Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 11
 Ég tek ofan fyrir Björg- vin Guðmundssyni, fyrrverandi borgarfull- trúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrif- ar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri stað- reynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dreg- ist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæð- ir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldr- aðra, þar sem lífeyrir var skert- ur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinn- andi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Líf- eyrisgreiðslur til eldri borgara standa hins vegar í stað og svör- in frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyr- ir Almannatrygginga hækki þá um 8,9% (með vísan til neyslu- vísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björg- vins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneyt- ið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila (ríkis- ins og FEB) sem reikni það skil- merkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga úr hópi fólks sem er komið á lífeyr- isaldur að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð enda snýst þessi umræða ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskil- yrði og mannúð gagnvart öldr- uðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórn- völd hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjárhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda? Þetta snýst ekki um ölmusu held- ur um sóma og réttlæti. Snýst ekki um ölmusu Í Hafnarfirði starfar nú í fyrsta skipti í langan tíma faglega ráðinn bæjarstjóri. Ráðning hans byggir á því mati okkar, sem nú förum með ábyrgð, að fagleg fram- kvæmdastjórn í æðsta emb- ætti þriðja stærsta sveit- arfélags Íslands sé löngu tímabær ráðstöfun. Ekki síst eftir kjörtímabil þar sem þrír einstaklingar vermdu bæjarstjórastólinn á fjórum árum á grunni gamaldags pólitískra hrossakaupa. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði, lýsir í bók sinni „Hin mörgu andlit lýðræðis“ að íbúar telji að þar sem sé póli- tískur bæjarstjóri komist ólík sjón- armið síður að í umræðunni. Einnig telji þeir að fyrirgreiðsla, kunnings- skapur og frændsemi séu umfangs- meiri en í þeim sveitarfélögum þar sem er ópólitískur bæjarstjóri. Ráðning bæjarstjóra út fyrir raðir framboðslista, á grunni opins auglýsingaferlis, hlýtur því að telj- ast ábyrgt skref í rétta átt. Laun bæjarstjóra í fullu starfi Minnihluti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar hefur tekið þá sérkenni- legu afstöðu, sem sett var fram í fjölmiðlum um liðna helgi annað árið í röð, að faglega ráðinn bæj- arstjóri skuli þiggja lægri heildar- laun en væri hann oddviti stjórn- málaflokks. Í júlí í fyrra taldi minnihlutinn eðlilegan launamun á þessum tveimur ráðningarform- um nema 31,5%, en þetta árið er framsett tala 27,7%. Til grundvallar gagnrýni minni- hlutans liggur sú afstaða að ekki skuli greiða faglega ráðnum bæjar- stjóra fyrir störf með bæjarráði og bæjarstjórn. Minnihlutinn í bæjar- stjórn virðist vilja að þau u.þ.b. 30% heildarlauna síð- asta bæjarstjóra sem tengd voru við ráð og nefndir falli brott og að fagmaður ráðinn á grundvelli þekk- ingar og reynslu sinni þeim störfum án greiðslu. Ekki skal ég dæma um hvort þetta byggir á því að fyrri bæjarstjórar hafi sinnt 130% starfi, eða að faglega ráðin staða sé 70%, ég læt málshefjendur um þá túlkun. Sé hins vegar litið á kjör bæjar- stjóra sem heildarlaun, að starfið sé jafn umfangsmikið á þessu kjör- tímabili og þeim fyrri, er rétt mat á breytingu heildarlauna 15% á þeim samanburðartíma sem minni- hlutinn hefur valið, fyrri helmingi áranna 2014 og 2015. Séu hins vegar endanleg heildarlaun fyrri bæjar- stjóra borin saman við heildarlaun þess sem nú starfar, er munurinn milli þeirra launaseðla 12,2%. Jafnframt má geta þess að aftur- virk breyting varð á launum æðstu stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári, með gildistöku frá maí 2014. Sú breyting byggði á nýgerð- um kjarasamningum stéttarfélaga og losaði 6%. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að nýr bæjarstjóri kom til starfa, en var þó ekki látin gilda um launakjör hans eins og þau voru ákvörðuð við ráðningu. Hækk- unin náði hins vegar til launa – og þar með biðlauna – fráfarandi bæj- arstjóra og jafnframt annarra kjör- inna fulltrúa. Á síðasta kjörtímabili fluttist embætti bæjarstjóra milli þriggja einstaklinga. Eftir afsögn bæjar- stjóra Samfylkingar sem hugðist sitja áfram eftir kosningar þrátt fyrir að ná ekki kjöri til bæjar- stjórnar, tók við oddviti flokksins og kláraði fyrri helming kjörtíma- bilsins. Þá urðu helmingaskipti og við tók sá bæjarfulltrúi sem hlotið hafði minnstan stuðning íbúa í lýð- ræðislegum kosningum, oddviti og eini bæjarfulltrúi VG. Hvorugur seinni bæjarstjóranna tveggja bjó að fyrri reynslu í emb- ætti. Það tekur tíma að setja sig inn í störf og má því segja að kjörtíma- bilið hafi verið starfsþjálfun tveggja bæjarstjóra sem í dag eru horfnir til annarra starfa. Hvort fjármun- um bæjarbúa hafi verið vel var í það verkefni skal hér ósagt látið. Öll laun hækkuð nema bæjarstjóra Meðal snúinna verkefna sem sveitarfélögin um land allt glíma við um þessar mundir er að mæta umtalsvert auknum launakostn- aði í kjölfar kjarasamninga ársins 2014. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lítur almennt á þann aukna kostn- að sem jákvæða fjárfestingu í mannauði, þrátt fyrir að talsverða útsjónarsemi þurfi til að finna fjármagn til að mæta henni. Í hálfsársuppgjöri bæjarins sem birt var í síðustu viku kemur fram að leiðréttingar vegna kjarasamn- inga síðasta árs standa enn yfir. Hvað Hafnarfjörð varðar hljóðar breyting á starfsmatskerfi stórs hluta starfsmanna upp á 200 millj- ónir. Þar er um varanlega launa- breytingu að ræða, sem að hluta til er afturvirk. Hvað sem fólki kann að finnast um launakjör framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar, er raun- veruleikinn sá að frá vori 2014 hafa allir starfsmenn bæjarins, kjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn fengið launahækkun af einhverju tagi, nema bæjarstjórinn, sem hefur haft óbreytt föst laun frá fyrsta degi. Árvissar deilur um laun bæjarstjóra BÆJARSTJÓRN- ARMÁL Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórn- ar í Hafnarfi rði LÍFEYRISMÁL Ellert B. Schram ellilífeyrisþegi ➜ Út um víðan völl samfélagsins er að fi nna eldra fólk, sem lifi r við skort og fátækt. ÞRIÐJUDAGUR 18. ágúst 2015 | SKOÐUN | 11 1 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C C -0 6 A 4 1 5 C C -0 5 6 8 1 5 C C -0 4 2 C 1 5 C C -0 2 F 0 2 7 5 X 4 0 0 2 A F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.