Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 29
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Heilsu Qigong 5 helstu ástæður þess að iðka qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þar sem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”. Skráning í síma 553 8282 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. Finndu okkur á Facebook áhugavert. Þetta var eitt af því allra besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig.” María hefur sér­ hæft sig í Ashtanga jóga og Vin­ yasa jóga og kennir núna í glæ­ nýrri jógastöð sem heitir Sólir og er úti á Granda í Vesturbæn­ um. „Fyrir mér er jóga lífsstíll og jafnmikilvægt og að borða og sofa. Ég byrja daginn á því að gera jóga og kenni tíma klukk­ an hálfsjö á morgnana fjóra daga vikunnar,“ segir Maríu og bætir svo við að jóga sé eitthvað sem flestir ættu að tileinka sér því það sé í rauninni svo marg­ brotið og styrki bæði líkamann og hugann. „Fyrir utan jógaæf­ ingarnar þá er jóga svo miklu meira og eftir því sem þú stund­ ar það oftar þá opnast nýr heim­ ur sem styrkir andlegu hliðina. Jóga hefur kennt mér að þekkja sjálfa mig betur, ég líki oft jóga­ mottunni við spegil því á henni geturðu lesið í líkamlegt og and­ legt ástand.“ Fyrsta stóra hlutverkið Þessa dagana vinnur María að undirbúningi á sýningunni „Sími látins manns“ eftir banda­ ríska leikskáldið Sarah Ruhl, sem frumsýnt verður á vordög­ um á þessu leikári. „Þetta er bráðfyndið leikrit um nándina sem við öll þráum en eigum ekki alltaf auðvelt með. Tæki eins og snjallsími, með öllum sínum upplýsingum og tengimöguleik­ um, getur virkað eins og ger­ eyðingartól í mannlegum sam­ skiptum og búið til þrúgandi tómarúm.“ segir María. Sjálf leikur hún aðalpersónuna Nínu sem finnur síma látins manns og reynir eftir bestu getu að búa til nánd á milli fjölskyldu og vina mannsins í gegnum sím­ ann. Þessar tilraunir Nínu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem í senn eru hennar glötun og björgun, því hún kynnist líka stóru ástinni. „Við erum með frábæra ís­ lenska staðfærslu, leikritið ger­ ist í okkar nútíma í okkar nær­ umhverfi og allir ættu að geta speglað sig á einhvern hátt í persónunum. Þetta verður fynd­ ið og óbærilega siðferðislega rangt og á vel við í íslensku samfélagi eins og það er í dag,“ segir María. Leikstjóri verks­ ins er ekki af verri endanum, en leikkonan Brynhildur Guð­ jónsdóttir hefur tekið það að sér. „Þetta er fyrsta stóra leik­ stjórnar verkefnið hennar Bryn­ hildar í atvinnuleikhúsi. En Brynhildur hefur verið mikil fyrirmynd Maríu í leikhúsinu og segir hún það mikinn heiður að vinna með henni. „Ég sökkti mér í verkin hennar Sarah Ruhl þegar ég bjó í New York og kolféll fyrir þessu verki, Sími látins manns. Það vill svo skemmtilega til að Sarah Ruhl var einn af kennurum Brynhild­ ar þegar hún var að læra leik­ ritaskrif við Yale háskóla. Við erum báðar miklir aðdáendur hennar og því spenntar að túlka þetta verk á okkar hátt.“ María Dalberg er svo sannarlega fjöl­ hæf og hæfileikarík manneskja sem sífellt leitar að nýju ævin­ týrum og upplifunum sem svo skila sér aftur á svið og út til okkar sem horfa, það verður gaman að fylgjast með því sem hún tekur upp á í framtíðinni. M YN D A A LB Ú M IÐ „Eftir námið sökkti ég mér af alvöru í jóga og þá sérstaklega Ashtanga jóga. Ég fann að þarna var ég komin á rétta hillu ásamt leiklistinni.“ María kennir jóga í Sólum, jógastúdíói fjórum sinnum í viku. María og Bryn- hildur Guðjóns- dóttir standa saman að sýn- ingunni Sími látins manns. María ásamt Lárusi, kærasta sínum. LÍFIÐ 28. ÁGÚST 2015 • 7 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -5 4 A 4 1 5 E 5 -5 3 6 8 1 5 E 5 -5 2 2 C 1 5 E 5 -5 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.