækjum. Þetta segir Friðbert Traustason, framkvæmda- stjóri Samtaka starfsmanna fjármála- fyrirtækja (SFF). Samninganefnd SFF átti fyrir hádegi í gær sinn fyrsta samn- ingafund með Samtökum atvinnulífs- ins (SA) eftir að kjaradeilu félagsins var vísað til ríkissáttasemjara. Fundurinn segir Friðbert að hafi verið stuttur, ekki nema klukkutími, en viðræðum verði haldið áfram í dag.  Kröfur félagsins segir Friðbert að séu innan þess ramma sem samn- ingar SA við félög ASÍ hafi sett varð- andi kostnaðarauka fyrirtækja. „Við höldum okkur á jörðinni og göngum ekki jafnlangt og gerðardómur. Við erum ekki með kröfur um 25 til 30 prósenta hækkun launa,“ segir hann. Gert sé ráð fyrir sama kostnaðarauka af samningi SFF og af öðrum samning- um á almenna markaðnum, rúmum 20 prósentum í lok samningstímans. Um leið áréttar Friðbert að hópur- inn að baki SSF sé mjög breiður, allt starfsfólk bankanna annað en æðstu stjórnendur,  um helmingurinn sér- fræðingar. „Við þurfum að hugsa um heildina og höfum verið frekar á þeim nótum að vilja sömu prósentuhækk- un fyrir allan hópinn, en þó líka með ákveðna áherslu á lægsta hópinn.“ Friðbert segir helst bera í milli í við- ræðunum hugmyndina um launaþró- unartryggingu með baksýnisspegli. Samkvæmt henni fá þeir  bara lág- markshækkun sem fengið hafa ein- hverjar kjarabætur utan samnings- bundinna hækkana mánuðina fyrir gildistöku samnings.  „Okkur finnst einfaldlega eins og þar sé komið í bakið á fólki sem hefur á eigin vegum í launasamtölum og mögulega  með öðrum aðferðum reynt að ýta upp sínum launum síð- asta eitt og hálfa árið.“ Öfugsnúið sé að stéttarfélagið komi þá og taki með samningum til baka þann ávinning sem fólk hefur barist fyrir sjálft. „Við skiljum ekki svoleiðis aðferðafræði og ég skil ekki enn af hverju verkalýðs- félögin hin samþykktu þetta.“ Friðbert bendir á að undanfarið eitt og hálft ár hafi í bönkunum átt sér stað sérstakt átak í að jafna kjör karla og kvenna, sérstaklega með því að hækka laun kvenna. Fyrir þetta hafi bankarnir fengið sérstakar viðurkenn- ingar. „Og með þessum baksýnisspegli er þessi árangur í stórhættu.“ Karlar fá þá meiri hækkanir nú vegna hækkana sem konur hafi fengið áður.  olikr@frettabladid.is Vilja ekki að komið sé í bakið á fólki Samninganefndir Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær. SFF segir kröfur undir ákvörðun gerðardóms. Samtökin eru á móti „baksýnisspegilsákvæði“ samninga á almenna markaðnum. Kjaramál Samninganefnd SFR – stétt- arfélags í almannaþjónustu, Sjúkra- liðafélagsins (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) kynnti launa- kröfur á fundi með samninganefnd ríkisins í karphúsinu í gær. Kröfurnar segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, að byggist á sama ramma og kemur fram í ákvörðun gerðardóms um kjör fólks í aðildarfélögum BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þetta stóð stutt yfir, en næsti fundur er á þriðjudaginn,“ segir Árni. Samninganefnd ríkisins hafi viljað fá að skoða kröfurnar og reikna út áhrif þeirra. Árni segir gerðardóm hafa ákveðið að leiðrétta ætti launatöflur BHM og  hjúkrunarfræðinga,  sem hefðu skekkst af því notaðar höfðu verið krónutöluhækkanir í einhverj- um mæli á undanförnum árum. „Við förum auðvitað líka fram á að okkar töflur verði líka leiðréttar.“ Þessi þáttur kunni að flækja aðeins útreikn- ingana. – óká SFR byggir kröfurnar á gerðardómi  Listaverkið Hjartsláttur eftir franska listamanninn Charles Petillon var opinberað í Lundúnum í fyrradag. Verkið er búið til úr 100 þúsund blöðrum. Það er 54 metra langt og 12 metra breitt. Verkið verður til sýnis fram til 27. september. Fréttablaðið/EPA Við skiljum ekki svoleiðis aðferða- fræði og ég skil ekki enn af hverju verkalýðsfélögin hin samþykktu þetta. Friðbert Traustason, framkvæmda- stjóri Samtaka starfsmanna fjár- málafyrirtækja Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu. Við förum auðvitað líka fram á að okkar töflur verði líka leiðréttar. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR Hjartsláttur með 100 þúsund blöðrum 2 8 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -6 3 7 4 1 5 E 5 -6 2 3 8 1 5 E 5 -6 0 F C 1 5 E 5 -5 F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.