Fréttablaðið - 28.08.2015, Blaðsíða 22
FÓLK| HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur
og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hrafnkell Hjörleifsson hafði aldrei áður hlaupið heilt maraþonhlaup þegar hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmara-
þoni Íslandsbanka síðustu helgi. Hrafnkell, sem er
þrítugur hagfræðingur og nemi í tölvunarfræði við
Háskólann í Reykjavík, segir ákvörðunina um þátt-
töku í hlaupinu eiga rætur sínar að rekja til þess
að honum og vini hans og æfingafélaga, Gunnari
Jóhannssyni, fannst þeir þurfa að afreka eitthvað
á íþróttasviðinu á þrítugsafmælisárinu. „Gunnar
er ekki þekktur fyrir að hika við hlutina svo hann
stakk upp á keppni í járnkarli. Ég náði að tala hann
niður á að láta bara maraþonhlaup duga.“
Þótt hlaupið síðustu helgi hafi verið fyrsta mara-
þonhlaup Hrafnkels er hann ekki ókunnugur líkam-
legri áreynslu. Hann ólst upp í vesturbæ Reykja-
víkur þar sem hann æfði fótbolta með KR og hefur
áður tekið þátt í almenningshlaupum, hjólakeppn-
um og þríþraut. „Ég var alltaf í misvondu formi og
tók eingöngu þátt upp á stemninguna og til að prófa
sjálfan mig. Við Gunnar tókum þátt í hálfmaraþon-
inu í tvígang, árin 2007 og 2009. Í seinna skiptið setti
ég mér það markmið að hlaupa undir 90 mínútum.
Æfingatímabilið var samt ekki markvissara en svo
að ég eyddi endasprettinum í Lækjargötu á lötur-
hægri göngu kyngjandi eigin ælu. Síðan silaðist ég
yfir marklínuna á 90 mínútum og 24 sekúndum. Ég
var sannfærður um að ég ætti meira inni og þessar
24 sekúndur sátu í mér.“
ÓMETANLEGUR STUÐNINGUR
Æfingatímabilið stóð yfir í sjö mánuði en í upphafi
var Hrafnkell ekki með neitt fastmótað tímamark-
mið. Hann taldi þó ekki útilokað að stefna á mara-
þon undir þremur tímum. „Þeim draumórum deildi
ég þó ekki með neinum til að byrja með en þegar ég
opnaði mig með þetta markmið fékk ég líka svarið
frá góðum vini: „Rólegur, þú getur það ekkert.“ Það
var auðvitað bara til að tendra neistann.“
Stemningin í hlaupinu var frábær að sögn Hrafn-
kels og þá sérstaklega í upphafi þegar hlaupið er í
gegnum íbúðahverfin í Vesturbænum og á Nesinu.
„Þegar leiðir hálfmaraþon- og maraþonhlaupara skildi
varð þetta meiri eyðimerkurganga. Fyrri helmingur
hlaupsins gekk vel og ég kláraði fyrra hálfmara-
þonið á 1:27. Þar með kvaddi ég þann gamla djöful
og var langt á undan áætlun. Ég fékk góðan stuðning
allt hlaupið, frá vinum mínum, frá konunni minni
sem hjólaði milli staða og hvatti mig, og svo átti
ég frábæran frænkustuðningshóp á Eiðisgrandanum.“
ÁHERSLA Á HOLLUSTU
Hollur matur er í hávegum hafður á heimili Hrafn-
kels og kærustu hans, Þyri Huldar Árnadóttur, sem
er dansari hjá Íslenska dansflokknum. „Þyri Huld
þarf vinnu sinnar vegna að vera í toppformi. Því
reynum við alltaf að borða holt og eldum yfirleitt
frá grunni. Engin unnin matvæli og enginn sykur en
þeim mun meira af fiski og grænmeti. Þegar líða fór
á æfingatímabilið hætti ég líka að neyta mjólkur-
vara og fann mikinn mun. Samhliða jók ég neyslu á
hnetum, fræjum, ólífuolíu og ýmsum baunum.“
Spurður um frekari áform varðandi hlaup og
persónulega hagi segir Hrafnkell þau frekar óljós.
Hann starfaði um tíma sem hagfræðingur eftir út-
skrift þar til þau hjónin ákváðu að leggja land undir
fót og fóru í hálfsárs bakpokaferðalag um Suður-Am-
eríku. „Þegar heim var komið var kannski ekki alveg
augljóst hvað maður ætti að taka til bragðs þannig
að ég skellti mér aftur í nám og í þetta skiptið í tölv-
unarfræði. Ég er ekki þeim kostum gæddur að plana
langt fram í tímann þannig að hvað gerist næst
verður bara að koma í ljós.“
Hrafnkell gefur hér lesendum uppskrift að góm-
sætum grænmetisrétti þar sem eggaldin er aðalhrá-
efnið.
n starri@365.is
DJÖFULL KVADDUR
FRUMRAUN Hrafnkell kom sjálfum sér á óvart þegar hann varð fyrstur Íslend-
inga í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hollan mat hefur hann í hávegum.
FÉLAGAR Gunnar Jóhannsson (t.h.) er æfingafélagi Hrafnkels
en saman hafa þeir tekið þátt í ýmsum raunum. MYND/ÚR EINKASAFNI
FYRSTUR ÍSLENDINGA Hrafnkell Hjörleifsson taldi ekki útilokað að stefna á tíma undir þremur tímum og það tókst. MYND/ERNIR
Leiðbeinendur eru: Halla Birgisdóttir fararstjóri, Pétur Björnsson konsúll Ítalíu á Íslandi,
Jónas Þór fararstjóri, Höskuldur Frímannsson viðskiptafræðingur, Ómar Valdimarsson blaðamaður,
Magnús Björnsson fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursson fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver
Sigurvinsson kennari við Guðfræðideild H.Í., Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur.
EGGALDIN Í OFNI:
Þrjú eggaldin bökuð í heilu lagi við 180 gráður í
30-40 mínútur eða þar til vel krumpuð.
DRESSING:
1,5 msk. sinnep
3 hvítlauksgeirar
1 fersk daðla
Fersk basilíka
Allt maukað saman.
FYLLING:
6 skalottlaukar
6 sólþurrkaðir tómatar
1 dl kínóa, skolað og soðið í 20 mínútur með 1
msk. af grænmetiskrafti frá Sollu.
1 sæt kartafla í teningum bökuð í ofni ásamt
kókos olíu í 20 mín. Sett í matvinnsluvél og
maukuð.
Laukurinn skorinn í sneiðar og mýktur í botnfylli
af vatni á pönnu. Tómötum bætt út í rétt áður en
slökkt er undir pönnunni þegar laukurinn er orð-
inn glær. Soðnu kínóa blandað saman við ásamt
dressingu. Eggaldin skorin í tvennt langsum, inni-
haldið skafið úr og bætt á
pönnuna. Allt fært í hýðið
af eggaldinu og sætu kart-
öflunni smurt ofan á. Borð-
að ásamt fersku salati með
ríkulegu magni af fræjum
og ólífuolíu.
ER Í LOFTINU
SPRENGISANDUR
SIGURJÓN M. EGILSSON OG UMRÆÐA SEM SKIPTIR MÁLI
KL. 10:00 12:00SUNNUDAG
2
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
E
5
-8
1
1
4
1
5
E
5
-7
F
D
8
1
5
E
5
-7
E
9
C
1
5
E
5
-7
D
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K