Fréttablaðið - 28.08.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.08.2015, Blaðsíða 20
Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, Sigmundur Bergur Magnússon ullarmatsmaður í Hveragerði, lést föstudaginn 21. ágúst. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 1. september kl. 14.00. Kristjana Sigmundsdóttir Þorlákur Helgi Helgason Sigurveig Sigmundsdóttir Sveinn Guðmundsson Guðmundur Ingi Sigmundsson Sigríður Á. Pálmadóttir barnabörn og fjölskyldur. Ástkær bróðir okkar, frændi og vinur, Logi Jósef Guðmundsson andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 22. ágúst sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 1. september kl. 15.00. Stefanía Kormáksdóttir Þóra B. Valdimarsdóttir Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Pétur Fallesen Dagbjört Ylfa Geirsdóttir Alfreð Örn Eyjólfsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Áskelsdóttir Skálpagerði, Eyjafjarðarsveit, lést 19. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bestu þakkir til starfsfólks Aspar, Beykis og Víðihlíðar. Sigríður Ása Harðardóttir Halldór Sigurgeirsson Margrét Harðardóttir Guðmundur Óli Scheving Anna Lilja Harðardóttir Hallmundur Kristinsson Áskell Harðarson Hörður Harðarson ömmu- og langömmubörn. Elsku drengurinn okkar, bróðir, barnabarn og frændi, Xavier Tindri Miles-Magnússon sem lést á heimili sínu í Tröllakór 22. ágúst, verður jarðsunginn frá Lindakirkju þriðjudaginn 1. september kl. 15. Blómakransar og gjafir afþakkaðar en þeim sem vilja styrkja er bent á styrktarsjóð Xaviers Tindra, rnr. 0130-26-150015, kt. 040687-4329. Magnús Tindri Sigurðarson Samantha Ellen Miles Maximus Tindri Miles-Magnússon Alexander Tindri Miles-Magnússon Margrét Þór Ingibjörg Þór Dómhildur Þór Páll Ágúst Sigurðarson Sigurður Ingi Pálsson Marlene Alice Miles Robert Thomas Miles og fjölskyldur. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda ÚTFARAR- OG LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA Kærleiksþjónusta í 66 ár Ný heimasíða – útför.is Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Magðalenu Sigríðar Hallsdóttur fyrrv. símafulltrúa, Siglufirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar fyrir einstaka umönnun og hlýju í garð Möddu. Guð blessi ykkur öll. Guðný S. Guðlaugsdóttir Ómar Einarsson Guðrún H. Guðlaugsdóttir Kristján Sigfús Sigmundsson Karl Guðlaugsson Kristjana Sæberg Júlídóttir Guðbjörg J. Guðlaugsdóttir Nils Gústavsson ömmubörn og langömmubörn. 1818 Landsbókasafn Íslands er stofnað undir heitinu Íslands stiftis bókasafn. 1833 Lög um bann við þrælahaldi eru samþykkt og því útrýmt í gerv- öllu Breska heimsveldinu. 1953 Sjónvarpsstöðin Nippon TV í Japan sendir út í fyrsta sinn. 1963 Martin Luther King Jr. flytur fræga ræðu á tröppum Abraham Lincoln-minnismerkisins. 1963 Brúin Evergreen Point Bridge er opnuð í Seattle og verður um leið lengsta fljótandi brú heims. 1967 Tólf manna áhöfn Stíganda frá Ólafsfirði er bjargað eftir rúm- lega fjögurra sólarhringa hrakninga í björgunarbát. 1971 Hróarskelduhátíðin er sett í fyrsta skipti. 1974 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins tekur við völdum og Geir Hallgrímsson verður forsætisráðherra. 1981 Hallgrímur Marinósson lýkur ferð sinni umhverfis landið á tíunda degi. Ferðin vakti athygli því Hallgrímur ók aftur á bak alla leiðina. 1986 Útvarpsstöðin Bylgjan hefur útsendingar og verður fyrsta stöðin sem fer í loftið fyrir utan Ríkisútvarpið. 1988 Skriðuföll verða á Ólafsfirði eftir miklar rigningar. Tvö hundruð manns þurftu að rýma hús sín. 1990 Írak lýsir yfir stríði gegn Kúveit. 1996 Karl Bretaprins og Díana prinsessa skilja. 2002 Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerir húsleit í höfuð- stöðvum Baugs. Merkisatburðir Eydís Blöndal ljóðskáld hefur 1.200 fylgjendur á Twitter. Fréttablaðið/Stefán „Ég er svolítið að tvinna saman Twitter og tilfinningar í ljóðunum mínum,“ segir hin 21 árs gamla Eydís Blöndal sem gefur út sína fyrstu ljóðabók í dag. Bókin ber titilinn Tíst og bast. „Nafnið er auðvitað vísun í Twitter og svo að ljóðin séu svolítið „úti um allt“, því ég yrki um allt frá kynlífi yfir í strætóferðir,“ útskýrir Eydís. Ljóðabókin er gefin út af útgáfufyrir- tækinu Lús og segir Eydís að ef hægt sé að tala um markhóp sé hann ungt fólk. „Stóru forlögin gefa yfirleitt ekki út ung skáld, því það búast allir við því að ungt fólk hafi ekki áhuga á ljóðlist, þannig að markaðurinn fyrir ljóða- bækur samanstendur að mestu af eldra fólki. En sannleikurinn er sá að fólk af minni kynslóð hefur gaman af ljóðum, þeir sem ég hef sýnt ljóðin hafa verið mjög ánægðir og tengja við yrkisefnið.“ Eydís hefur sett sum ljóðin á Twit- ter, þar sem um 1.200 manns hafa smellt á „follow-takkann“ og fylgjast með tístum skáldsins. „Á Twitter er málið að vera kóm- ískur. Þar er fólk ekki að sýna erfið- ari hliðar lífsins. Eins og við gerum kannski í lífinu yfirhöfuð bara. Þegar einhver spyr hvernig maður hefur það svarar maður yfirleitt: „Bara gott.“ Í ljóðunum er ég svolítið að gera grín að sjálfri mér og gera grín að því að allt þurfi að vera fyndið og sniðugt og reyni að varpa ljósi á að ástæðan fyrir því að við sýnum ekki erfiðari hliðar lífsins er sú að fólk vill hafa hlutina svolítið auðvelda.“ Eydís hefur ort ljóð frá unga aldri. „Eiginlega frá því að ég lærði að skrifa,“ bætir hún við og heldur áfram: „Ég byrjaði að yrkja af ein- hverju viti í menntaskóla. Flest ljóðin í bókinni voru samin í vor. Þá gekk ég í gegnum mikla erfiðleika og þá komu ljóðin bara á færibandi.“ Samhliða því að yrkja stundar Eydís nám í verklegri eðlisfræði. „Ætli ég sé ekki svolítið tvist og bast í lífinu. Að gera ýmislegt úr ólíkum áttum,“ segir hún og hlær. kjartanatli@365.is Blandar Twitter og tilfinningum í ljóðum Eydís Blöndal gefur út sína fyrstu ljóðabók í dag. Bókin ber nafnið Tíst og bast og er vísun í samfélagsmiðilinn Twitter og hefur Eydís birt sum af ljóðunum á miðlinum. Hún hefur ort ljóð frá unga aldri og yrkir um allt frá kynlífi yfir í stætóferðir. Samhliða skáldskapnum stundar Eydís nám í verklegri eðlisfræði. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Á Twitter er málið að vera kómískur. Þar er fólk ekki að sýna erfiðari hliðar lífsins. Eins og við gerum kannski í lífinu yfirhöfuð bara. Þegar einhver spyr hvernig maður hefur það svarar maður yfir- leitt: „Bara gott“. TÍMAMÓT 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -6 D 5 4 1 5 E 5 -6 C 1 8 1 5 E 5 -6 A D C 1 5 E 5 -6 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.