Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 10
Nicotinell, lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Hætta skal alfarið reykingum meðan á meðferð með Nicotinell stendur. Upphafsskammtur skal ákvarðaður út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Verði vart við aukaverkanir þegar hærri styrkleiki er notaður skal íhuga að skipta yfir í lægri styrkleika. Meðferðarlengd er einstaklingsbundinn. Samtímis neysla á súrum drykkjum, eins og t.d. kaffi og sódavatni, getur minnkað frásog nikótíns í munni. Forðast skal þessa drykki í 15 mínútur fyrir notkun lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Vegna eiginleika lyfjatyggigúmmís sem lyfjaforms getur nikótínþéttni í blóði verið mismunandi á milli einstaklinga. Því skal miða tíðni skammta við einstaklingsþörf, innan uppgefinna hámarksskammta. Tyggja skal eitt lyfjatyggigúmmí þar til finnst sterkt bragð. Lyfjatyggigúmmíið skal því næst hvíla á milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal byrja að tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mínútur. Í flestum tilfellum skal meðferðin standa í a.m.k. 3 mánuði. Eftir 3 mánuði skal draga smám saman úr notkun. Venjulega er ekki mælt með notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í eitt ár. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Þeir sem reykja ekki og þeir sem hafa ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eiga ekki að nota Nicotinell. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota Nicotinell ef þú: ert þunguð, með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingar undir 18 ára aldri mega ekki nota Nicotinell nema að læknisráði. Nikótín sem er gleypt getur valdið versnun einkenna hjá sjúklingum sem eru með bólgu í vélinda, munni eða koki, magabólgu eða magasár. Einstaklingum með gervitennur, eiga við vandamál í liðamótum kjálka og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform en lyfjatyggigúmmí. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfjatyggigúmmíið. Athuga ber að lyfjatyggigúmmíið og munnsogstöflurnar innihalda natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar en sumar bragðtegundir innihalda að auki sorbitól (E420), maltitól (E965) eða aspartam (E 951) sem ekki allir mega taka. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Lyfjaauglýsing Fæst í 6 bragðtegundum! NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 12/08/15 09:40 Austurríki Allt að fimmtíu lík fund- ust í vörubifreið á A4 hraðbrautinni í Burgenland-héraði, skammt frá Vínarborg í gær. Talið er að hinir látnu hafi flestir verið flóttamenn frá Sýrlandi. Þeir hafi kafnað. Bifreiðin hafði líklega staðið í vegarkantinum frá því á miðviku- dag. Í gærmorgun tóku starfsmenn austurrísku vegagerðarinnar, sem voru að slá gras, eftir því að vökvi var farinn að leka úr bílnum. Þeir gerðu lögreglu viðvart. Bifreiðin er með kælibúnaði og merkt kjúklingafyrirtæki í Slóvakíu, sem segist hafa selt þessa bifreið og tólf aðrar til Ungverjalands á síðasta ári. Kaupendunum sé ekki skylt að taka merkingarnar af. Austurríska lögreglan segir að allt kapp sé lagt á að hafa uppi á ökumanni bifreiðarinnar og þeim sem standa á bak við þennan fólks- flutning. Á þriðjudag voru þrír menn hand- teknir við landamæri Austurríkis fyrir að reyna að smygla flóttafólki yfir til landsins. Ökumaðurinn hafði stöðvað bíl sinn á þjóðveginum og sagt flóttafólkinu að fara út. Alls voru 34 manns í þeim bíl og hefur fólkið sagt lögreglu að mikil þrengsli hafi verið í bílnum og fólk átt erfitt með að anda. Fjölmörg tilfelli hafa komið upp í Austurríki og víðar í sumar þar sem flóttafólk hefur fundist í vörubílum. „Þeir sem tala um harmleik í þessu sambandi, eru hræsnarar,“ hefur austurríska fréttasíðan Kurier eftir Heinz Patzelt, framkvæmdastjóra Amnesty International í Austurríki. „Þetta var fyrirsjáanlegt og hryllilegt fylgitjón og allir þeir sem í örvænt- ingu sinni  halda fast í Dyflinnar- kerfið, sem virkar ekki lengur, hafa af gáleysi sínu látið það viðgangast.“ Angela Merkel Þýskalandskansl- ari, sem var stödd í Austurríki á leið- togafundi Vestur-Balkanskagaríkja, sagðist miður sín vegna þessa máls: „Þetta brýnir okkur til að takast hratt á við fólksflutninga í anda Evr- ópu, það er að segja í anda samstöðu, og finna lausnir,“ sagði hún við fjöl- miðla. Merkel sagði Evrópuríkin vera auðug og hafa alla getu til þess að ráða við þessi mál: „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ sagði hún. Á fundinum gagnrýndu leiðtogar Balkanskagaríkja, ekki síst ráða- menn í Serbíu og Makedóníu, hve viðbrögð Evrópusambandsins við flóttamannastraumnum hafi verið lítil. gudsteinn@frettabladid.is Tugir flóttamanna köfnuðu Allt að fimmtíu lík flóttamanna fundust nærri Vínarborg í gær. Bifreiðin hafði verið yfirgefin í vegarkanti í frá því deginum áður. „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ segir Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Lögreglan rannsakar flutningabifreiðina, sem er með ungversk númer en merkt slóvakísku kjúklingafyrirtæki. Fréttablaðið/AP Norður-kóreA „Norður-Kóreumenn vilja opna land sitt fyrir umheim- inum, en einungis hægt og rólega og á eigin forsendum,“ segir Ivo Saliger í viðtali við tímaritið Rolling Stone. Saliger er söngvari slóvensku hljóm- sveitarinnar Laibach sem varð á dög- unum fyrsta vestræna hljómsveitin til að spila í einræðisríkinu Norður- Kóreu. „Norður-Kórea er einkar frjáls- lynt land og kannabis er í sjálfu sér löglegt þar. Svo framleiða Norður- Kóreumenn frábæran bjór og þar eru mörg góð brugghús. Manni er frjálst að drekka úti á götu og reykja á skemwmtistöðum,“ sagði Laibach sem telur mynd Vesturlandabúa af ríkinu ekki rétta. „Fyrstu viðbrögð okkar við kom- una til landsins var að það væri einmitt eins og við bjuggumst við en samt svo frábrugðið því. Það má vel vera að landið sé fátækt og einangrað og að íbúar búi við kúgun stjórnvalda en íbúarnir eru glaðir og virðast búa yfir fágætri vitneskju sem okkur vantar,“ segir Saliger. „Allir Vesturlandabúar elska að hata Norður-Kóreu en slúðursög- urnar um landið eru uppspuni. Íbú- arnir borða ekki börn, mönnum er ekki fleygt fyrir hundana og fólk er ekki að svelta,“ segir Saliger. Um þúsund manns sóttu tón- leikana fyrr í mánuðinum. „Til eru alls kyns tónlistarstefnur, nú vitum við að þessi er líka til,“ hefur BBC eftir einum tónleikagesta. – þea Segir Norður-Kóreu frjálslynt og glaðlegt land eftir heimsókn Liðsmenn hljóm- sveitarinnar Laibach eru hrifnir af Norður- Kóreu. NordicPhotos/ AFP NeyteNdAmál Landbúnaðarráðu- neytið hefur ákveðið að fella úr gildi reglugerð um vistvæna vottun, því hún sé úrelt og barn síns tíma. Nærri allt íslenskt grænmeti er merkt með vottuninni. Fréttablaðið greindi frá því þann 26. júní á síðasta ári að meirihluti íslensks grænmetis í matvöruversl- unum væri með merki sem héti Vistvæn vottun. Þá kom fram að vottuninni hefði verið komið á fót með reglugerð árið 1998 en síðan þá hefði nær ekkert eftirlit verið með því að henni væri framfylgt. Í reglu- gerðinni kom fram að eftirlitsaðilar ættu að kanna einu sinni á ári hvort bændur uppfylltu skilyrði hennar. Þá var greint frá því að einhverjir græn- metisbændur hefðu hafið störf eftir að eftirliti var hætt en notuðu engu að síður vottunina. Í kjölfar frétta blaðsins setti Sig- urður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- ráðherra á fót starfshóp sem átti að fara yfir reglugerðina. „Í dag erum við með aðbúnaðarreglugerð, velferðar- reglugerð og dýralögin sem ganga miklu lengra en þessi vistvæni geiri. Svo tókum við upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins árið 2010 og þar eru líka hlutir sem ganga lengra en var í þessari reglugerð,“ segir Sig- urður. Hann segir þó ekkert því til fyrir- stöðu að grænmetisbændur noti vottunina áfram eftir að reglugerðin sé felld úr gildi. – snæ Vistvæn vottun felld úr gildi Sigurður Ingi Jóhannsson landbún- aðarráðherra. Fréttablaðið/Stefán 3.0 00 flóttamenn fara nú daglega yfir landamær- in frá Grikklandi til Makedóníu, og reyna að komast yfir Serbíu til Ungverjalands 2 8 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t u d A g u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -7 2 4 4 1 5 E 5 -7 1 0 8 1 5 E 5 -6 F C C 1 5 E 5 -6 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.