Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 2
RANNSÓKNIR  Aldrei hefur veður verið eins óhagstætt vísindamönn- um við hvalatalningar frá því að þær hófust árið 1987. Þess vegna er þegar fyrirséð að ekki næst mark- tæk talning á hrefnu við landið og mælst er til þess að framhalds- rannsókn verði gerð.    Víðtækum hvalatalningum á vegum Hafrannsóknastofnun- ar er nýlokið, en þær fóru fram í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf og var skipu- lagning þeirra á vettvangi Norður- Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Talningar sem þess- ar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007. Þær hafa sýnt talsverðar breytingar í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðast- liðin 20 ár. Gísli A. Víkingsson, hvalasér- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, segir að niðurstöðu taln- inganna sé ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði; gögnin séu að koma í hús og úrvinnsla þeirra að hefjast. Gísli segir að í síðustu taln- ingu, árið 2007, hafi komið fram að hrefnu hafði fækkað mjög á land- grunninu við Ísland, úr um 40.000 dýrum í 20.000 dýr. Þó sé land- grunnið við Ísland aðeins lítill hluti af stofnsvæði hrefnunnar og fjöldi þeirra hér við land segi aðeins hluta sögunnar. Ástæður þessarar fækkunar við Ísland í talningunni 2007 telja sér- fræðingar Hafrannsóknastofnunar tengjast hinum miklu breytingum í hafinu með þeirri miklu hlýnun sem orðið hefur frá því fyrir alda- mót. „Hlýnunin hefur haft áhrif á mikilvægar fæðutegundir hrefnu, einkum sandsíli og loðnu. Sandsílið hrundi um 2005 eins og afleiðingar á sjófuglastofna bera með sér. Sand- sílið var ein aðalfæðutegund hrefnu fyrir sunnan og vestan land – og var um 80% af fæðu hrefnunnar árið 2003 en var aðeins lítill hluti ætis hennar fjórum árum síðar,“ segir Gísli og bætir við að þess vegna hafi hrefnan fært sig yfir í að éta þorskfiska og síld. Hitt er að hún gæti hafa elt loðnu til Grænlands en það hefur það ekki verið staðfest með talningum. Hins vegar hefur hnúfubak og langreyði fjölgað. „Við erum því mjög spennt fyrir að sjá niðurstöður talninganna. Hins vegar var veður afar óhagstætt í talningunum núna – sérstaklega á landgrunninu þar sem flugtalningin fór fram. Við náðum ekkert að telja fyrir Norður- og Austurlandi og því þegar ljóst að við munum ekki fá raunhæft mat á hrefnustofninum fyrir allt landgrunnið. Það er mjög miður og við náðum aðeins að telja á 38% af því svæði sem við ætluð- um að skoða,“ segir Gísli en nefnir að lagt verði til að gerð verði loft- talning aftur sem fyrst. Það sé hins vegar háð því að fjárveiting fáist í það verkefni hvort af verður. Gísli segir ljóst að hvalveiðar Íslendinga hafi engin áhrif á stofn- stærð þeirra hvala sem veiddir eru; hrefnu og langreyði. Hrefnuveiðar hafi í fyrra t.d. aðeins verið lítill hluti þess kvóta sem gefinn var út. svavar@frettabladid.is Vont veður skemmdi fyrir hvalatalningu Þegar liggur fyrir að raunhæft mat á hrefnustofninum á landgrunni Íslands náðist ekki í víðtækri hvalatalningu sem nýlega lauk. Veður var mjög óhagstætt og talning fórst því fyrir á stórum svæðum. Úrvinnsla gagna er að hefjast. Á VEIÐUM Veiðar á hrefnu eru svo litlar við Ísland að þær hafa engin áhrif á stofn- stærð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við náðum ekkert að telja fyrir Norður- og Austurlandi og því er þegar ljóst að við munum ekki fá raun- hæft mat á hrefnustofnin- um fyrir allt landgrunnið. Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur á Haf- rannsóknastofnun Að mestu hæg austlæg átt í dag og víða bjart fyrir norðan, en rigning um sunnanvert landið með austan strekkingi við suðurströndina. Þykknar upp norðvestan til í kvöld með smávegis rigningu. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi. VEÐUR SJÁ SÍÐU 18 TAÍLAND Mikil sprenging varð í Bangkok um kvöldmatarleytið í gær, að staðartíma, en þá var klukkan að nálgast hádegi hér á landi. Sprengju hafði verið komið fyrir undir bekk við Erawan-hofið, sem er vinsæll viðkomustað- ur hjá ferðamönnum. Um tuttugu manns létu lífið og meira en 80 urðu fyrir misalvarlegum meiðslum. Margir hinna látnu eru sagðir vera útlendingar. Prawit Wongsuwan forsætisráðherra sagði augljóst að þetta voðaverk hefði verið framið til þess að koma höggi á ferðaþjónustu landsins og þar með efnahag Taílands. Í framhaldinu var ákveðið að herða mjög öryggisgæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Sprengjuárásir eru afar sjaldgæfar í Bang- kok, þrátt fyrir að oft hafi þar komið til harðvít- ugra óeirða í tengslum við pólitísk innanlands- átök undanfarin ár. Serawan-hofið er hindúahof, tileinkað guð- inum Brahma. Kínverskir ferðamenn hafa sér- staklega verið áhugasamir um að heimsækja þetta hof þegar þeir koma til borgarinnar. - gb Um 20 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust í sprengingu í hofi hindúa í Taílandi: Margir útlendingar meðal hinna látnu EYÐILEGGING Nokkur vélhjól liggja skemmd á götunni eftir sprenginguna við Erawan-hofið í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SAMFÉLAG „Ég er búinn að vera að vinna í því að fá gögn vegna sím- hlerana hjá Pálma Haraldssyni og Embætti sérstaks saksóknara hefur barist gegn því. Nú hefur ríkissaksóknari þó lagt fyrir sér- stakan saksóknara að láta mig fá gögnin,“ segir Sigurður G. Guð- jónsson, lögmaður Pálma Har- aldssonar athafnamanns, en sími Pálma var hleraður frá og með 11. maí til loka maí 2010 eftir að slitastjórn Glitnis stefndi Pálma ásamt sex öðrum stjórnendum bankans fyrir að hafa brotið gegn lögum í viðskiptum bankans. Sigurður krafðist þess að fá afhent gögn í tengslum við sím- hlerunina frá sérstökum saksókn- ara árið 2012 sem neitaði að afhenda þau. N ú h e f u r Embætti rík- issaksóknara snúið við þeirri ákvörðun sér- staks saksókn- ara, en embættið hefur frá árinu 2012 haft eftirlit með símhlustun- um sérstaks saksóknara. „Átján mánuðum eftir að hætt var að hlera síma Pálma fékk hann upplýsingar um það. Það á að láta vita eins fljótt og hægt er svo framarlega sem rannsóknar- hagsmunir eru ekki í húfi,“ segir Sigurður og bætir við að engir hagsmunir hafi verið í húfi allan þennan tíma. Sigurður segir að nú bíði hann eftir því að fá gögnin afhent til þess að kanna á hvaða forsend- um héraðsdómari hafi kveðið upp úrskurð sem heimilaði símhleranir. „Til þess að hlera síma þarf að vera um að ræða brot sem varðað getur átta ára fangelsi. Þegar hleranirn- ar hófust lá ekki fyrir neitt um það að Pálmi hefði gerst brotlegur um eitthvað sem varðar átta ára fang- elsi,“ segir Sigurður sem bætir við að símhlerun sé gríðarlegt inngrip í friðhelgi einkalífs einstaklings og að engin skilyrði heimildarákvæði- sins hafi verið til staðar. - ngy Ríkissaksóknari snéri við ákvörðun sérstaks saksóknara um afhendingu gagna: Fá gögn vegna símhlerunar afhent SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON BANGLADESS Þrettán menn hafa verið ákærðir í Bangladess fyrir hrotta- legt morð á Samiul Alam Rajon, þrettán ára gömlum dreng. Drengurinn var barinn til bana eftir að hafa verið sakaður um að hafa stolið hjóli þann 8. júlí síðastliðinn. Hann var bundinn við staur á meðan mennirnir börðu hann. Mikil reiði braust út eftir að myndskeið sem sýnir menn ganga í skrokk á drengnum var birt á netinu. Í mynd- bandinu má heyra drenginn grátbiðja mennina um að þyrma lífi sínu. Við rétt ar mein a rann sókn fund ust 64 áverk ar á lík ama hans. - ngy Unglingsdrengur var myrtur á hrottalegan hátt: Þrettán ákærðir fyrir morðið MÓTMÆLI Myndbandið rataði víða en þar sjást árásarmennirnir hæðast að drengnum, binda hann við staur og berja hann með stöng. NORDICPHOTOS/GETTY SLYS Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hefur verið útskrif- aður af gjörgæsludeild Land- spítalans. Hann liggur nú á lýta- lækningadeild spítalans en hann hlaut alvarleg brunasár á öðrum handlegg og báðum fótleggjum. RÚV greinir frá og vísar í upp- lýsingar af Landspítalanum. Arngrímur lenti sem kunnugt er í flugslysi á Tröllaskaga í síðustu viku þegar lítil flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Akur- eyri. Félagi Arngríms í fluginu, Arthur Grant Wagstaff frá Kan- ada, lést. - ktd Lenti í flugslysi á Tröllaskaga: Útskrifaður af gjörgæslu BANDARÍKIN  Jarðskjálfti, 4,1 að styrkleika, vakti íbúa San Franc- isco í gærmorgun. Skjálftinn varð rétt fyrir klukk- an sjö í gærmorgun að staðartíma og var miðja hans skammt frá Berkley og Oakland. Upptök hans voru á um fimm kílómetra dýpi. Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu en Kaliforníuríki liggur á skilum Kyrrahafs- og Norður-Ameríku- flekans. Árið 1906 varð til að mynda stór skjálfti sem nánast eyddi San Francisco. Engar fregn- ir hafa borist af tjóni eða meiðslum í kjölfar skjálftans. - jóe Óvíst um tjón eða meiðsl: Jarðskjálfti í San Francisco H E I L S U R Ú M Útsalan í fullum gangi! FARIN PLUSH Queen Size rú m (153x203 c m) FULLT VERÐ 2 78.710 kr. ÚTSÖLUVERÐ 139.355 kr. = 50% AFSLÁ TTUR! AFSLÁTTUR 50% 18. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 1 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C C -0 1 B 4 1 5 C C -0 0 7 8 1 5 C B -F F 3 C 1 5 C B -F E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 1 B F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.