Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 16
Allir vita hversu alvarlegt ástand er á leigumarkaði í dag. Enginn fær íbúð á boðlegum kjörum og litlar íbúðir á besta stað eru bæði illfáanlegar og dýrar. Ásókn ferðamanna í skammtímaleigu veldur skorti á íbúðum á almennum leigumarkaði. Fyrir því finna náms- menn og aðrir sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Tekjur af leigu til ferðamanna eru enda miklu meiri en af leigu á almennum markaði. En á sama tíma er líka fólk sem á íbúðir eða laus herbergi sem það er ekki tilbúið að leigja til lengri tíma, vegna þess að lítið fæst upp úr því. Húsnæði skortir Mikilvægasta leiðin til lausnar er að sjálfsögðu að fjölga leiguíbúðum. Það er mikill skortur á litlu og meðalstóru húsnæði í öruggri leigu. Þess vegna er Reykjavíkurborg nú að styðja við byggingu fjölda nýrra leiguíbúða, í samvinnu við búseturéttarfélög og félög stúdenta. Það er ekki nóg að byggja, það verður að tryggja að íbúðirnar verði til útleigu til langframa. Ein góð hugmynd Ríkið getur líkt og sveitarfélög stuðlað að jákvæðum breytingum. Þess vegna leggjum við til skattaafslátt til einstaklinga vegna útleigu einnar íbúðar til að lágmarki 12 mánaða. Slík aðgerð gæti aukið framboð leiguhúsnæðis gríðarlega. Um 4.000 íbúðir eru í leigu til ferðamanna í gegnum vefsíðuna Airbnb. Ef einungis hluti þeirra færi í langtímaleigu yrði stórum áfanga náð. Aðrir sem ekki eru að leigja út í dag, gætu séð sér leik á borði, ef þessi laga- breyting yrði að veruleika. Öruggt húsnæði til kaups eða leigu Húsnæðismál eru alvarlegasta úrlausnarefnið þessi miss- erin. Samfylkingin hefur flutt fjölda þingmála til úrlausnar, sem því miður hafa ekki orðið að veruleika. Það skiptir miklu að koma hreyfingu á þennan málaflokk og tryggja fólki að það geti bæði komist í örugga leigu og keypt sína fyrstu íbúð. Í haust munum við áfram beita okkur fyrir því að allir geti búið sér til gott heimili á viðráðanlegum kjörum. SKOÐUN Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson ÚtgEfandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is HElgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is mEnning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framlEiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitSHÖnnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Stóri sannleikurinn er ekki til. Það sem hér fer á eftir er til að mynda aðeins þus í miðaldra manni um það hvernig hann sér hlutina. Manni sem hefur haft þann starfa um all-nokkra hríð, með hléum þó, að fylgjast með stjórnmálum og greina það sem stjórnmála- menn segja. Og við þá iðju læðist oft og tíðum sá grunur að manni að sannleikurinn og einlægnin séu ekki helstu meðreiðarsveinar stjórnmálanna. Á því eru augljóslega undantekningar og engin ástæða til að skella merkimiða á heila stétt. Kannski er þetta ekki bundið við stjórnmálin, heldur samfélagið allt, hvert og eitt okkar. En þar sem stjórnmálin eru þess eðlis að reglulega fá kjósendur færi á að vega og meta orð og gjörðir stjórnmálamanna og gefa einkunn með atkvæði sínu stendur sú stétt vel til höggsins. Líka af því að stjórnmálamenn eru í okkar umboði að véla um okkar mál og því okkar að leggja mat á störf þeirra og störf þeirra felast að miklu leyti í því hvað þeir segja. En hrokinn leiðir oft förina og þegar svo ber undir er einhvern veginn allt leyfilegt. Þá skellir maður því fram að öryrkjar séu óeðlilega margir á Íslandi, án þess almennilega að vita neitt um það. Þá fullyrðir maður að álverksmiðja sem staðið hefur hálfkláruð árum saman sé alveg að fara að klárast og að ástæðan fyrir því að húsið sé enn hálfkarað sé sú að stjórnmálamennirnir í hinum flokkunum hafi staðið sig svo illa. Þá leggur maður enga orku í kjarasamninga fyrr en verkfall er skollið á en fullyrðir síðan að fyllsta samráð hafi verið haft frá upphafi. Þá hendir maður inn breytingartillögu um virkjanakosti í kippum þvert á nýsamþykkta áætlun um hvernig að málum skuli staðið. Þá setur maður stór og mikilvæg mál inn í þingið löngu eftir að frestur til þess er liðinn og yppir svo bara öxlum þegar einhver hefur eitthvað við það að athuga. Þá fullyrðir maður að heill og hamingja velti á nýrri virkjun og þeir sem eru á móti henni séu bara á móti heill og hamingju. Þá lætur maður taka af sér mynd með einhverjum útlendingum sem hafa orðað áhuga á stóriðjuverkefni sem allir sjá að engin orka er fyrir. Þá lofar maður kjósendum öllu fögru fyrir kosningar vitandi að ekki verður ekki efnt. Já, allt þetta gerist ef hrokinn heldur í taumana. Við þurfum stjórnmálamenn sem ljúga ekki, hvort sem er blákalt eða með hálfsannleik og skrumskælingu. Sem viðurkenna mistök sín. Sem hlusta og læra. Sem vita hvað þeir vilja, hvert þeir ætla að stefna, hvernig samfélagi þeir vilja berjast fyrir og eru óhræddir við að viðurkenna það. Sem þurfa ekki að látast vita allt best. Þeir sem ekki reiða vitið í þverpokum mega ekki fylla þá af hroka. Þar til þessi hugsun ræður för þurfum við að gefa skýr skilaboð: Takk og bless. Að reiða hrokann í þverpokum Við þurfum stjórnmála- menn sem ljúga ekki, hvort sem er blákalt eða með hálf- sannleik og skrumskæl- ingu. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is SALLY Fáir sitja betur. Hægindastóll PU Brandy, Rio antrazit og ljósgrár. Stærð: 72x72 H:88 cm. 29.990 kr. 39.980 kr. Ríkið getur líkt og sveitar- félög stuðlað að jákvæðum breytingum. Þess vegna leggjum við til skattaaf- slátt til einstaklinga vegna út- leigu einnar íbúðar til að lágmarki 12 mánaða. Ódýrt en áhrifaríkt Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar Bandamaður hipsteranna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skrifaði áhuga- verða grein um skipulagsmál í Reykjavík. Þar lýsir hann áhyggj- um af því að skipulagsyfirvöld beri ekki virðingu fyrir sögulegri ásýnd og fegurð borgarinnar. Þetta er rétt hjá Sigmundi en um áraraðir hefur skipulagið verið samhengis- laust og boðið upp á byggingar þar sem fermetranýtingin skiptir meira máli en ásýndin. Hipsterar Reykjavíkur sem áður flatmöguðu í Hjartagarðinum hafa eignast óvæntan bandamann í Sigmundi. ljótasti hlemmur borgarinnar Þó orkar það tvímælis að Sig- mundur skuli hafa áhyggjur af ásýnd borgarinnar þar sem flokkur hans er eflaust ötulasti talsmaður þess að halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni. Af öllum steypu- hlemmunum í Reykjavík er flug- völlurinn vafalaust ófrýnilegasta lýti borgarinnar. Enn fremur er brotthvarf flugvallarins stór liður því að auðga miðbæinn. Skipulagseftirlitið Í greininni leggur Sigmundur til að komið verði á fót stofnun sem grípi inn í afleik skipulags yfirvalda í Reykjavík og annars staðar. Þetta virðist vera lenskan í Fram- sóknarflokknum en flokksbróðir Sigmundar, Höskuldur Þórhallsson, lagði einmitt fram frumvarp þar sem skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum yrði takmarkað. stefanrafn@frettabladid.is Halldór 2 8 . á g ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D A g U R 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -4 5 D 4 1 5 E 5 -4 4 9 8 1 5 E 5 -4 3 5 C 1 5 E 5 -4 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.