Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 13

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 13
ÍBreiðholtshverfunum er nokk-ur hluti íbúa af erlendu bergibrotinn. Hér er um innflytjend- ur að ræða sem flust hafa til landsins ýmist vegna atvinnu, sem makar Íslendinga eða af öðr- um ástæðum. Hlutfall innflytj- enda hér er í sjálfu sér ekkert hærra en víða annars staðar í borginni en þó er fjöldi þeirra hærri í einstökum götum hverf- anna. Ýmislegt hefur verið gert, og er reyndar í gangi, af ýmsum aðilum og stofnunum til að auð- velda innflytjendum að aðlagast hinu nýja samfélagi sem þeir hafa kosið að búa í. Það þarf líka að uppfræða og kynna Íslendingum (innfæddum) að umgangast inn- flytjendur af virðingu og jafnrétti. Og alltaf má gera betur í þessu efni. Af reynslu annarra þjóða má læra að oft hafa orðið hnökrar í sam- skiptum innflytjenda og þeirra innfæddu. Oftast nær verða þess- ir árekstrar vegna tortryggni og jafnvel fáfræði og vanþekkingar frá báðum hliðum. Með skipu- lögðum og samhæfðum aðgerð- um má í nær öllum tilfellum forð- ast þá vankanta sem upp koma og búa okkur samfélag þar sem allir njóta sannmælis og réttlætis án kynferðis, uppruna, trúar- bragða, menningar eða hvers þess annars sem kann að að- greina okkur. Í Fella- og Hólakirkju hefst nú í haust tilraunaverkefni til að reyna að ná til innflytjenda og þá sérstaklega þeirra sem búa hér í hverfunum. Verkefnið hefur verið kallað „Kirkjan fyrir alla“. Mark- mið þess er að gefa innflytjend- um tækifæri til að koma saman og blanda geði við okkur innfædda. Fella- og Hólakirkja vill stuðla að því að innflytjendur finni í kirkj- unni uppbyggilegan stað og gef- andi samfélag fólks sem er tilbúið að kynnast innflytjendum, að- stoða þá eftir mætti að aðlagast samfélaginu. Einnig að við, inn- fæddir, fáum tækifæri til að kynn- ast innflytjendum, löndum þeirra, sögu og menningu svo það auð- veldi okkur að stofna til vináttu og gagnkvæms skilnings. Hér í Fella- og Hólakirkju höfum við verið að undirbúa þetta verk- efni í góðri samvinnu við stofnan- ir og einstaklinga sem hafa reynslu á þessu sviði og einnig við einstaklinga sem eru innflytj- endur og hafa búið hér um lengri eða skemmri tíma. Búið er að móta ýmis verkefni sem kynnt verða nánar síðar. Þau miða öll að því að opna kirkjuna fyrir inn- flytjendur og ekki síður til að kalla á þá innfædda sem vilja koma og vera með í þessu starfi. Ljóst er að þetta verkefni stendur og fellur með því að bæði innflytj- endur og innfæddir taki höndum saman og vinni með okkur að þessu verkefni. Fjölmargir aðilar hafa heitið okkur liðsinni. Kirkjan er ekki bara hús. Hún er samfélag fólks sem vill í trú og kærleika vinna að jákvæðu og uppbyggilegu starfi til að bæta samtíma sinn, samskipti og vin- áttu þeirra sem hana sækja og sinna. Hún er því að mörgu leyti kjörinn vettvangur til þessa verk- efnis og hefur biskup Íslands og kirkjuráð þjóðkirkjunnar hvatt og stutt Fella- og Hólakirkju til að takast á hendur þetta verkefni. Þann 23. september n.k. hefst verkefnið formlega með málþingi í safnaðarheimili kirkjunnar. Mál- þingið sem nefnt er „Öll eitt-en ekki eins“ hefst kl. 10 og stendur til kl. 13. Einstaklingar, innfæddir og innflytjendur munu flytja stutt ávörp, borgarstjóri og borgarfull- trúar munu ávarpa málþingið og taka þátt í umræðum ásamt öðr- um. Öllum er heimil þátttaka og er aðgangur ókeypis. Ég vil hvetja sem flesta til þátt- töku og kynna þetta fyrir þeim innflytjendum sem þeir þekkja og eru nágrannar. Vinnum þetta verk saman til að gera okkar góða hverfi enn betra og bæta ímynd þess enn betur en áður. JÚLÍ 2006 13Breiðholtsblaðið Auglýsingasími: 511 1188 & 895 8298 TI L UMHUGSUNAR Eftir sr. Svavar Stefánsson Innflytjendur í Breiðholti Grill og ostur – ljúffengur kostur! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Ljósmyndasam- keppni um betra Breiðholt Þjónustumiðstöð Breiðholts efnir til ljósmyndasamkeppni meðal íbúa í Breiðholti í tengslum við fegrunarátak Reykjavíkur sem verður í Breiðholti 22. júlí. Þema keppninnar er mannlíf og um- hverfi í Breiðholtinu og slag- orð er ,,BETRA BREIÐHOLT„ Hver þátttakandi má senda inn þrjár myndir á stafrænu formi eða á pappír. Frestur til að skila inn myndum er til 15. ágúst n.k. Stafrænar myndir skal senda á póstfangið: betra- breidholt@reykjavik.is. Prent- aðar myndir skal senda í pósti eða skila í Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, 109 Reykjavík, merktar ,,Betra Breiðholt“. Að keppninni lok- inni verða bestu myndirnar sýndar á ljósmyndasýningu í göngugötunni í Mjódd og birtar í Breiðholtsblaðinu. Vegleg verðlaun frá Myndvali í Mjódd eru í boði fyrir fimm bestu myndirnar. Breiðholtsbúar eru hvattir til að taka þátt í sam- keppninni og festa á mynd mannlíf og umhverfi í sínu frá- bæra hverfi. Þess má geta að kynningarbæklingi um ljós- myndasamkeppnina var dreift á öll heimili í Breiðholti um síð- ustu helgi.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.