Fréttablaðið - 28.08.2015, Síða 17
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is
Verð frá aðeins
2.290.000 kr.
Þér á eftir að líka vel við ŠKODA Fabia. Glæsileg hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og gerir aksturinn
skemmtilegri hvert sem þú ferð. Það er engin tilviljun að ŠKODA Fabia skyldi vera valinn bíll ársins af WhatCar?
og hljóta Red Dot hönnunarverðlaunin 2015. Komdu og prófaðu nýjan ŠKODA Fabia. Hlökkum til að sjá þig.
GRÍPUR MEIRA EN ATHYGLINA
Fabia – nýi verðlaunagripurinn frá ŠKODA
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17F Ö s T u D A G u R 2 8 . á G ú s T 2 0 1 5
Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafn mikið og lágmarkslaun hækk-
uðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund
krónur á mánuði. Hækkunin gildi
frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar
fái 5 mánaða hækkun með septem-
berhækkun, þegar hækkunin taki
gildi eða 155 þúsund krónur. Alþingi
samþykki þessa hækkun strax og
það kemur saman 8. september. Allir
flokkar á Alþingi taki höndum saman
um þessa sjálfsögðu leiðréttingu á
kjörum aldraðra og öryrkja. Náist
þverpólitísk samstaða um þessa leið-
réttingu á kjörum aldraðra og öryrkja
er unnt að afgreiða frumvarp um
hana á einum degi. Þjóðin öll mundi
standa með Alþingi í þessu máli og
álit Alþingis mundi stóraukast.
Algert lágmark fyrir lífeyrisþega
Einhleypir ellilífeyrisþegar, sem ein-
ungis hafa tekjur frá almannatrygg-
ingum, hafa í dag 225 þúsund krónur
á mánuði frá TR fyrir skatt og 192
þúsund krónur á mánuði eftir skatt.
Við leiðréttingu Alþingis mundi þessi
upphæð hækka í 256 þúsund krónur á
mánuði fyrir skatt og 211 þúsund eftir
skatt. Það eru öll ósköpin. Skatturinn
Alþingi Íslendinga hækki lífeyri
aldraðra strax jafn mikið og lágmarkslaun
Björgvin
Guðmundsson
formaður
kjaranefndar
Félags eldri
borgara í
Reykjavík og
nágrenni
Það er engin spurning, að
þeir aldraðir og öryrkjar, sem
einungis hafa tekjur frá TR
eiga rétt á aðstoð samkvæmt
stjórnarskránni. Þeir hefðu
hins vegar átt að fá hana
miklu fyrr.
kjARAmáL
tekur sitt og ellilífeyrisþeginn heldur
aðeins hluta af hækkuninni. Í rauninni
erum við hér að tala um algert lág-
mark til þess að lifa af fyrir einstakling.
Ef húsnæðiskostnaður er hár dugar
þetta ekki. Það þarf til viðbótar að
koma aðstoð frá sveitarfélagi. Lífeyrir
TR til lífeyrisþega á að vera skattfrjáls.
Alþingi þyrfti einnig að samþykkja, að
næstu 3 árin fengju aldraðir og öryrkjar
sömu hækkun og láglaunafólk, þ.e.
hækkun upp í 300 þúsund krónur á
mánuði eins og láglaunafólk á að fá.
Eiga rétt á þessu
samkvæmt stjórnarskránni
Við erum hér að tala um einhleypa
lífeyrisþega en síðan ættu aðrir
aldraðir og öryrkjar að hækka til-
svarandi samkvæmt útreikningum
Tryggingastofnunar ríkisins.
Stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn,
hafa skert kjör aldraðra og öryrkja á
miðju ári. Á sama hátt getur Alþingi
hvenær sem er ársins hækkað lífeyri
aldraðra og öryrkja. Það skiptir engu
máli þó ekki sé lokið afgreiðslu nýrra
fjárlaga. Stjórnarskráin er æðri fjár-
lögum og öllum öðrum lögum. Og
samkvæmt 76. grein stjórnarskrár-
innar á ríkið að aðstoða þá, sem þurfa
aðstoð vegna elli og örorku. Sannan-
lega þurfa þeir aldraðir og öryrkjar,
sem verst eru staddir aðstoð. Það er
engin spurning, að þeir aldraðir og
öryrkjar, sem einungis hafa tekjur
frá TR, eiga rétt á aðstoð samkvæmt
stjórnarskránni. Þeir hefðu hins vegar
átt að fá hana miklu fyrr. Sama gildir
um þá, sem eru með mjög lágan líf-
eyri úr lífeyrisssjóði.
Best að miða við lágmarkslaun
Ï tengslum við þetta mál ætti Alþingi ef
til vill einnig að samþykkja á ný eldri
viðmiðun fyrir breytingar á lífeyri aldr-
aðra og öryrkja, þ.e að miða ætti við
breytingar á lágmarkslaunum verka-
fólks, þegar lífeyri væri breytt. Davíð
Oddsson, þáverandi forsætisráðherra,
lét breyta þessari viðmiðun þannig,
að nú á að miða við launaþróun í stað
lágmarkslauna en lífeyrir þó aldrei að
hækka minna en vísitala neysluverðs.
Hann lýsti því yfir í tengslum við þessa
breytingu, að hún yrði hagstæðari líf-
eyrisþegum en eldra ákvæði. Það hafa
seinni tíma stjórnmálamenn ekki
viljað viðurkenna. Þeir hafa verið að
reikna út minni hækkun fyrir lífeyris-
þega en láglaunamenn hafa fengið.
Því er einfaldast að færa orðalagið til
fyrra horfs svo ekki þurfi að deila um
viðmiðunina.
Alþingi sameinist um afgreiðsluna
Það er ekki oft, sem Alþingi sameinast
um afgreiðslu mála. Oftast fær almenn-
ingur þá mynd af Alþingi, að þar sé
hver höndin upp á móti annarri. En
nú gefst Alþingi tækifæri til þess að
sameinast um mikið sanngirnis- og
réttlætismál og skapa jákvæðari mynd
af störfum þingsins.
2
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
E
5
-5
4
A
4
1
5
E
5
-5
3
6
8
1
5
E
5
-5
2
2
C
1
5
E
5
-5
0
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K