Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 10
18. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þótt mörgum þyki sem í óefni sé komið á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæð- inu eru þeir fáir sem átta sig á að ástand- ið má að miklu leyti rekja til óæskilegra ríkisinngripa í áranna rás og heimatilbú- ins lóðaskorts í höfuðborginni frekar en til markaðslögmála og gráðugra kapítal- ista. Hugmyndin um þak á leiguverð er því miður enn eitt dæmið um slík pólitísk afskipti og ber að hafna af tveimur megin- ástæðum. Siðgæðisrökin Fyrri ástæðan snýr að siðferðissjónarmið- um því vart getur það talist eðlilegt, að hið opinbera grípi fram fyrir hendurnar á fullveðja einstaklingum í frjálsum við- skiptum og knýi leigusalann til að leigja íbúð sína vel undir markaðsverði. Hvað leigusala og leigjanda semst um kemur vitaskuld engum öðrum við, a.m.k. ekki þannig að réttlæti ofbeldi ríkisvalds. Hér væri því um afar vafasama lögþvingunar- aðgerð að ræða frá sjónarhóli almenns sið- gæðis og mannréttinda. Hagfræðirökin Hin ástæðan lýtur að hagfræði. Að beygja verð undir vilja markaðarins mun hafa í för með sér skekkju, sem með tíman- um mun valda enn alvarlegri húsnæðis- skorti en áður. Ástæðurnar eru m.a. þær, að eignum er síður viðhaldið, minna er byggt, húsnæði sjaldnar gert upp, fólk dvelst of lengi í óþarflega stóru húsnæði, og ungt fólk, sem að öðrum kosti byggi lengur hjá foreldrum, flyst fyrr í húsnæði sem fjölskyldufólk hefði brýnni þörf fyrir. Því er hætt við, að lögskipað þak á leigu- verð geri ekki einungis vanda þeirra, sem mest þurfa á sómasamlegu húsnæði að halda, stærri en áður, heldur því sem næst óbærilegan. Losum um markaðinn Til að kljást við húsnæðisvandann á höfuð borgarsvæðinu þarf að leita lausna sem byggja á lögmálum markaðarins. Þannig þyrfti að auka framboð lóða og nýbygginga í samræmi við aukna eftir- spurn, draga úr íþyngjandi byggingar- reglugerðum, afnema allar verðbólgu- hvetjandi niðurgreiðslur ríkisins á húsnæðismarkaði eins og vaxta- og húsa- leigubætur og lækka fasteignagjöld og skatta á leigutekjur til muna. Væri þetta gert, kæmist á jafnvægi á húsnæðismark- aði mun fyrr en ella. Þak á leiguverð – alls ekki HÚSNÆÐISMÁL Guðmundur Edgarsson málmennta- fræðingur ➜ Hvað leigusala og leigjanda semst um kemur vitaskuld engum öðrum við, a.m.k. ekki þannig að réttlæti ofbeldi ríkisvalds. G erðardómur hefur nú kveðið upp úrskurð sinn og ákvarðað kjör félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga og aðildarfélögum BHM. Úrskurðarins var beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda til gerðardómsins skipað með lagasetningu á verkfallið sem hefur verið svo umdeild að ekki er loku fyrir það skotið að leitað verði til mannréttindadómstóls Evrópu um að kanna lög- mæti laganna. Nú þegar úrskurðurinn liggur fyrir er ekki úr vegi að rifja aðeins upp hvers vegna hann yfirhöfuð var upp kveðinn. Verk- föll hjúkrunarfræðinga og félaga BHM voru boðuð í kjölfarið á því að kjaradeilur sigldu í strand. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir máltækið, en það verður að segjast eins og er að samningsvilji ríkisins virtist ekki sérstaklega mikill þegar fyrir lá að kjara- samningar væru að losna, um það vitna kærur vegna formgalla við boðun verkfalls. Það virtist frekar vera þannig að í lengstu lög væri dregið að semja við þær stéttir sem voru á leið í verkföll. Eftir að í verkfall var komið var ljóst að mikið bar á milli deiluaðila, svo mikið að á stundum virtist sem viðræðurnar væru bara formsatriði áður en gripið væri til lagasetningar. Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra varð enda tíðrætt um ósann- gjarnar kröfur og að ekki kæmi til greina að verða við þeim. Í umræðum um lögin sem sett voru á verkföllin í júní sagði Bjarni: „Það samkomulag verður hins vegar að vera innan þess ramma sem okkur er settur almennt af öðrum samningum sem ríkið er að gera og getur gert og samið er um á almennum markaði og að öðru leyti væri hægt að horfa til þess hvaða áherslur stjórnvöld geta komið með inn í þá málaflokka sem hér eru undir sérstaklega.“ Þarna var Bjarni enn bjartsýnn á að samkomulag næðist, enda þyrftu hjúkrunarfræðingar og aðildarfélagar BHM ekki annað en að sætta sig við þær hækkanir sem orðið hefðu í samningum á almennum markaði. Tilboð ríkisins sem hjúkrunarfræðingar höfnuðu hljóðaði upp á 19% hækkun launa. Hjúkrunarfræðingar sögðu það ekki nóg og því fór sem fór; Alþingi samþykkti frumvarp ríkisstjórnarinnar um verkföll. Gerðardómur hefur nú talað og úrskurður hans kveður á um 25% hækkun launa hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar eru tiltölulega sáttir og formaður þeirra talar um eins góðan úrskurð og hægt hefði verið að vonast til miðað við aðstæður. Sex prósentustig skilja að síðasta tilboð ríkisins og úrskurð gerðardóms. Varla er hægt annað en að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefði boðið þessi sex aukaprósent. Hefði starfsemi Landspítalans ekki öll gengið úr skorðum? Hefðu hundruð uppsagna ekki litið dagsins ljós? Hefðu mýmargar fjölskyldur ekki tekið sig til og flutt búferlum til Noregs í leit að betri launum? Þessum spurningum verður seint svarað, en það er þó morgun- ljóst að úrskurður gerðardóms er langt fyrir ofan þær almennu hækkanir á vinnumarkaðnum sem Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra taldi enn að gætu verið viðmið við samningagerðina, í miðjum umræðum um lög á verkföllin. Gerðardómurinn er því áfellisdómur yfir fjármálaráðherra. Áfellisdómur Kolbeinn Óttarson Proppé kop@frettabladid.is Utanríkisstefnan felldi stjórnir Hér áður fyrr var það gjarnan utan- ríkisstefna sem einkenndi meginstefnu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn var iðulega helsti talsmaður vestrænnar samvinnu á meðan aðrir flokkar settu aðra utanríkisstefnu á oddinn. Utan- ríkisstefna var svo sterkur þáttur í ís- lenskum stjórnmálum að dæmi eru um að hún hafi orðið ríkisstjórnum að falli. Það kann þó að vera að utanríkisstefna Íslands hafi á árunum eftir kalda stríðið dvínað að nokkru leyti sem sterkur skil- greiningarþátt- ur í stjórnmálalífi fólks ef umræða um Evrópusambandið er undanskilin. Gömlu línurnar horfnar Í fyrsta sinn í langan tíma ristir djúpt í öryggis- og varnarmálum. Með við- skiptabanni Rússa er kominn nýr tónn í umræðuna. Þegar á hólminn er komið er ljóst að gömlu átakalínurnar eru ekki lengur til staðar. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins virðast ekki jafn einhuga um vestræna samstöðu og áður. Þrír þing- menn flokksins, þau Brynjar Níelsson, Ásmundur Friðriksson og Valgerður Gunnarsdóttir, hafa lýst sig andsnúin þvingunaraðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi en fleiri þing- menn telja að Ísland eigi enn að styðja þvinganirnar. Einn þeirra, Sigríður Á. Andersen, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það væri óhugsandi að Sjálfstæðisflokkurinn léti af stuðningi sínum. Munnsöfnuður valdsins Vigdís Hauksdóttir tók djúpt í árinni um helgina og kallaði Láru Hönnu Einarsdóttur, pistlahöfund, viðrini á Facebook-síðu sinni vegna pistils sem Lára skrifaði fyrir tveimur árum. Vigdís varði afstöðu sína í Reykjavík síðdegis í gær en hún sagðist vilja taka hressi- lega til orða vegna pistils Láru. „Það er hreint dæmalaust hvað fólk er farið að leyfa sér að skrifa í nafni þess að það sé samfélagsrýnar. Maður verður bara þreyttur á þessu,“ sagði hún. Skiljanlega þreytast stjórnmálamenn yfir því að margoft sé gerð atreið að þeim. En þeir eiga þó vitaskuld að vera yfir formælingar spjallborða hafnir. Almenningur má ekki eiga von á því að verða fórnarlömb óvægins munnsafnaðar úr æðstu emb- ættum. stefanrafn@frettabladid.is 1 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C C -1 0 8 4 1 5 C C -0 F 4 8 1 5 C C -0 E 0 C 1 5 C C -0 C D 0 2 7 5 X 4 0 0 3 A F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.