Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 14
SEPTEMBER 200514 Breiðholtsblaðið Í júlí síðastliðnum skrifaði Gúst- af Adolf Hjaltason, formaður Sundfélagsins Ægis undir sam- starfssamning við Reykjavíkur- borg fyrir hönd Ægis. Í samningn- um er starfssvæði Ægis skilgreint sem austan Snorrabrautar og sunnan Miklubrautar. Hverfi Ægis eru því Hlíðarnar, Smáíbúða- hverfið, Fossvogurinn - og síðast en ekki síst, allt Breiðholtið. Stjórn Ægis hefur ákveðið að fara í kynningarátak í haust og munu afrekssundmenn félagsins, svo sem Ólympíu- og Heims- meistarmótsfarinn Jakob Jóhann Sveinsson og fleiri sundmenn heimsækja grunnskólana í Breið- holtinu og kynna sundíþróttina fyrir 6 til 10 ára nemendum skól- anna. Vetrarstarfið að hefjast Sundfélagið Ægir er nú að hefja vetrarstarf sitt eftir sumarhlé. Gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara og mun Eyleifur Jóhann- esson, yfirþjálfari félagsins gegna því starfi áfram og stýra starfinu en Eyleifur mun hafa marga vel menntaða og hæfa þjálfara sér við hlið, sem munu sjá um þjálfun einstakra sundhópa. Árangur Ægiringa síðasta keppnistímabil var stórglæsilegur, hvort sem lit- ið er til Ólympíuleikanna, Heims- meistaramótsins eða minni móta á Íslandi. Bikarmeistaratitill og fjölmörg Íslandsmet eru vitni um árangur Ægiringa og stefna fé- lagsmenn á að gera enn betur næsta keppnistímabil. Nú er verið að skrá nýja sund- menn í félagið en boðið verður upp á sundhópa fyrir yngri sundmenn í Breiðholtslaug, Ölduselslaug, Breiðagerðislaug og Í Laugardalslauginni. Hægt er að fá upplýsingar um einstaka sundhópa og skráningu í þá á vefsíðu Ægis, aegir.is og í síma 899 0617. JAK Breiðholt er innan starfssvæðis Ægis Sundfélagið Ægir - Jakob Jóhann Sveinsson og fleiri heimsækja skólana í Breiðholti í haust og kynna sundíþróttina Ægiringar stóðu í ströngu á síðasta keppnistímabil en sundmenn fé- lagsins náðu miklum og góðum árangri á fjölmörgum sundmótum. Hér dregur Kristinn Jaferian ekki af sér í skriðsundi. Ljósm.: JAK Þrír ungir Ægiringar, Siggi Dan Kristjánsson, Hreinn Ingi Örnólfsson og Anton Sveinn McKee taka við verðlaunum á Aldursflokkameistaramóti Íslands.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.