Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 8
Aðalfundur Klakka ehf.
26. ágúst 2015
Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn miðvikudaginn 26. ágúst 2015
að Ármúla 1, 3. hæð, 108 Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 9:00.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2014.
2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2014 ásamt skýrslu endurskoðenda
lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu arðs og
ráðstöfun hagnaðar ársins.
3. Tillaga um lækkun hlutafjár félagsins um kr. 303.327.655 til jöfnunar
á uppsöfnuðu tapi.
4. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins:
a. Stjórn félagsins leggur til að fjárhæð í a-lið 1. mgr. 13. gr.
verði breytt til samræmis við núverandi hámarksfjárhæð
breytanlegra lána samkvæmt nauðasamningi félagsins frá
árinu 2010. Jafnframt verði hækkuð samsvarandi heimild
stjórnar í 2. mgr. 13. gr. til útgáfu nýrra hluta í tengslum við
umbreytingu slíkra breytanlegra lána í hlutafé.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
8. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Klakka ehf.
9. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í
hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Framboð til stjórnar félagsins skal berast skriflega til stjórnar eigi síðar
en fimm dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl. 8:30 á fundarstað.
Reykjavík, 18. ágúst 2015.
Stjórn Klakka ehf.
Klakki ehf.
Ármúli 1
108 Reykjavík
Sími 550 8600
www.klakki.is
KÍNA Tala látinna eftir sprenging-
arnar í Tianjin á miðvikudag var í
gær komin upp í 114. Sjötíu manns
að auki var enn saknað og nærri 60
manns liggja alvarlega slasaðir á
sjúkrahúsum.
Um það bil 17 þúsund íbúð-
ir eyðilögðust í sprengingunum,
með þeim afleiðingum að sex þús-
und manns hið minnsta hafa misst
heimili sitt.
Hópar fólks hafa komið saman í
miðborginni til að krefjast skaða-
bóta. Fólkið vísar til þess að eld-
fim og stórhættuleg efni hafi verið
geymd við höfnina með ólöglegum
hætti, bæði í allt of miklu magni
og allt of nálægt íbúðarhúsum.
Stjórnvöld hafa staðfest að 700
tonn af natríumblásýrusalti hafi
verið geymd á hafnarsvæðinu, þar
sem sprengingarnar urðu. Þetta er
miklu meira magn en heimilt var
að geyma þarna.
Efnið er baneitrað og gefur frá
sér blásýru ef það brennur eða
leysist upp í vatni.
Efnið hefur greinst í hættulegu
magni í afrennslisvatni. Mæling-
arnar vekja ótta, en borgaryfirvöld
sögðust í gær ætla að safna saman
og eyða strax fyrir kvöldið öllu
natríumblásýrusalti sem fyndist á
svæðinu í allt að þriggja kílómetra
fjarlægð frá sprengistaðnum.
Borgaryfirvöld hafa verið
harðlega gagnrýnd fyrir að hafa
heimilað geymslu á þetta miklu
magni af baneitruðu efni í næsta
nágrenni við íbúðahverfi.
Aldrei þessu vant hafa stjórn-
völd leyft gagnrýnisröddum að
heyrast opinberlega. Að minnsta
kosti upp að vissu marki.
Tianjin er fimmtán milljóna
manna stórborg og hafnarsvæð-
ið þar hefur mikið vægi í efna-
hagslífi landsins. Þangað koma
til dæmis um 40 prósent af öllum
þeim bifreiðum, sem fluttar eru
inn til Kína.
gudsteinn@frettabladid.is
Þúsundir íbúa hafa
misst heimili sín
Eldar loga enn á hafnarsvæðinu í Tianjin, þar sem gríðarlegar sprengingar urðu
meira en 100 manns að bana í síðustu viku. Íbúar efndu til mótmæla og krefjast
skaðabóta. Natríumblásýrusalt hefur fundist í afrennslisvatni í borginni.
NÁÐU Í EIGUR SÍNAR Íbúar á hættusvæði í Tianjin hafa fengið að fara í fylgd með
hermönnum heim til sín til að ná í eigur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
HOLA Gríðarmikil hola myndaðist þar sem sprengingarnar urðu í vörugeymslu á
hafnarsvæðinu í Tianjin á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Natríumblásýrusalt er eitrað duft, hvítt á lit og leysist upp í vatni.
Mönnum er bráður bani búinn ef þeir anda þessu dufti að sér eða láta
það ofan í sig. Ef það brennur eða leysist upp í vatni breytist það í blásýru.
Það er notað í iðnaði og við námuvinnslu.
➜ Natríumblásýrusalt
SJÁVARÚTVEGUR Íslenski sjávar-
klasinn kynnti hugmyndir sínar
um fullvinnslu sjávarafurða á
fundi á Grænlandi nýlega. Á
fundinum var rætt um hvernig
mætti efla samstarf milli Græn-
lands og Íslands í sjávarútvegi.
„Það er áhugi fyrir því að
stofna fyrirtæki um fullvinnslu
eins og þurrkun, niðursuðu,
vöruhönnun og fleira,“ segir Þór
Sigfússon, framkvæmdastjóri
Íslenska sjávarklasans.
„Við viljum sjá grænlenskt
og íslenskt athafnafólk, fólk úr
sjávarútvegi og vinnslu, hönn-
uði, fjárfesta og markaðsfólk
stofna ný fyrirtæki á Grænlandi
og hefja þróun og framleiðslu á
vörum úr hafinu sem t.d. eru sér-
staklega ætlaðar fyrir vaxandi
hóp ferðamanna á Grænlandi
eða fyrirtæki sem einbeita sér að
fullvinnslu afurða sem nú fara að
mestu til spillis. Tækifærin eru
víða,“ segir Þór. - shá
Fullvinnsla afurða vekur áhuga Grænlendinga og samstarf rætt við íslensk fyrirtæki:
Stefnt á samstarf á Grænlandi
Á FUNDI Þór Sigfússon, frá Sjávarklas-
anum og Asii Chemnitz Narup, borgar-
stjóri í Nuuk.
FRAKKLAND Til boða er leitað í rekst ur hót els til sextíu ára í þrem ur bygg-
ing um hall ar inn ar í Versöl um í Frakklandi. Frá þessu greinir The Local.
Bygg ing arn ar þrjár, Grand Contrôle, Pe tit Contrôle og Pavillon, eru
komn ar á tíma varðandi viðhald en talið er að það kosti á bil inu 4-7 millj-
ón ir evra að gera þær upp. Höllin er í eigu franska ríkisins og lýkur
útboðinu þann 14. september næstkomandi. Margir hafa sýnt útboðinu
áhuga og er hótelkeðjan AccorHotels þar á lista. - ngy
Vilja byggja hótel í þremur byggingum í Versölum:
Leita tilboða í rekstur hótels
GULLNA HLIÐIÐ Ekkert skortir á glæsileikann í og við Versali. NORDICPHOTOS/AFP
SAMFÉLAG Leikskólastjóri, sem
varð fyrir skaða eftir að hafa lent
í veggjalús í sumarbústað sem
hún leigði í gegnum Kennarasam-
bandið, segir að stéttarfélagið,
sem hún hefur verið í í tugi ára,
vilji ekki axla ábyrgð í málinu.
Síðustu páska leigði Erla Stef-
anía Magnúsdóttir sumarbústað
á Blönduósi ásamt dóttur sinni og
tengdasyni. Unga parið fór norður
sólarhring á undan henni en varð
fljótlega vart við að ekki var allt
með felldu í húsinu. Þar var allt
morandi í skordýrum sem reyndust
vera veggjalýs. Eftir að hafa kannað
málið stuttlega ákváðu þau að fara
strax úr bústaðnum þar sem þau
skildu allt sitt eftir, föt og innkaupa-
poka fulla af mat. Þau komu aftur í
bæinn á náttfötunum einum saman
sem voru svo sett í svartan rusla-
poka og þeim hent.
Erla setti sig strax í samband við
meindýraeyði og Heilbrigðiseftir-
lit Norðurlands. Hún lagði út fyrir
meindýraeyði vegna málsins auk
þess sem dóttir hennar borgaði háan
læknis- og lyfjakostnað, þar sem bit
voru enn að koma fram tíu dögum
síðar. Erla segir svör Kennarasam-
bandsins hafa verið á þá leið að
tryggingar næðu ekki yfir slík atvik.
Erla hefur verið í Kennarasam-
bandinu í fjöldamörg ár og meðal
annars setið í stjórn orlofssjóðsins.
Hún sagði sig úr stjórninni eftir
þessa lífsreynslu. - þþ
Allt var morandi í veggjalús í sumarbústað leigðum í gegnum KÍ:
Fengu veggjalús í sumarbústað
EFTIR VEGGJALÝS Gestir í sumar-
bústaðnum voru illa bitnir eftir
veggjalýsnar.
23 tegundir hvala hafa sést á Íslandsmiðum
frá því að skráningar þeirra hófust
hérlendis.
SVONA ERUM VIÐ
M
YN
D
/SJÁVARKLASIN
N
18. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
1
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
C
C
-2
4
4
4
1
5
C
C
-2
3
0
8
1
5
C
C
-2
1
C
C
1
5
C
C
-2
0
9
0
2
7
5
X
4
0
0
5
A
F
B
0
4
0
s
C
M
Y
K