Fréttablaðið - 07.09.2015, Side 49

Fréttablaðið - 07.09.2015, Side 49
sparnaði. Málflytjandi er Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copen- hagen Business School. Hvað?  Opinn fundur: Ógnir við tjáningar- frelsi í fjölmiðlum og á internetinu Hvenær?  12.15 Hvar?  Fundarsal Þjóðminjasafnsins Alþjóðastofnun Háskóla Íslands í sam- starfi við utanríkisráðuneytið og fjöl- miðlanefnd stendur fyrir opnum fundi. Dunja Mijatovic, fulltrúi fyrir ÖSE, flytur erindi þar sem hún mun meðal annars ræða um hvernig áróðri er markvisst beitt í milliríkjaátökum og segir einnig frá því hvernig öryggi bloggara og blaða- manna er víða ógnað, og þá ekki hvað síst ef horft er til kvenna í fjölmiðlum. Fundarstjóri er Sigríður Hagalín Björns- dóttir, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Fundurinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Uppákomur Hvað? Fjölskyldumorgnar Hvenær? 11.00 Hvar? í Menningarhúsinu Sólheimum, Sól- heimum 27. Fjölskyldumorgnar hefjast í dag og verða framvegis alla mánudaga í vetur. Eru fjöl- skyldumorgnarnir ætlaðir foreldrum með börn á aldrinum núll til sex ára og verður allt fullt af tuskudýrum og bókum fyrir börnin, á meðan foreldrar geta fengið sér kaffibolla. Allir hjartanlega velkomnir. Hvað? Kynning á háskólanámi erlendis Hvenær?  17.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgata 54  Fulltrúar frá fjölda erlendra háskóla ásamt sérfræðingi frá Kilroy í námi erlendis. Hægt að skrá sig á vefsíðu Kilroy en þátttaka er ókeypis. 15 háskólar frá fjórum löndum taka þátt í kynningunni. Hvað? Come talk funny – English open mic night Hvenær? 21.00 Hvar? Gaukurinn, Tryggvagata 22 Fyrirlestrar Hvað? Death and Rebirth from a Practical Point of View Hvenær? 11.40 Hvar? Stofa 229, Aðalbygging Háskóla Íslands Michaela Fritzges flytur fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar. Fritzges hefur rann- sakað búddisma frá árinu 1984 og kennt Diamond Way búddisma um allan heim síðan 1994. Auk þess starfar hún sem geðlæknir og ráðgjafi. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Lena Andersson / Andri Snær Magnason / Maziar Bahari / Bergsveinn Birgisson / Hassan Blasim / Teju Cole / Dave Eggers / Emil Hjörvar Petersen / Halldóra Thoroddsen / Jón Gnarr / Katja Kettu / Kristín Ómarsdóttir / Pierre Lemaitre / Lilja Sigurðardóttir David Mitchell / Nanna Rögnvaldardóttir / David Nicholls / Oddný Eir Ævarsdóttir / Ófeigur Sigurðsson / Óskar Árni Óskarsson Stine Pilgaard / Kim Stanley Robinson / Ana María Shua / Steinunn Sigurðardóttir / Timur Vermes / Vilborg Dagbjartsdóttir Vilborg Davíðsdóttir / Danny Wattin / Yrsa Sigurðardóttir / Þórdís Gísladóttir / Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir kynntu þér dagskrána á www.bokmenntahatid.is Bókmenntahátíð '15 veisla fyrir lesendur í iðnó og norræna húsinu 9. – 12. september h ö n n u n : r a g n a r h e l g i ó l a f s s o n Botn 4 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 50 g smjör 1½ dl mjólk Fylling 500 gr nautahakk 1 laukur 2 hvítlauksrif 3 msk. tómatpuré 2 msk. chillisósa 1 msk. sojasósa 2 tsk. chilipipar (krydd) 2 tsk. cummin 2 tsk. kóríander (krydd) 2 tsk. karrí 1-2 tsk. salt 2 dl vatn Ofanlag 3 tómatar 2 dl sýrður rjómi 4 msk. majónes 150 g rifinn ostur Hitið ofninn í 200°. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál. Látið smjörið ná stofuhita, skerið það í bita og blandið því við þurrefnin. Bætið mjólkinni saman við og hrærið öllu saman í deig. Þrýstið deiginu í bökuform eða smelluform. Það þarf ekki að forbaka botninn. Hakkið lauk og steikið ásamt nautahakki og fínt hökkuðum hvítlauk. Steikið þar til nauta- hakkið er ekki lengur rautt. Bætið tómatpuré, chilisósu og sojasósu á pönnuna ásamt kryddinu og vatni. Látið sjóða við vægan hita þar til vatnið er næstum horf- ið, u.þ.b. 10-15 mínútur. Smakkið til og kryddið meira ef þarf. Setjið nautahakkið yfir botninn. Skerið tómatana í bita og dreifið yfir nautahakkið. Hrærið saman sýrðum rjóma, majónesi og rifnum osti og breiðið yfir tómatana. Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og fengið fallegan lit. Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma, salsa eða guacamole. Uppskrift tekin af ljúfmeti.is. Ómótstæðileg tacobaka M E N N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25M Á N U D A G U R 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 0 6 -0 9 -2 0 1 5 2 3 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 F E -6 4 E C 1 5 F E -6 3 B 0 1 5 F E -6 2 7 4 1 5 F E -6 1 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.