Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 1

Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 1
Þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjóddinni opnar 1. október og þannig verður dagurinn tvíheilag- ur ef svo má segja, því sama dag fer fram hin mikla Breiðholtshátíð. Með tilkomu þjónustumiðstöðvar er blásið til aukins íbúalýðræðis og ýmis þjónusta færist nær fólk- inu. Ragnar S. Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar sagði í samtali við Breiðholtsblaðið að hann og hans starfslið, um 30 manns, voni að Breiðholtsbúar notfæri sér þá þjónustu sem hér verður í boði en hún snýr að fjölmörgum þáttum hins daglega lífs hjá almenningi. Ragnar sagðist afar ánægður með starfsmenn sína, þar væri samvalinn hópur fólks sem vildi láta gott af sér leiða í hverfinu. „Þetta verður mikill hátíðisdagur í göngugötunni hérna í Mjóddinni og við vonum að íbúar taki virkan þátt í hátðinni,“ sagði Ragnar í stuttu spjalli. Á þessum tímamótum verða einnig breytingar hjá lögreglunni í Breiðholti. Lögreglan fær húsnæði á sömu hæð og þjón- ustumiðstöðin og er því að flytja niður í Mjóddina úr Fellunum. 8. tbl. 12. árg. SEPTEMBER 2005Dreift ókeypis í öll hús í Breiðholtinu Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 71 59 0 1/ 20 05 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 71 59 0 1/ 20 05 ■ bls. 4-5 Gísli Marteinn Baldursson Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd           Fólk hvatt til að nýta sér þjónustuna Þjónustumiðstöðin tekur til starfa: BREIÐHOLTSDAGURINN er að öðlast sess sem fastur liður í sumarlokin. Hann verður hald- inn hátíðlegur í þriðja skipti laugardaginn 1. október. Dagur- inn hefur heppnast með miklum ágætum í tvö fyrstu skiptin og ekki annað að ætla en að svo verði einnig nú. Þátttaka almennings, félaga, stofnana og fyrirtækja hefur verið til fyrirmyndar. Menn standa saman í Breiðholti og skemmta sér saman á þessum hátíðisdegi hverfisins. Undir- búningur hefur staðið yfir að undanförnu og ljóst að margt verður um að vera á Breiðholts- deginum, sem ÍTR í Miðbergi annast um. Breiðholtsblaðinu fylgir sér- blað um Breiðholtsdaginn. Þar má lesa um hátíðahöldin. Góða skemmtun, Breiðhyltingar!!! Hátíð í Breiðholti 1. október Breiðholtsdagurinn haldinn hátíðlegur á laugardaginn SANNIR VINIR Ragnar S. Þorsteinsson, Þráinn Hafsteinsson og Ricardo M. Villalobo.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.