Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 18
FÓLK| HEILSA
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Kíkið á myndir og verð á Facebook
Útsölulok
Aðeins 5 verð:
Verslið flotta “konfektmola” á frábæru verði
900 kr.
1.900 kr.
2.900 kr.
3.900 kr.
4.900 kr.
Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15
- Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið -
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn:
Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á
landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman
á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik
og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa,
frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé
nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem
skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var
mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8-22
Magnús Jónsson
fv. veðurstofustjóri
Umsögn:
S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð
vel u dir væntingum þar sem fjölmargir ke ar komu að kennslun i og
áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og
ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er
og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og
fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila.
Námi efur mikla atvinnumöguleika og spennandi tí r eru framundan.
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur
og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Eins mikið og við reynum að spyrna við fótum er það staðreynd að mörg okkar eru orðin þrælar skjásins. Starf margra felst í því að
stara á tölvuskjáinn í fleiri tíma á dag auk þess sem
flestir líta á skjá snjallsímans í tugi skipta á degi
hverjum. Þörf okkar til þess að vera tengd við hinn
stafræna heim hefur orðið til þess að farið er að
greina fólk með „nomofóbíu“, sem er hræðsla við
að vera án stafrænna raftækja.
AUGNVANDAMÁL ALGENG
Þetta mikla skjááhorf er slæmt fyrir líkamann og
getur mögulega valdið varanlegum skaða. Sam-
kvæmt bandarískum rannsóknum þjást sjö af
hverjum tíu á aldrinum fimmtán til 35 ára af augn-
vandamálum sem talin eru tengjast notkun tölva
og snjallsíma. Þessi vandamál eru meðal annars
augnþurrkur, höfuðverkur og óskýr sjón. Staran á
skjáinn er þó ekki vandamálið í sjálfu sér. „Það að
nota augun skaðar þau ekki,“ segir Lisa Park, augn-
læknir við Langone-læknastöðina í New York. „En
þegar við störum á skjáinn þá blikkum við gjarnan
síður sem veldur því að augun verða þurr og fólk
klæjar í þau.“
Bláa ljósið frá tölvuskjám og snjallsímum er
einnig áhyggjuefni. Birtan sendir skilaboð til
heilans um að stöðva framleiðslu melatóníns,
efnisins sem lætur okkur finna til syfju. Auk þess
benda rannsóknir til þess að ljósið geti haft skaðleg
áhrif á sjónhimnuna til lengri tíma.
Þar sem erfitt er fyrir marga að hætta að stara á
skjáinn allan daginn fundu blaðamenn vefsíðunnar
Greatist nokkur ókeypis öpp og forrit sem gott er
að nota til að minnka líkur á að vandamálin sem
skjáglápið veldur komi til.
F.LUX
Þeir sem geta ekki slitið sig frá Facebook áður
en þeir fara að sofa þurfa appið f.lux. Það breytir
birtustigi skjásins eftir því hvað klukkan er – birtan
er skær á morgnana og með rauðgullinn blæ á
kvöldin. f.lux er fyrir Mac, Windows, Linux, iPhone
og iPad. Fyrir þá sem eru með Android-stýrikerfi er
Twilight-appið sambærilegt.
EYECARE
Þessi viðbót við Chrome-vafrann er góð leið til að
minna á 20-20-20 regluna. Forritið minnir þig á tutt-
ugu mínútna fresti að horfa á eitthvað sem er í tutt-
ugu feta fjarlægð í tuttugu sekúndur. Auk þess er
hægt að sníða forritið þannig að það stingi upp á
æfingum fyrir augun í hverri pásu. (Chrome)
TIME OUT
Fyrir þau okkar sem eru hlekkjuð við skrifborðið
alla daga eru reglulegar pásur nauðsynlegar.
Notið því Time Out. Appið gerir það að verkum
að skjárinn dofnar og verður svartur í tíu mínútur
á hverjum klukkutíma og í tíu sekúndur á hverjum
tíu mínútum. Það er meira að segja hægt að láta
appið spila róandi tónlist í pásunum. Vinnufíklar,
hafið ekki áhyggjur, það er hægt að sleppa pásum
ef þið hafið ekki tíma fyrir þær. (Mac, iPhone,
iPad)
ERGONOMICS
Svo þegar augun eru komin í gott stand má ekki
gleyma restinni af líkamanum. Seta við skrifborð
alla daga tekur sinn toll en Ergonomics getur hjálp-
að. Appið býður upp á teygjuæfingar sem hægt er
að gera við skrifborðið og ráð um stillingar tölvu-
búnaðar. (iOS)
ÖPP FYRIR AUGUN
AUGNHEILSA Stanslaust gláp á tölvuskjái og snjallsíma gerir líkamanum ekki
gott eins og fram hefur komið. Augun hafa ekki gott af glápinu heldur.
EKKI GOTT Allt skjáglápið sem nútímafólk stundar er slæmt fyrir augun og líkamann allan.
Eftir freistingar sumarfrísins huga nú margir að bættu mataræði. Oft er þó erfitt
að halda sig við hollustuna og
því nauðsynlegt að leyfa sér smá
munað stundum. Þessar hafra-
kökur eru ótrúlega einfaldar
enda innihalda þær aðeins fjögur
hráefni. Þær eru auk þess í holl-
ari kantinum þar sem enginn
viðbættur sykur er í þeim, sæt-
leikinn kemur úr bönunum og
þurrkuðum ávöxtum. Notið þá
ávexti sem ykkur þykja bestir,
til dæmis er gott að nota rús-
ínur, bláber, kirsuber, apríkósur
eða döðlur. Það sama á við um
hneturnar, notið ykkar uppáhald
og prófið ykkur áfram þar til þið
finnið ykkar bestu blöndu.
HRÁEFNI
1 bolli haframjöl
1 banani
½ bolli þurrkaðir ávextir að eigin
vali, saxaðir
½ bolli ósaltaðar hnetur að eigin vali
AÐFERÐ
Hitið ofninn í 180°C. Malið
hafrana í matvinnsluvél þar til
þeir eru orðnir eins og hveiti.
Stappið banana með gaffli.
Bætið höfrunum við og blandið
vel. Bætið ávöxtum og hnetum
við og blandið allt saman. Notið
matskeið til að búa til fallegar
kökur sem settar eru á bök-
unarplötu með bökunarpappír
undir. Bakið í um það bil tíu
mínútur.
EINFALDAR OG GÓÐAR
Þessar smákökur eru bæði einfaldar og góðar. Gott er að grípa til þeirra þegar
hungrið sverfur að en þær eru í hollari kantinum.
Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer
800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is
Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna.
Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna
og 8:15 á laugardögum
FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN?
KOM ÞAÐ OF SEINT?
1
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
C
C
-2
E
2
4
1
5
C
C
-2
C
E
8
1
5
C
C
-2
B
A
C
1
5
C
C
-2
A
7
0
2
7
5
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
0
s
C
M
Y
K