Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 4
KJARAMÁL Unnið er að því að
greina áhrif gerðardóms um kjör
fólks í Félagi íslenskra hjúkrun-
arfræðinga og Bandalagi háskóla-
manna (BHM) á fjárhag og áætl-
anir Landspítalans. Þá er óvissa
um hvort gerðardómur fer út
fyrir þau mörk sem sett voru í
samningum á almenna markaðn-
um í sumar. Þar eru ákvæði um að
samningar séu lausir ef launaskrið
annarra hópa verður meira en þar
er kveðið á um.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum er búist við því
að greining á
kostnaðarauka
spítalans liggi
fyrir um eða
eftir miðja vik-
una, en dæmið
sé flókið, enda
um marga hópa
starfsmanna
að ræða. Ekki
liggur því fyrir hvernig spítalinn
kemur til með að mæta auknum
kostnaði, en venja sé hins vegar
fyrir því að ríkið bæti stofnun-
um sínum kostnað sem þær verða
fyrir vegna kjarasamninga.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formað-
ur VR, segir verið að taka saman
gögn um hver áhrif ákvörðun-
ar gerðardóms kunni að vera á
samninga á almenna markaðnum.
Í ákvörðun gerðardóms eru til að
mynda ekki ákvæði um stiglækk-
andi prósentuhækkanir eftir því
sem fólk er hærra í launum, líkt
og samið var um á almenna mark-
aðnum.
„Ég minni á að opnunarákvæði
hjá okkur er ekki fyrr en í febrú-
ar, en samt sem áður fylgjumst við
grannt með og skoðum með tilliti
til okkar hópa.“ Hún segir að í
fljótu bragði sýnist henni þó sem
niðurstaðan auki líkur á að opnun-
arákvæði í samningum á almenna
markaðnum verði virkjað eftir
áramót. „En skynsamlegast er að
skoða þessar niðurstöður í heild
sinni,“ segir hún. Nokkur munur
sé á gerðardómi vegna BHM og
hjúkrunarfræðinga, en ákvörð-
un vegna BHM gildir í tvö ár en
fjögur vegna hjúkrunarfræðinga.
Þegar komi að heildstæðu kostn-
aðarmati í febrúar sé grundvall-
aratriði að hér verði kaupmáttar-
aukning, að aðrir hópar fari ekki
fram úr almenna markaðnum og
að ríkisstjórnin standi við sín lof-
orð. „Þá þurfum við að skoða þetta
allt í samhengi.“
BHM kynnti niðurstöðu gerð-
ardóms á almennum fundi á Hil-
ton hóteli Nordica í gærkvöldi, en
forráðamenn félagsins hafa lýst
ánægju með niðurstöðuna, þar
sem meðal annars er tekið til-
lit til krafna um launahækkanir
vegna menntunar. Í kvöld er Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga með
sambærilegan fund á Grand hóteli
í Reykjavík.
Þá upplýstu hjúkrunarfræðing-
ar í gær að ákveðið hefði verið
að falla frá málarekstri á hend-
ur ríkinu vegna lagasetningar
á verkfallsaðgerðir þeirra. Það
segir Ólafur G. Skúlason, formað-
ur félagsins, hafa verið gert vegna
þess að í dómi Hæstaréttar varð-
andi BHM hafi verið svarað mörg-
um þáttum í málshöfðun hjúkrun-
arfræðinga. Stjórn félagsins lýsi
hins vegar vonbrigðum með niður-
stöðu Hæstaréttar sem telji ríkis-
valdinu heimilt sem samningsaðila
í kjaradeilu og handhafa löggjaf-
arvalds að svipta stéttarfélög
samnings- og verkfallsrétti með
slíkri lagasetningu. Félagið telji
vafa leika á því að sá samninga-
og verkfallsréttur njóti í reynd
þeirrar stjórnarskrárverndar sem
honum sé ætlað.
Hvað varðar niðurstöðu gerð-
ardóms segir Ólafur hana hafa
verið betri en búist hafi verið við.
Hjúkrunarfræðingar hafi búið
sig undir niðurstöðu á svipuðum
nótum og samninganefnd ríkisins
hafði boðið og búið var að hafna.
„Það tilboð hljóðaði upp á 18,6
prósent að meðaltali, en þessi
niðurstaða er upp á um 25 pró-
senta hækkun að meðaltali á þess-
um fjórum árum,“ segir hann, en
úrskurðurinn gildir til mars 2019,
um þrjá mánuði fram yfir gildis-
tíma samninga á almenna mark-
aðnum. „Úrskurðurinn held ég að
sé eins góður og hann gat orðið
miðað við aðstæður,“ segir Ólaf-
ur. olikr@frettabladid.is
ÓLAFÍA B.
RAFNSDÓTTIR
Á LAND-
SPÍTALANUM
Niðurstaða
gerðardóms í
kjaramálum
hjúkrunar-
fræðinga er
um fimm pró-
sentustigum
yfir því sem
samninga-
nefnd ríkisins
hafði boðið
stéttinni.
Skoða áhrif á rauðu strikin
Gerðardómur færði hjúkrunarfræðingum 25 prósenta launahækkun á fjórum árum á meðan ríkið bauð 19
prósent. Landspítalinn er að greina áhrif ákvörðunarinnar. Hjúkrunarfræðingar eru tiltölulega sáttir.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/VILH
ELM
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarráð
Fjarðabyggðar skorar á stjórn-
völd að hafa hagsmuni sjávar-
byggða að leiðarljósi í aðgerðum
á þeirra vegum vegna viðskipta-
banns Rússlands.
Fjallað var á fundi bæjarráðs í
gærmorgun um þá stöðu sem er að
myndast vegna viðskiptabannsins.
Bæjarráðið skorar á íslensk
stjórnvöld að hafa hagsmuni
sjávar byggðanna og störf til sjós
og lands í huga í öllum sínum
gjörðum á næstunni. Íslenskur
sjávarútvegur sé ekki aðeins ein
af grunnstoðum margra sveitar-
félaga, eins og Fjarðabyggðar,
heldur einnig Íslands alls og þess
fjöreggs verði að gæta vel. - shá
Fjarðabyggð ályktar:
Sjávarbyggðir
njóti vafans
Í FJARÐABYGGÐ Margir hafa þungar
áhyggjur af Rússamálinu. MYND/KSH
„Hallfríður, verður þetta djúp
bíósýning?“
„Já, hún verður alveg helluð.“
Hallfríður Þóra Tryggvadóttir er verkefna-
stjóri hjá RIFF og sér um bíósýningu í helli
í nágrenni borgarinnar sem haldin verður
þann 3. september næstkomandi.
Úrskurður-
inn held ég að
sé eins góður
og hann gat
orðið miðað
við aðstæður.
Ólafur G. Skúlason,
formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga
UTANRÍKISMÁL Meirihluti landsmanna, eða
50,1 prósent, er andvígur inngöngu Íslands
í Evrópusambandið samkvæmt könnun sem
Capacent Gallup gerði fyrir Heimssýn dag-
ana 16. til 27. júlí síðastliðinn.
Fylgjendur aðildar eru 34,2 prósent en 15,6
prósent svöruðu að þau væru hvorki fylgj-
andi né andvíg inngöngu.
Andstaða við inngöngu er mest hjá þeim
sem myndu kjósa stjórnarflokkana. Þannig
eru 95 prósent þeirra sem hefðu kosið Fram-
sóknarflokkinn þegar könnunin var gerð
andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið
og 83 prósent af þeim sem hefðu kosið Sjálf-
stæðisflokkinn. Fjörutíu prósent af stuðn-
ingsflokki Vinstri grænna eru á móti inn-
göngu en 33 prósent hlynnt henni.
Þá er stuðningur við inngöngu mestur hjá
fylgisfólki Samfylkingar eða 78 prósent.
Alls voru 1.482 manns í úrtaki í þessari
netkönnun sem Gallup gerði á ofangreindu
tímabili. Í hópnum var fólk af landinu öllu,
18 ára og eldra, handahófsvalið úr Viðhorfa-
hópi Gallup. Fjöldi svarenda var 825. - ngy
50,1 prósent landsmanna er andvígt inngöngu Íslands í ESB samkvæmt könnun Gallup:
Meirihluti andvígur inngöngu í ESB
MÓTMÆLI Oftsinnis hefur ESB verið tilefni
mótmæla við Alþingi.
FERÐAÞJÓNUSTA Icelandair flýg-
ur fjórum sinnum í viku til Aber-
deen í Skotlandi frá og með mars
á næsta ári. Í tilkynningu félags-
ins kemur fram að flogið verði
á mánudögum, miðvikudögum,
föstudögum og laugardögum.
Flugfélag Íslands annast flug-
ið fyrir Icelandair á Bombar-
dier Q400 flugvél sem tekur 72
farþega. Flogið verður til og frá
Keflavíkurflugvelli. Flugið til
Aberdeen er sagt taka tvo og hálf-
an tíma. - óká
Kynna nýjan áfangastað:
Hefja flug til
Aberdeen
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
18. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
1
7
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
C
C
-1
5
7
4
1
5
C
C
-1
4
3
8
1
5
C
C
-1
2
F
C
1
5
C
C
-1
1
C
0
2
7
5
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
0
s
C
M
Y
K