Fréttablaðið - 28.08.2015, Qupperneq 52
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
#BYLGJANBYLGJAN989
ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI
OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR
REYKJAVÍK
SÍÐDEGIS
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA
Spáin gildir fyrir september
Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKlingStjörnuspá Siggu Kling
19. febrúar–20. mars
Fiskarnir
20. janúar–18. febrúar
Vatnsberinn
21. mars–19. apríl
Hrúturinn
20. apríl–20. maí
Nautið
21. maí–20. júní
Tvíburi
21. júní–22. júlí
Krabbinn
23. júlí–22. ágúst
Ljónið
23. ágúst–22. september
Meyjan
23. september–22. október
Vogin
23. október–21. nóvember
Sporðdrekinn
22. nóvember–21. desember
Bogmaðurinn
22. desember–19. janúar
Steingeitin
Engar björgunaraðgerðir
Elsku kjarnorku Bogmaðurinn minn. Þú átt
það til að vera of tilfinningamikill og hafa svo
miklar áhyggjur. Líða aldrei eins og þú sért að
gera hlutina nógu vel. Lífið er að gefa þér annað
tækifæri og ef þú spáir í það þá getur þú kveikt
á hundrað kertum með einu kerti. Í ástinni ættir
þú að varast að standa í björgunaraðgerðum á
persónum sem hæfa þér ekki. Þú þarft að eiga
maka sem þú lítur upp til og ert stoltur af. Ef þú
ert þreyttur þá ertu að borða vitlaust og þarft
að taka þig í gegn því næstu sex mánuðir munu
breyta lífi þínu og senda þér áskoranir sem þú
þarft að standast.
Mistökin gera mig að sterkri manneskju.
Sýndu þínar bestu hliðar
Elsku stórfenglegi Fiskur. Þú ert að fara inn í
tímabil þar sem þú þarft að gera hluti sem láta
þig hrökkva við. Segðu já, sérstaklega ef þú ert
hræddur. Það sem á að gerast finnur sér leið.
Allir fá sinn skammt af erfiðleikum en mundu
að það eru ekki erfiðleikarnir sem drepa þig
heldur hvernig þú tekst á við þá. Berðu þig vel
út mánuðinn því það er verið að fylgjast með
þér og þú vilt sýna þínar bestu hliðar. Þú þarft að
átta þig á að vorkunn er ekki vinátta og þú þarft
ekki alltaf að redda öllu fyrir alla. Mundu að það
sem þú trúir á af öllu hjarta verður raunveru-
leikinn þinn.
Grasið er stundum grænna annars staðar.
Fáðu svörin
Elsku aflmikli Hrúturinn minn. Lífið er í raun auð-
velt en það erum við sjálf sem flækjum það.
Þú skalt hafa hærra en sá sem er að röfla í þér
því það sem skiptir öllu máli eru tímasetningar í
kringum þig. Þú ert að bíða eftir svörum en ekki
bíða lengur heldur stattu upp og fáðu svörin.
Þið Hrútarnir eruð miklir elskhugar og ástríðan
verður að fylla hvern krók og kima annars þarf
bara að sleppa henni. Þú framkvæmir eitthvað
sem gerir stöðu þína sterkari og verður hálf
montinn og getur litið á þig sem fyrirmynd. Það
eru margir skotnir í þér en þeir eru bara svolítið
hræddir við að sýna það.
Ég ætla að lifa af fullum krafti.
Hugurinn kemur þér hálfa leið
Elsku hressi Krabbinn minn. Það er svo mikill
kraftur í kortinu þínu að þú verður að nýta
þér hann. Ekki setjast niður og hvíla þig því þá
stoppar allt. Haltu áfram og stattu við það sem
þú ert búinn að ákveða. Það eru margir að ýta á
eftir þér því það er svo mikið af fólki sem elskar
þig og þú ert sólin þeirra. Borðaðu sjálfstraust í
morgunmat og trúðu því að þú getir og þá ertu
kominn hálfa leið. Þú ert fullur af ástríðu en þér
gæti líka dottið í hug að hanga í sambandi sem
er ekkert að gefa þér. Annaðhvort breyttu því og
hættu í sambandinu eða lagaðu það.
Ég elska að hanga með mér og ég trúi á það sem
ég er að fara að gera.
Nýttu tengslanetið
Elsku ómetanlega Ljónið mitt. Þú ert í fallegu
lífi, opnaðu augun bara aðeins betur. Sjáðu það
góða í kringum þig og þakkaðu fyrir það. Það er
ekki búin að vera nein lognmolla í kringum þig
og það skiptir öllu máli að nýta tengslanetið og
efla sjálfan sig. Það er verið að senda þér hjálp
og hún mun birtast í því að fólk mun koma inn
í líf þitt og sýna þér hvað þú getur gert og gefa
þér það sem þú þarft. Í mestu erfiðleikum okkar
fáum við þörf til þess að sjá ljósið. Líttu upp í
ljós með Palla er lagið þitt fyrir næsta mánuð.
Ný tækifæri eru í kortinu þínu sem munu efla
afkomu þína og vinsældir.
Ég er mátturinn og dýrðin.
Kraftur og dugnaður
Elsku góðhjartaða Meyja. Haustið er þinn tími.
Þú skalt nýta þér það að þú ert farin að sjá
hvernig þú kemur þér út úr þeim erfiðleikum
sem þú hefur áhyggjur af. Það er alveg ótrú-
legur kraftur og dugnaður yfir þér fram í miðjan
nóvember. Þegar þú bítur eitthvað í þig þá færðu
það sem þarf til að klára málið. Mundu bara að
standa með þér. Þú ert búin að vera að draga á
eftir þér fullan poka af gömlum erfiðleikum en í
guðanna bænum troddu þrjóskunni þinni í poka
og sýndu alla þá auðmýkt sem þú átt til. Það er
lykillinn að sigrinum. Í ástinni má taka áhættu.
Það er bara svoleiðis.
Nú er magnað upphaf og ég tek skrefið.
Haustið gefur kraft
Elsku hjartans Nautið mitt. Ekki deyja áður en þú
lifir. Þetta ættu að vera einkunnarorðin þín af því
að þú gætir allt eins farið hálf dautt í gegnum lífið
ef þú sprengir ekki þægindarammann utan af þér.
Nú er tími til að endurskoða árið, koma sér
upp úr vananum og segja já við hinu óvænta.
Núna eru að ganga í garð mánuðir þar sem þú
finnur betur út hvað þú vilt og hvar þú vilt vera.
Haustið gefur þér mikinn kraft og þá finnur þú
þær leiðir sem gefa þér kraft. Þið Naut sem eruð
á lausu, hafið ekki áhyggjur því plánetan ykkar
Venus veit hvað er rétt og það er ekki endilega
það sem þú heldur.
Ég er tilbúið í skemmtilegt líf.
Þú sérð skýrar
Elsku Sporðdreki. Það má líkja þér við fuglinn
Fönix. Það er sama í hvaða erfiðleikum þú
lendir þú finnur alltaf leið út. Þó þér finnist þú
búinn að vera aleinn í lífsins amstri þá er það
einmitt það sem gerir þig miklu sterkari. Þú ert
að koma svo sterkur til leiks og ert að hrista af
þér mennsk sníkjudýr sem hafa verið að lifa á
orkunni þinni eða góðsemi í töluverðan tíma. Þó
þú eigir eftir að gráta aðeins þá sérðu skýrar eftir
það því tárin hreinsa rykið úr augum þínum. Það
er mikilvægt að taka enga ákvörðun þegar þú
ert reiður. Frami þinn á þessu ári byggist á næstu
skrefum, þeim sem þú tekur í september!
Ég get, ég ætla, ég skal.
Kærleiksrík og gefandi
Elsku karaktermikla Steingeit. Það þarf að vera
myrkur til þess að stjörnurnar sjáist. Það er svo
margt sjaldgæft í lífinu, til dæmis ástin. Þegar
hún verður á vegi þínum áttu að grípa hana!
Þú ert kærleiksrík og gefandi, það munu allir
heillast af þér eins og þú ert. Það er eitthvað
verið að draga þig á asnaeyrunum og mundu
að það illa hefur stundum ásjónu engils. Elsku
hjartans skemmtilega Steingeit, það er að koma
stórkostlegt happ inn í líf þitt en það sveima
áhyggjur í kringum þig áður en það gerist.
Mundu að það er bara stormurinn á undan
gleðinni.
Þar sem viljinn er fyrir hendi er vegurinn það líka!
Rétti tíminn er núna
Elsku skemmtilegi Tvíburinn minn. Ég ætla að
harðbanna þér að hafa áhyggjur af framtíðinni
því það eru slíkar hugsanir sem senda þér kvíða
og stoppa þig. Vertu opinn fyrir óvæntum upp-
ákomum og ef einhver býður þér til tunglsins
skaltu ekki spá í á hvaða farrými þú situr heldur
skelltu þér. Það mun byggjast upp sterkt sam-
band hjá þér og þú finnur hamingjutilfinninguna
góðu. Hentu þér í það sem þú þarft að gera og
þá ertu meira en hálfnaður. Ekki bíða eftir rétta
tímanum því rétti tíminn fyrir þig er núna!
Þú verður að vera viss í ástinni því þá verður
ástin líka viss um þig.
Um leið og hugsanir mínar breytast breytist lífið.
Þolinmæði er orðið
Elsku fallegi Vatnsberi. Mundu að þeir sem
haga sér of vel skrifa yfirleitt ekki mannkyns-
söguna! Árangur þinn felst ekki í því að hafa
allt fullkomið heldur í því að hafa gaman af
því sem þú gerir. Þú munt fá allt sem þú vilt,
bara ekki allt á sama tíma. Þolinmæði er orðið
sem þú þarft að skrifa á spegilinn og skoða á
hverjum degi. Ástin er sterk í kortinu þínu en
ef hún er ekki nógu góð og mikil fáðu þér þá
súkkulaði og staldraðu við. Þessi tími sem þú
ert að fara inn í er eins og spennandi fótbolta-
leikur og mundu að leiknum lýkur ekki fyrr en
dómarinn flautar.
Allt sem ég þarf er ást og ég er búinn til úr ást.
Hafðu trú á þér
Elsku kjarkmikla Vog. Það er ekki hægt að segja
að allt hafi farið nákvæmlega eins og þú ætlaðir
þér. Þú ert búin að vera svolítið hissa á lífinu
og þú þarft að vita það að þetta átti að gerast
nákvæmlega svona. Sýndu því fólki sem fer í
pirrurnar á þér sérstaka þolinmæði. Andaðu
djúpt og byrjaðu þetta haust með krafti. Lang-
tímasamband er það sem hentar þér, elsku
Vogin mín. Stress, streita og sífelldar skiptingar í
ástamálum passa þér alls ekki. Það er ekki tíma-
bært að gefa neinum rauða spjaldið. Þú munt
ekki missa trúna á sjálfa þig, það er aðalatriðið.
Ég er búin að fara í gegnum það versta til að
fanga það besta.
2 8 . á G ú s t 2 0 1 5 F Ö s t U D A G U R36 l í F i ð ∙ F R É t t A B l A ð i ð
2
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
E
5
-5
E
8
4
1
5
E
5
-5
D
4
8
1
5
E
5
-5
C
0
C
1
5
E
5
-5
A
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K