Fréttablaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 42
Flott úrval af æfingafatnaði fyrir börn og fullorðna á frábæru verði! RÆKTIN Í HAUST Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og /e ða m yn da br en gl . PROTOUCH GILL FUNKTION Hálfrennd peysa úr Dry Plus efni. Litur: Bleik. Dömustærðir. PROTOUCH PILOLA TEE Stuttermabolur úr Dry Plus efni. Litur: Svartur. Barnastærðir. PROTOUCH GUS FUNKTION Hálfrennd peysa úr Dry Plus efni. Litir: Rauð, svört. Herrastærðir. 3.990 4.990 4.990 PROTOUCH ELIPS JR Hálfrennd peysa. úr Dry Plus efni. Litir: Blá, rauð. Barnastærðir. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 17. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. 4.490 PUMA PIONER 25 L bakpoki með fartölvuhólfi, endur- skinsborða og stillanlegum ólum. Litir: Svartur, blár og bleikur. Frábært verð! 3.990 KÖRFUBOLTI „Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum inn í þennan leik. Við eyddum svo mikilli orku í tapinu gegn Þýskalandi sem var gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Arnór Stefáns- son eftir naumt tap á móti Ítölum á EM í gær. Ítalir unnu leikinn 71-64 en aðeins þremur mínútum fyrir leiks- lok var staðan 62-59 fyrir Ísland. Daginn eftir að íslenska liðið kom mörgum á óvart með því að vera nálægt því að stela sigri af heima- mönnum í Þýskalandi þá var liðið í leik allan tímann á móti Ítölum í gær. „Við þurftum að rífa okkur upp aftur og við gerðum það í dag. Það voru fleiri sem stigu upp í dag. Flestir fyrir utan mig spiluðu bara rosa- lega vel,“ sagði Jón Arnór harður við sjálfan sig en Ítalirnir lögðu ofurkapp á að stoppa hann í leiknum. „Ég átti eiginlega ekki möguleika í dag. Liðið var hins vegar gott og við áttum aftur möguleika á að vinna leikinn í dag en við náðum því bara því miður ekki,“ sagði Jón Arnór. Þetta er allt nýtt fyrir okkur Íslenska liðið hefur átti möguleika á sigri í tveimur leikjum í röð en strák- arnir hafa verið örlítið úrræðalausir á móti hávöxnum og einbeittum vörnum mótherjanna á lokamín- útum beggja leikja. „Okkur vantar eitthvað smá í við- bót til þess að klára þessa leiki, sem er bara mjög eðlilegt. Þetta er allt nýtt fyrir okkur og við erum að spila á móti sterkum þjóðum sem hafa gert þetta allt áður. Það var því smá ringulreið í lokin því við fengum opin skot sem við nýttum ekki. Við hefðum líka getað fengið einhverja dóma í lokin fannst mér en við erum bara ógeðslega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Jón Arnór. Jón Arnór hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum í leiknum og viður- kenndi að hafa verið með þreyttar lappir í leiknum í gær. „Ég komst í gegnum þetta á lífi og það er jákvætt. Ég reyndi mitt besta eins og alltaf en strákarnir eiga mikið skilið því mér fannst þeir draga vagninn allan leikinn,“ sagði Jón Arnór. Erum komnir til að stríða öðrum Íslenska liðið hefur stimplað sig vel inn í sitt fyrsta Evrópumót þótt að báðir leikirnir hafi tapast. „Við erum mættir á þetta mót til að stríða þessum þjóðum og koma öllum á óvart. Við erum heldur betur að gera það. Það má taka það jákvætt frá þessum leik þó að maður sé drullu svekktur að hafa tapað,“ sagði Jón Arnór. Íslenska liðið var nálægt sigri á gólfinu en Ísland burstaði hins vegar baráttuna um stúkuna. „Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komn- ir hingað til að styðja okkur. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," segir Jón sem sagði að íslenska hjartað hefði slegið ört við að horfa upp á fagurbláa stúkuna öskra öll sem ein: „Áfram Ísland.“ „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Þetta er rosalega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jón Arnór að lokum. Áttum möguleika að vinna báða leikina Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópu­ mótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Litla liðið á mótinu er með risastórt hjarta og var nálægt sigri gegn bæði Þýskalandi og Ítalíu. Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Frá Berlín Strákarnir börðust fyrir lífi sínu gegn Þýskalandi og Ítalíu en töpuðu naumlega báðum leikjunum í Berlín. Fréttablaðið/Valli 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 M Á N U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 9 -2 0 1 5 2 3 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 F E -2 E 9 C 1 5 F E -2 D 6 0 1 5 F E -2 C 2 4 1 5 F E -2 A E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.