Fréttablaðið - 28.08.2015, Síða 8

Fréttablaðið - 28.08.2015, Síða 8
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð! Sjá verðlista á: www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Samfélag „Ég vil bara vita hvaða fólk það er sem segir þetta um mig og hreinsa nafn mitt,“ segir Mada- lena Bernabe Zandamela, skólaliði í Hafnafirði, sem hefur verið mein- aður aðgangur að skemmtistaðnum Loftinu vegna ásakana starfsfólks um að hún stundi þar vændi. Hún hefur fengið lögfræðing sinn til að skoða málið. Madalena flutti hingað til lands frá Mósambík með íslenskum barns- föður sínum árið 2008. Sambandi þeirra lauk skömmu síðar og þá flutti barnsfaðir hennar úr landi. Madalena segist ekki hafa viljað flytja aftur til heimalandsins því hér geti hún boðið dóttur sinni, sem á íslenska fjöl- skyldu, betra líf. „Ég kom úr fátækri fjölskyldu. Hér hefur dóttir mín öll tækifæri.“ Dóttir Madalenu var erlendis að heimsækja föður sinn á síðasta ári þegar hún fór í fyrsta skipti á Loftið. Hún segir að síðan þá hafi hún farið þangað fjórum til fimm sinnum. Madalena fór að skemmta sér í tilefni Gay Pride, laugardaginn 8. ágúst síðastliðinn. Hún fór ein út en segist venjulega fara með vinkonu sinni sem hún kynntist hér á landi. „Klukkan var svona tuttugu mínútur í eitt um nóttina. Ég gekk að röðinni á barnum en dyravörðurinn sagði mér að ég mætti ekki koma inn. Ég steig þá úr röðinni og beið í smá stund áður en ég ákvað að spyrja þá af hverju ég mætti ekki koma.“ Dyravörðurinn sagði henni ástæðu þess að hún væri á bannlista á íslensku, sem Madalena talar alla jafna. Hún skildi hann hins vegar ekki og bað hann að endurtaka sig á ensku. „Hann sagði að sér þætti þetta leitt en ég mætti ekki koma inn því ég og vinkona mín værum að selja okkur inni á staðnum. Hann sagði að staðnum hefðu borist fimm kvartanir frá mismunandi aðilum um að við værum að selja okkur.“ „Ég spurði þá hvort ég gæti fengið að tala við framkvæmdastjóra staðar- ins en það var ekki hægt. Þá fór ég á skemmtistaðinn Austur í fimm mín- útur en svo keyrði ég bara heim.“ Daginn eftir fór Madalena á lög- reglustöðina. Hún vildi fá úr því skorið hvaða fólk hefði lagt fram kvörtun um hana. Þar var henni bent á að hafa samband við eigendur Lofts. „Ég hringdi í eigandann og bað hann um að tala við dyravörðinn og hringja til baka. Svo leið ein vika og hann hringdi ekki. Ég reyndi að hringja í hann nokkrum sinnum án árangurs, þar til ég hringdi úr öðrum síma. Hann staðfesti að það hefðu fimm kvartanir borist og það væri í raun ekkert sem hann gæti gert.“ Hún segist ekkert kannast við ásak- anirnar. „Ég vil bara að nafn mitt sé hreinsað. Ég vil ekki vera hrædd við að fara inn á bar. Ég veit ekki hvort þetta er rasismi eða hvað. Ég var bara að fara út til að reyna að njóta lífsins og fá smá ferskt loft, ef svo má að orði komast.“ „Ég hef kannski fengið mér í glas þarna inni en ég er handviss um að ég hafi aldrei gengið út af Loftinu með manni. Ég er í sjokki því ég veit að ég gerði þetta ekki.“ Madalena er ósátt við vinnubrögð Loftsins í þessu máli. „Þeir hefðu frek- ar átt að taka sér smá tíma og rann- saka kvartanirnar. Ef þær væru sannar væri ekki óeðlilegt að biðja mig um að koma ekki aftur.“ Hún segist ekki vita hvort möguleiki sé að starfsfólk og eigendur Loftsins séu að fara manna- villt þegar ákvörðun var tekin um að meina henni um aðgang. Hún segir að um það snúist málið. Hún vilji fá botn í það hvers vegna fimm manns hafi sakað hana um vændi. María Júlía Rúnarsdóttur, lögmað- ur Madalenu, hyggst senda Loftinu bréf og fara fram á bætur og formlega afsökunarbeiðni. „Það er mitt mat að þetta séu fordómar í hennar garð.“ Starfsfólk Loftsins staðfesti að málið hafi komið upp. Staðurinn segist ekki tjá sig um einstök atriði sem koma upp í húsinu. Sökuð um vændi og var synjað um inngöngu á skemmtistað Konu frá Mósambík er ekki lengur hleypt inn á skemmtistaðinn Loftið vegna fimm kvartana sem hafa borist um að hún bjóði blíðu sína þar inni. Konan segist aldrei hafa selt sig og vill hreinsa nafn sitt. Madalena Bernabe Zandamela segist vera bæði sjokkeruð og sár yfir ásökunum Loftsins. Fréttablaðið/Stefán Þeir hefðu frekar átt að taka sér smá tíma og rannsaka kvartanirnar. Ef þær væru sannar væri ekki óeðlilegt að biðja mig um að koma ekki aftur. Madalena Bernabe Zandamela, skólaliði í Hafnarfirði. Ekki er aðeins um glæsilegt met í Blöndu að ræða heldur hefur sjálfbær veiðiá með náttúrulegum stofni aldrei fyrr gefið aðra eins veiði. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Veiði Laxveiðiperlan Blanda hafði gefið 4.230 laxa eftir að fyrri vakt veiðimanna lauk þar um hádegi í gær. Þessi veiði á sér fá fordæmi í íslensku veiðivatni frá því að tölfræði um laxveiði hófst fyrir áratugum síðan. Blanda hafði fyrir yfirstandandi veiðisumar gefið mest 2.777 laxa árið 2010, en meðalveiðin þegar litið er til áranna 1974 til 2004 er 1.023 laxar, minnst 375 árið 1989. Ekki er aðeins um glæsilegt met í Blöndu að ræða heldur hefur sjálf- bær veiðiá með náttúrulegum stofni aldrei fyrr gefið aðra eins veiði. Fyrra met átti Þverá/Kjarrá, en árið 2005 voru þar dregnir á land 4.165 laxar. En metið sem nú hefur verið slegið mun verða miklum mun myndar- legra í sumarlok. Vegna sérstakra aðstæðna í veðri þetta sumarið mun Blanda ekki fara á yfirfall áður en sumri lýkur, sem ekki hefur gerst í manna minnum, og því geta veiði- tölur hæglega farið hátt í 5.000 veidda laxa, áður en veiðimenn taka upp þetta sumarið. Hafa leigutakar í Blöndu þegar hvatt veiðimenn til að taka tillit til þessara aðstæðna með því að sleppa laxi – og hrygnum án undantekn- inga. – shá Ævintýraleg veiði í Blöndu  Svæði 1 í Blöndu hefur gefið um 2.500 laxa í sumar – metið í Blöndu var 2.777 laxar fyrir sumarið. Mynd/Lax-á » Samfélag Átakið Á allra vörum hefst í  sjöunda skipti  þann 10. septem- ber næstkomandi og er að þessu sinni barist fyrir bættum samskipt- um meðal barna og unglinga. Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunar- átak þar sem þjóðin sameinast og lætur gott af sér leiða. Safnað verður fyrir samskiptasetri fyrir börn og unglinga sem glíma við einelti. Á samskiptasetrinu geta aðstandendur í eineltismálum fengið ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum. „Við sem störfum að skóla- og upp- eldismálum eða á annan hátt í þágu barna og unglinga vitum hversu alvarlegar afleiðingar einelti getur haft bæði fyrir þá sem verða fyrir því og hina sem gerast sekir um það. Afleiðingarnar snerta ekki aðeins börnin sjálf heldur líka fjölskyldur þeirra. Það er sýn okkar sem standa að samtökunum Erindi, að það sé mikilvægt að styðja bæði þá sem verða fyrir einelti en líka hina sem leggja í einelti. Með því er átt við stuðning við uppgjör, sátt og áfram- haldandi samskipti sem fylgt er eftir í tiltekinn tíma með öllum aðilum. Þannig komast allir frá málum með reisn og líkur aukast á að hægt sé að skapa farveg fyrir ný og heilbrigð samskipti milli barna sem í hlut eiga. Það hefur takmarkaða þýðingu að stöðva einungis sjálfar árásirnar ef viðhorfin sem búa að baki eineltinu eru ekki upprætt samtímis,“ segir Björg Jónsdóttir, ein af stofnendum Erindis. Frá árinu 2008 hefur Á allra vörum valið nokkur verkefni og safnað fyrir. Um er að ræða Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna, Ljósið, Krabba- meinsfélag Íslands, Leiðarljós, geð- gjörgæsludeild Landspítalans og Neistann. Upp undir 400 milljónir króna hafa safnast í þessum söfn- unum, bæði með beinum fjárfram- lögum og gjöfum ýmiss konar. – ngy Safnað fyrir samskiptasetri fyrir börn sem glíma við einelti Frá árinu 2008 hefur Á allra vörum valið nokkur verkefni og safnað fyrir. Fréttablaðið/Vilhelm 2 8 . á g ú S t 2 0 1 5 f Ö S t U D a g U R8 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -7 7 3 4 1 5 E 5 -7 5 F 8 1 5 E 5 -7 4 B C 1 5 E 5 -7 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.