Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 24
LESANDI FYRIRMYNDIR BÓK Í HÖND Bergrún Íris er höfundur barna- bókanna Vinur minn, vindurinn og Sjáðu mig sumar, og hefur blásið til lestrarátaks meðal fjölskyldna í landinu. Bergrún Íris hefur einsett sér að teygja sig frekar eftir bók þegar hún ætlar að fara í spjaldtölvuna eða snjallsímann og hún hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.  „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ segir Bergrún Íris, „og þó að græjurnar heilli alltaf tel ég að með því að hafa lesandi fyrirmyndir á heimilinu aukist lestraráhugi barnanna. Ég vil frekar vera mamman sem var með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr sím- anum. Þetta verður án efa erfitt til að byrja með þar sem síminn kallar allan daginn en æfingin skapar meistarann.“ Átakið stendur í fjórar vikur og er hægt að finna það í sam- nefndum viðburði á Facebook. ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is l Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir erlabjorg@365.is l Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is l Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson Lífið www.visir.is/lifid Bergrún Íris Sævarsdóttir er rithöfundur sem segist elska klassíska tónlist, sérstaklega á meðan hún myndskreytir barna- bækur og semur sínar eigin sögur, ljóð og söngtexta. Hún á tvo drengi sem veita henni inn- blástur og kunna þeir vel við tónlistarsmekk móðurinnar. Þess- ir tónar ættu að hvetja til dáða, hvort sem það er í ræktinni eða við teikniblokkina. ALLAR NOKTÚRNUR CHOPINS WHILE THE WORLD BURNS SVAVAR KNÚTUR MARTHA TOM WAITS BLÁA HAF RAGGA GRÖNDAL EFTIR EITT LAG SAMSAM MY FAVORITE PART SAMSAM AUTUMN LEAVES EVA CASSIDY BREATHING LÁRA RÚNARS SÍGILDIR TÓNAR Í lengri tíma hefur því verið haldið fram að meðfædd greind væri eiginleiki sem ekkert væri hægt að bæta við né breyta. Farsælast þótti að búa til það besta úr því sem við­ komandi fékk í vöggugjöf. Nokk­ ur framþróun hefur orðið á þessu sviði og vísindamenn komið fram með sannanir sem sýna fram á að við getum aukið hæfni okkar á ýmsum sviðum sálargáfna. Með því að læra nýja færni og auka þroska eykst virkni tauga í heil­ anum, við verðum þar af leið­ andi örlítið greindari en áður. Það er leikur einn að styrkja þessa virkni með skemmtilegum leið­ um, hér koma nokkrar hugmynd­ ir fyrir þig, kæri lesandi. Tónlist Lærðu á nýtt hljóðfæri eða dust­ aðu rykið af þeim gömlu og fikr­ aðu þig áfram. Það er aldrei of seint að læra að spila á hljóðfæri. Tónlist hefur jákvæð áhrif á hug­ myndaflugið svo um munar, bætir minni og eykur almenna gleði. Lestur Fáðu vini þína með þér í leshring og reynið að hittast sem allra oft­ ast. Yndislestur er róandi, dreg­ ur úr streitu og örvar listræna tilhneigingu og hugmyndaflug. Lestur getur líka styrkt tilfinn­ ingalega greind og gert þér auð­ veldara fyrir að skilja aðra og setja þig í þeirra spor. Líkamsrækt Regluleg líkamsrækt skilar sér ekki einungis í betra líkamlegu formi heldur styrkir hún einnig andlegu hliðina. Aukið blóðflæði til heila eykur minni, fókus og einbeitingu. Tungumál Það er gaman að geta slegið um sig á nokkrum tungumálum en þau hafa einnig jákvæð áhrif á heilastarfsemina. Þeir sem tala fleiri en tvö tungumál eru sagð­ ir vera sleipari í að finna lausn­ ir á vandamálum sem upp rísa og vera betri stjórnendur. Heilaleikfimi Haltu heilanum við með sértækri hugarleikfimi. Krossgátur, su­ doku, gátur, og spilakvöld eru úr­ valsskemmtun fyrir heilann og alls engin tímaeyðsla ef rétt er að staðið. Bjóddu vinum þínum heim í spilakvöld, það styrkir bæði vinaböndin og heilann. Hugleiðsla Sífellt fleiri eru farnir að hug­ leiða og veit það einungis á gott. Hugleiðsla er aldagömul aðferð sem er til margs nýtileg. Hana er hægt að nota til þess að bæta andann, hvíla, hreinsa hugann og styrkja einbeitingu. Sumir myndu jafnvel lýsa hugleiðslu sem nudd­ tíma fyrir heilann, ekki er það nú slæmt. HUGAÐU AÐ HEILANUM Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my style Nýjar haustvörur streyma inn Heilsuvísir 2 • LÍFIÐ 28. ÁGÚST 2015 2 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 E 5 -7 C 2 4 1 5 E 5 -7 A E 8 1 5 E 5 -7 9 A C 1 5 E 5 -7 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.