Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 42
MENNING
„Þann arf vér bestan fengum“
Stjórnandi: Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
ForSpil: Eiríkur Örn pálsson (trompet) og Guðný Einarsdóttir (orgel)
SEtninG: Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir
tónliSt: Elísabet Waage (harpa) og Gunnar Kvaran (selló)
ÁVArp: Forseti Íslands, herra ólafur ragnar Grímsson
AlMEnnur SÖnGur: Þitt orð er, Guð, vort erfðafé
KJÖri HEiðurSFélAGA lýSt
ÁrnAðAróSKir AF HÁlFu ErlEndrA GEStA: ingeborg Mongstad-Kvammen, frkv.stjóri norska biblíufélagsins, nBS
tónliSt: Schola cantorum
lEStur VAlinnA tExtA úr ýMSuM BiBlÍuþýðinGuM
Arfur kynslóðanna — litið yfir farinn veg. Séra Sigurður pálsson, fv. frkv.stjóri Híb
tónliSt: Karlakór KFUM frumflytur sálm eftir Bjarna Gunnarsson við ljóð Guðlaugs Gunnarssonar samið í tilefni afmælisins
Horft fram á veginn — mótun framtíðar. Þóra Björg Sigurðardóttir, guðfræðinemi
AlMEnnur SÖnGur: Gefðu að móðurmálið mitt
Verið öll hjartanlega velkomin á afmælishátíð Biblíufélagsins 200 ára
Hátíðin verður í Hallgrímskirkju laugardaginn 29. ágúst 2015 kl. 14
Hið íslenska biblíufélag er elsta félag landsins; starfar að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar — íslenskri þjóð til heilla og blessunar
DANS
Reykjavik Dance Festival
Giselle
Halla Ólafsdóttir og John Moström
Milkywhale
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Fyrsta sýning Reykjavik Dance Festival
árið 2015 var óborganleg uppfærsla
Höllu Ólafsdóttur og John Moström á
rómantíska ballettinum Giselle. Verkið
var upphaflega sýnt í Parísaróperunni
1841 og hefur allar götur síðan verið
eitt af vinsælustu verkum vestrænnar
balletthefðar. Undurfögur tónlist,
dramatískur söguþráður um ást og
afbrýði, svik og sættir ásamt hugljúfum
sem og kraftmiklum dansi hefur
hrifið áhorfendur allt til þessa dags.
Uppfærsla Höllu og Johns var reyndar
á allt öðrum nótum en hefðbundið
gæti talist. Þar var engin saga, engar
aðalpersónur, ekkert drama heldur
fyrst og fremst dansarar á hreyfingu.
Flestar þær hreyfingar sem einkenna
ballettinn voru vel sýnilegar og þá
bæði hreyfingar aðaldansaranna,
aukadansaranna, blómanna, trjánna
og alls þess annars sem fylgir góðri
uppsetningu á verkinu. Það mátti því
sjá dansara Íslenska dansflokksins
ásamt fleiri af okkar bestu dönsurum
dansa um ýmist í hlutverki Albrechts,
Giselle, sylphidanna, vindmyllunnar
eða blaða blómsins sem sagði fyrir um
ógæfu Giselle.
Hugmyndin að uppfærslunni er
snilldarleg. Í tíu daga vinnustofu
kynntust dansararnir Giselle með
því meðal annars að dansa verkið í
danceoke. Eftir það var áhorfendum
boðið að sjá og á sýningunni í
Borgarleikhúsinu var uppfærsla
American Ballet Theatre frá 1969,
með Carla Fracci og Erik Bruhn í
aðalhlutverki, sýnd á stórum skjá
fyrir aftan áhorfendur fyrir dansarana
að dansa við. Upprunaleg tónlist
verksins var spiluð nema í nokkrum
undantekningartilfellum. Undirrituð
skemmti sér konunglega þær 90
mínútur sem danceokeið stóð yfir.
Uppá tektarsemi dansaranna og á
sama tíma færni þeirra í að gera
hreyfingarnar sem þeir pikkuðu
upp áhugaverðar vakti kátínu og
tilefni til spennings, hvað dytti
þeim í hug næst. Á mælikvarða
fagurfræði og kóreógrafískrar snilldar
var verkinu ábótavant. Það var of
einsleitt og höfundar nýttu lítið af
þeim tækifærum sem „afbökun“ af
þessu tagi bauð upp á. Það voru þó
kaflar eins og í lokin, þar sem lagið úr
kvikmyndinni Titanic, „My Heart Will
Go On“, var spilað undir dramatískum
endi ballettsins, sem voru frábærir.
Það að taka svona verk eins og
Giselle sem allt dansáhugafólk þekkir
og ýmist elskar eða hatar og snúa
því á hvolf er að mér finnst frábær
hugmynd. Það að sjá hverju tíu daga
vinnustofa með flinkum dönsurum
skilar í vinnu með verkið er líka mjög
áhugavert, en vekur um leið löngun til
að sjá allt það efni sem orðið hefur til
á vinnustofunni unnið áfram, dýpkað
og skerpt.
Eftir að hafa boðið upp á öfugsnúið
ballettverk í Borgarleikhúsinu bauð
RDF upp á kóreógraferaða tónleika
í Tjarnarbíói. Þar var á ferðinni
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
danshöfundur og hér með einnig
titluð söngvari með tónlist eftir Árna
Rúnar Hlöðversson, texta eftir Auði
Övu Ólafsdóttur og í umhverfi hljóðs-,
ljósa- og sviðsmyndar hönnuðu af
Magnúsi Leifssyni, Jóhanni Friðriki
Ágústssyni, Kristni Gauta Einarssyni
og Halldóri Halldórssyni. Það var allt
annar blær yfir Milkywhale en yfir
Giselle. Hér var á ferðinni raftónlist
og tæknivæddir ljósaeffektar, hvít
birta og kúl kona, allt eitthvað sem
tengist nútímanum. Tónlistin var
taktföst danstónlist, undurfallega
sungin og undirstrikuð með einfaldri
en stílhreinni sviðsframkomu. Mel-
korka var ein á sviðinu allan tímann
en dansaði sinn dans við fjóra míkró-
fónana og þrjú tónlistartól. Út frá
tónlistarlegu sjónarhorni voru
textarnir einfaldir, tónlistin gríp-
andi, hljóðmyndin skemmtileg og
söng urinn fallegur. Danslega séð
voru hreyfingarnar skýrar, notkun á
rýminu góð og samspil flytjandans við
míkrófónana og tónlistarapparötin
áhuga vert. Sesselja G. Magnúsdóttir
NIÐURSTAÐA
Giselle Fjögurra stjörnu hugmynd og
útfærsla á henni en ekki nema þriggja
stjörnu dansverk en fjórar stjörnur
engu að síður.
Milkywhale Vel gert tónleikadans-
verk og fjórar stjörnur fyrir vikið.
Ekki er allt sem sýnist
MilkywhaleGiselle
★★★★ ★★★★ 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 5 F Ö S T U D A G U R
2
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
E
5
-4
0
E
4
1
5
E
5
-3
F
A
8
1
5
E
5
-3
E
6
C
1
5
E
5
-3
D
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K