Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 5
Eins og frá vara skýrt í nóvemberhefti Breiðholtsblaðs- ins standa eldri borgarar í Breið- holti að mikilli hátíð í lok febrú- ar, Breiðholtshátíð- menningar- hátíð eldri borgara 2006. Undir- búningur er nú vel á veg kom- inn og mun hátíðin standa í fjóra daga víðsvegar um Breiðholtið og verða hátíðarhöldin liður í Vetrarhátíð Reykjavíkur. Fatlaðir, unglingar og eldri borgarar saman á fimmtudegi Að tengja kynslóðirnar samana er eitt af markmiðum Breiðholts- hátíðarinnar. Í þeim tilgangi verða tvö atriðið á fimmtudegin- um 23. febrúar. Þá munu eldri borgarar og unglingar úr Fella- skóla spila félagsvist í Gerður- bergi. Í reiðhöllinni í Víðidal munu eldri borgarar hitta fatlað áhugafólk um útreiðar og teyma undir þeim og gera þeim þannig kleift að njóta návista við hrossin. Kynslóðirnar saman, málþing, sýningar og fjöltefli á föstudegi Eftir hádegi á föstudeginum 24. febrúar verður Breiðholtshátíðin sett formlega af frammámönnum Reykjavíkurborgar og í kjölfarið haldið málþing um málefni eldri borgara. Umfjöllunarefnið verður félagsstarf og félagsþjónusta eldri borgara. Hvar stöndum við og hvert stefnum við? Nokkur fram- söguerindi verða flutt og síðan verða pallborðsumræður. Í tengslum við málþingið er stefnt að því að setja af stað samstarfs- verkefni í Breiðholtinu sem hefur að markmiði að rjúfa einangrun eldri borgara. Unnið er að undir- búningi verkefnisins og þess vænst að allir aðilar í hverfinu sem hafa með málefni eldri borg- ara að gera nái að stilla saman strengi sína til að bæta þjónustu við aldraða og efla möguleika eldra fólks til samskipta og félags- legs samneytis. Fyrir hádegi á föstudeginum fara eldri borgarar í Breiðholti í heimsókn á fjölda leikskóla í hverfinu til að segja leikskólabörnunum sögur. Með þessu framlagi vilja eldri borgarar sýna frumkvæði að meiri sam- gangi kynslóðanna. Um hádegis- bil á föstudeginum er stefnt að öðru verkefni í sama tilgangi þeg- ar stafsetningarkeppni grunn- skólabarna og eldri borgara fer fram sem Mörður Árnason, rit- stjóri íslensku orðabókarinnar mun stjórna. Þá munu grunn- skólabörn heimsækja hjúkrunar- heimili í Breiðholti og syngja fyrir heimilisfólkið. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga mun tefla fjöltefli við eldri skákmenn í samkomusal Árskóga á föstudeg- inum og að setningarathöfn og málþingi loknu verða opnaðar sýningar í Gerðubergi og í Ár- skógum á handverki og listmun- um sem eldri borgarar í Breið- holti hafa unnið á undanförnum árum. Íþróttahátíð, Breiðholts- lagið og skemmtidagskrá á laugardegi Hin árlega íþróttahátíð Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra fer fram í íþróttahúsinu við Aust- urberg eftir hádegi á föstudaginn. Þar mun fjöldi íþróttahópa eldri borgara sýna dans, leikfimi og aðrar íþróttir. Á íþróttahátíðinni verður sérstök dagskrá til heið- urs Birni Jakobssyni fyrsta skóla- stjóra Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Í lok íþróttahátíðar- innar verður svo fjöldasöngur þar sem m.a. verður frumflutt sér- stakt Breiðholtslag en bæði lag og texti voru samin sérstaklega vegna hátíðarinnar. Hlé verður gert seinni part laugardags en síð- an verður mikil kvölddagskrá með skemmtiatriðum. Meðal dagskráratriða verður línudans, kórsöngur, tónlistarflutningur, rímur, gamanmál, hagyrðinga- uppákoma og dansleikur í lokin. Á kvölddagskránni er stefnt að því að veita heiðursviðurkenning- ar einstaklingum og eða hópum í Breiðholti sem hafa stundað fé- lagsstarfið af kostgæfni eða haft frumkvæði til eflingar félagsstarf- inu á einhvern hátt síðustu árin. Helgistundir í öllum kirkjum Breiðholts á sunnudegi Breiðholtshátíðinni líkur svo á sunnudeginum 26. febrúar með helgistundum í öllum kirkjum Breiðholts sem með einum eða öðrum hætti verða tileinkaðar eldri borgurum. Víðtækt samstarf um undirbúning Markmið Breiðholtshátíðarinn- ar- menningarhátíðar eldri borg- ara er að skapa vettvang fyrir eldri borgara í Breiðholti og víðar að til að koma saman, sýna verk sín, list, handverk, íþróttir, rit- verk, ræða málefni eldri borgara og skemmta sér saman. Að undir- búningi standa fjöldi stofnana og félaga í Breiðholti og víðar um borgina. Undirbúningsnefnd skipa: Guðrún Jónsdóttir, Gerðu- bergi, félagsstarf, Kristján Sigur- mundsson, Árskógum, félags- og þjónustumiðstöð, Helgi Seljan, Fé- lagi eldri borgara í Reykjavík, Guðrún Nielsen, Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra og Þráinn Hafsteinsson frá Þjónustumið- stöð Breiðholts. Gera má ráð fyrir að fjöld hópa eldri borgara víðs- vegar að úr borginni og frá fjölda staða utan af landi taki þátt í há- tíðinni. Breiðholtsbúar eru hvatt- ir til að taka þátt og sýna í verki þann kraft sem býr í samfélaginu í Breiðholti. JANÚAR 2006 5Breiðholtsblaðið Þráinn Hafsteinsson frístundaráðgjafi skrifar: Menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti Eldri og yngri borgarar taka í spil í Beiðholtinu. Nýtt Breiðholtslag verður kynnt á menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti í lok febrú- ar. Lagið er eftir Breiðholtsbú- ann Þorvald Jónsson en texti eftir Helga Seljan fyrrum alþing- ismann. Gerðubergskórinn mun frum- flytja lagið á hátíðinni en kór- inn hefur starfað í 20 ár um þessar mundir og er hluti af fjölþættu félagsstarfi sem unn- ið er í Gerðubergi. Lagið er hugsað sem einskonar þjóð- söngur Breiðholtsins, hverfinu er hælt á hvert reipi í textanum sem líður áfram undir austfirsk ættuðum tónum Þorvaldar sem sjálfur er Austfirðingur. Nýtt Breiðholtslag kynnt á menningarhátíð

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.