Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 40
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Allt sem þú þarft ... Höfuðborgarsvæðið, meðallestur á tölublað 18–49 ára. Prentmiðlakönnun Gallup, jan.– mar. 2015 YFIRBURÐIR Fréttablaðsins staðfestir 53,7% 19,6% FB L M BL Við karlmenn eigum það flest-ir til að gleyma okkur við þá óra að við séum eitthvert kynlífs- lostæti og alveg ómótstæðilegir sem slíkir. Eina meðalið sem lífið hefur til að uppræta þennan mis- skilning er að slá okkur utanund- ir, mætti jafnvel kalla það reið- arslag. En ég fékk einmitt eitt slíkt fyrir skömmu. ÉG dvel nefnilega þessa dag- ana í Zújar, þorpi konu minnar, sem er ágætt þorp fyrir utan þann urmul útigangshunda sem halda þar til. Þeir eru gjarnir á að flaðra upp um mann þar til bæjarbúar bregðast við en þá hrópa þeir: „Túva!“ og skella svo tvívegis í góm. Það bregst ekki, hundarnir láta umsvifalaust af sínum ljóta ósið og hverfa á braut, skömmustulegir á svip. ÉG veit ekki til annars þorps þar sem íbúar eru með sína sérstöku aðferð við að reka af sér rakkana en hvergi annars staðar á byggðu bóli hef ég heyrt þetta „túva“ sem ríður húsum hér í Zújar. Ekki hef ég heldur heyrt heima- mann segja hundi að hypja sig með öðru móti, slíkt virðist bara ekki hvarfla að nokkrum Zújar- búa. Ég ákvað því að prófa þessa aðferð sjálfur. ÞEGAR ég skokka verð ég venju- lega fyrir nokkrum hundaágangi. Hef ég prófað að segja þeim að snáfa, uppá íslenskuna, en ekk- ert gerist. Það er ekki fyrr en ég hrópa „túva“ og skelli í góm að ég fæ einhvern frið. SVO var það eina nótt að ég gat ekki sofið og gleymdi ég mér þá við fyrrnefnda óra. Gerðist ég þá heitfengur mjög, svo ég snéri mér að konu minni sem var einhvers staðar milli svefns og vöku. Ég beitti mínum losta- brögðum og strýk um kvenlegu línurnar af mikilli kostgæfni. Þá allt í einu hrópar hún úr svefn- móki að hætti heimamanna: „Túva!“ Og svei mér þá ef hún skellti ekki líka í góm. EFTIR slíkt reiðarslag er best að snúa sér á hina hliðina eins og rakki, með skottið milli lapp- anna. Reiðarslag í rúminu BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 7 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C B -F C C 4 1 5 C B -F B 8 8 1 5 C B -F A 4 C 1 5 C B -F 9 1 0 2 7 5 X 4 0 0 1 A F B 0 4 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.