Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 8

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 8
JANÚAR 20068 Breiðholtsblaðið Mikill skortur hefur verið að undanförnu á dagforeldrum í Breiðholti sem og í öðrum hverf- um borgarinnar. Dagforeldrar hafa horfið til annarra betur laun- aðra starfa í þeirri þenslu sem einkennir vinnumarkaðinn nú um stundir. Í lok nýliðins árs ákváðu borgaryfirvöld að hækka niður- greiðslur til dagforeldra verulega eða um 33 til 50% á mánuði. Sam- hliða þessu hefur skattstjóri ein- nig hækkað viðmiðunarmörk vegna leyfilegs frádráttar á út- lögðum kostnaði. Þessar ákvarð- anir hafa valdið því að staða dag- foreldra er orðin allt önnur og betri en hún var fyrir nokkrum mánuðum. Ábyrgðarmikið starf Starf dagforeldra er ábyrgðar- mikið og þýðingarmikið í nútíma þjóðfélagi. Í samfélagi þar sem al- gengast er að báðir foreldrar vinni langan vinnudag utan heim- ilis. Meðan pabbi og mamma vinna eru yngstu borgararnir í tryggum höndum dagforeldra sem búa þeim öryggi og veita þeim umhyggju og hlýju sem er vel metin af foreldrum. Að gæta lítilla barna er bæði í senn krefj- andi og gefandi starf sem skemmtilegt er að starfa við. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi og mynda með sér sam- tök er nefnast Barnavist. Á vef- svæði Barnavistar sem vistað er á „barnaland.is“ má finna ýmsar upplýsingar um félagið. Mennta- svið Reykjavíkurborgar veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinn- ir lögbundnu eftirliti með starf- seminni eins og kveðið er á um í reglugerð félagsmálaráðuneytis- ins. Daggæsluráðgjafi á Þjónustu- miðstöð Breiðholts veitir dagfor- eldrum ráðgjöf og stuðning í starfi og býður þeim upp á marg- víslega fræðslu og þjónustu til að efla færni þeirra og starfsvitund. Enn þarf að bæta dagfor- endrum við Enn þarf að bæta við dagfor- eldrum hér í Breiðholti svo þörf foreldra fyrir daggæslu sé full- nægt. Hér í blaðinu er að finna boð til áhugasamra íbúa um að bætast í hóp starfandi dagfor- eldra. Verðandi dagforeldrum er boðið að skrá sig til starfa á Þjón- ustumiðstöð Breiðholts sem er til húsa í Álfabakka 12. Þeir sem áhuga hafa á að gerast dagfor- eldrar hringja í síma 411 1300 eða senda Katrínu S. Jóhannsdóttur, daggæsluráðgjafa tölvupóst á net- fangið katrin.s.johannsdott- ir@reykjavik.is. Katrín gefur ein- nig ítarlegar upplýsingar um grunnnámskeið sem hefst mánu- daginn 6. febrúar og er forsenda þess að starfsleyfi sé gefið út. Heimilt er að veita verðandi dag- foreldrum tímabundið starfsleyfi ef þeir orðnir þátttakendur á grunnnámskeiði og uppfylla að öðru leyti ákvæði reglugerðar um daggæslu í heimahúsum. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem áhuga hafa á að starfa sem dagforeldrar að leita eftir upplýs- ingum um starfið og skrá sig til þátttöku á grunnnámskeið sem fyrst. Með því gefst þeim kostur á að vinna mikilvægt starf í heima- húsi og tryggja um leið foreldrum möguleika á að sinna skyldum sínum á vinnumarkaði í þeirri ör- uggu vissu að börnin þeirra séu í góðum höndum dagforeldra. Ragnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Þjónustumið- stöðvar Breiðholts skrifar: Nýir dagforeldrar boðnir vel- komnir til starfa í Breiðholti Smiðjuvegi Hér er ég! Ragnar Þorsteinsson. Nýjar leiðir hjá Strætó bs. Fella- og Hólahverfi tengist Laugardal á ný Ný akstursleið sem tengir Fella- og Hólahverfi við Mjóddina og síðan áfram við Hlemm um Sogaveg, Grensásveg og Suður- landsbraut verður tekin í notkun í febrúar. Þessi nýja leið úr Breiðholtinu er nánast sama leið- in og leið 12 var fyrir breyting- arnar á liðnu sumri. Með henni verður aftur komið á tengingu Fella- og Hólahverfis við Laugar- dalinn og áfram niður á Hlemm um Suðurlandsbraut. Þetta er ein þriggja nýrra leiða sem Strætó bs. mun taka í gagnið í febrúar næst komandi. Tvær þessar leiða eru í Reykjavík og ein í Kópavogi. Efnt verður til nýrrar akst- ursleiðar sem liggur úr Grafar- holti um Hálsa- og Höfðahverfi og þaðan um Bústaðaveg að Hlemmi. Með því er verið að bæta þjónusta við Grafarholtið og einnig að koma á tengingu svokallaðs norðaustursvæðis við Bústaðaveginn og þar með við Landspítala háskólasjúkrahúsið í Fossvogi. Að síðustu má nefna nýja hringleið í Kópavogi sem liggur um vesturbæinn, Nýbýla- veg, Þverbrekku, Álfhólsveg og Hamraborg. Allar þessar breyt- ingar munu hafa áhrif á ýmsar aðrar leiðir. Leið 13 verður breytt þannig að akstur verður hafinn að nýju um Hamrahlíð og einnig mun leið 16 aka hring um Hamrahverfi þannig að hverfið tengist að nýju við Grafarvoginn og við miðborgina. Með þessu er verið að koma til móts við ábendingar sem komið hafa fram eftir að nýtt leiðakerfi var tekið í notkun.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.