Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 10
Alfreð Þorsteinsson borgar-
fulltrúi og stjórnarformaður
Orkuveitunnar hefur verið í
sviðsljósinu að undanförnu.
Blöðin segja að honum sótt inn-
an flokks, - og skoðanakannanir
sýna að fáir Reykvíkingar
mundu kjósa Framsóknarflokk-
inn ef kosið yrði í dag.
En Alfreð bendir á að ekki verð-
ur kosið í dag, heldur eftir níu
mánuði.. Hann hefur áður þurft
að hafa fyrir því að komast í fyrs-
ta sæti lista flokksins í Reykjavík,
og undanfarin ár hefur hann verið
valdamikill í borgarstjórn, stund-
um kallaður aðalborgarstjórinn.
Breiðholtsblaðinu tókst að króa
Alfreð af mitt í öllum látunum og
var með annars konar vandamál í
huga, ýmis þau mál sem snúa að
Breiðhyltingum, en Alfreð er for-
maður hverfaráðsins í Breiðholti.
Við spurðum hann hvað væri
framundan í verkefnum sem
varða íbúa Breiðholts.
Tekið á í skólamálum
„Eitt af brýnustu úrlausnarefn-
um, sem snúa að Breiðholtinu í
dag, eru framkvæmdir í skóla- og
íþróttamálum. Bæði Öldusels-
skóli og Breiðholtsskóli hafa lengi
beðið eftir úrbótum í bygginga-
málum. Báðir skólarnir hafa not-
ast við of margar færanlegar
kennslustofur í of langan tíma og
mötuneytismál Ölduselsskóla
hafa jafnframt setið á hakanum.
Hverfaráð Breiðholts hefur fjallað
um þennan vanda og tel ég að
búið sé að tryggja fjármagn á
næstu þriggja ára framkvæmdaá-
ætlun til aðljúka þessum brýnu
verkefnum,“ sagði Alfreð Þor-
steinsson.
-Hér í þessu blaði hefur það ver-
ið gagnrýnt að íþróttafélög Breið-
holts eru ekki á sama báti og stóru
klúbbarnir niðri í bæ. Er að vænta
úrbóta í þessum efnum?
„Já, ég held að ÍR-ingar geti
glaðst yfir því að þegar á þessu
ári verður veitt fjármagni til bygg-
ingar gervigrasvallar á félags-
svæði þeirra. Sá völlur verður til-
búinn til notkunar næsta vor,“
sagði Alfreð. „Það er rétt að borg-
aryfirvöld hafa verið ötul við að
liðsinna öllum stóru íþróttafélög-
unum í borginni við uppbyggingu
á íþróttaaðstöðu á félagssvæðum
þeirra. Það má segja að ÍR sé í
röðinni hvað þessa uppbyggingu
varðar. Sjálfir hafa ÍR-ingar lagt
áherslu á gervigrasvöll auk
íþróttahúss. Nú er verið að skoða
nánar hvers konar hús eigi að
reisa á íþróttasvæði þeirra.“
-Hvaða vonir bindurðu við nýju
þjónustumiðstöðina sem opnar í
Mjóddinni um næstu mánaðamót?
„Miklar vonir eru bundnar við
þessa nýju þjónustumiðstöð fyrir
Breiðholtshverfi sem opnar 1.
október. Auk hefðbundinnar
þjónustu í félags-, íþrótta-, og
dagvistarmálum og annarri þjón-
ustu, tengist lögreglan þjónustu-
miðstöðinni með aðsetri á sama
stað í Mjóddinni. Það er komin
góð reynsla af samskonar mið-
stöð í Grafarvogi og er vonast til
að Breiðholtsbúar muni nýta sér
vel þessa miðstöð. Markmiðið er
að færa þjónustu borgarinnar
nær íbúum og skerpa enn hverfa-
vitund Breiðholtsbúa,“ sagði Al-
freið Þorsteinsson í viðtalinu.
-Hvernig metur þú Breiðholts-
hverfin í dag?
„Ég hef nú búið síðan 1972 í
Breiðholtinu. Frá því að fyrstu
íbúarnir fluttu hingað í hverfið
hefur átt sér stað mikil breyting.
Hverfið er orðið gróið, fallegir
garðar við húsin, gangstígakerfi
borgarinnar nýtist háum sem lág-
um vel, hvort sem um er að ræða
gönguferðinr eða hjólreiðar.
Nálægðin við Elliðaárdalinn er
ómetanleg. Þegar einnig er litið til
þess að samgöngur hafa batnað
verulega, má segja að það sé gott
að búa í Breiðholtinu. Nýja þjón-
ustumiðstöðin okkar mun enn
auka á þau lífsgæði sem eru fólgin
í því að búa í Breiðholtinu,“ sagði
Alfreð Þorsteinsson aðlokum.„
SEPTEMBER 200510 Breiðholtsblaðið
Heimsækja
minnissjúkt fólk
hálfsmánaðarlega
Eitt af markmiðum Félagsstarfs
Gerðubergs er að finna þátttak-
endum hlutverk og tækifæri.
Kemur þá margt til, áhugasviðin
eru mörg og reynslubrunnar
ótæmandi. Í mars 1995 hófst sam-
starf við Stoðbýlið Foldabæ,
heimili fyrir minnissjúka sem er í
Grafarvogi. Á þeim tíma var heim-
ilið tilraunaverkefni til þriggja
ára. Reynslan var góð, margir
lögðu hug og hönd að og framtíð-
arrekstur tryggður.
Vinir Foldabæjar frá Gerðu-
bergi, karlar og konur, um það bil
20 manna hópur, hafa heimsótt
heimilið öll árin, annan hvern
fimmtudag, nema í sumarleyfi Fé-
lagsstarfsins. Það er spjallað,
sungið og dansað, og fyrir jólin
er laufabrauðsskurður. Þrisvar á
ári gera menn sér sérstakan daga-
mun. Það er í nóvember áður en
jólaasinn fer af stað, á Þorranum,
og loks er grillað í garðinum áður
en félagssstarfið fer í sumarleyfi.
Í ár var útigrillið reyndar haldið
síðar eða þann 23. ágúst.
Starfsfólk, vinir og ættingjar
heimamanna komu saman og
héldu hátíð. Það var grillað í
garðinum, allir unnu saman og
það var sungið og spjallað og
samglaðst í þessu góða samfélagi.
Sérstaka athygli vakti hversu
mörg börn og unglingar voru
saman komin og tóku virkan þátt.
Vinabandið flutti gömlu, góðu lög-
in og Sigvaldi Þorgilsson dans-
kennari stjórnaði línudansi, sem
hann kenndi þarna á staðnum.
Að sögn Margrétar Lilju Einars-
dóttur forstöðumanns Foldabæj-
ar komu 85 manns saman þennan
dag.
„Það er hrein upplifun og for-
réttindi að vera þátttakandi í svo
góðu og gefandi samstarfi sem
áunnist hefur á einlægan og
traustan máta,“ sagði Guðrún
Jónsdóttir í Gerðubergi. „ Í öllu
þessu starfi er mikil álúð og dug-
ur þar sem hæfileikar og hjarta-
hlýja eru í fyrirrúmi. Allt þetta
góða fólk sem leggur af mörkum
svo gott starf að líta til annarra
sem lakar eru settir á ómældar
þakkir skilið fyrir svo frábært
brautryjendastarf sem unnið hef-
ur verið án nokkurrrar fyrirmynd-
ar,“ sagði Guðrún í spjalli við
Breiðholtsblaðið.
-fólk úr Félagsstarfinu í Gerðubergi
hefur stutt við bakið á íbúum í
Foldabæ í áratug
ÞORGRÍMUR KRISTMUNDSSON heitir hann munnhörpuleikarinn sem
hér spilar listilega með Gerðubergskórnum sem Kári Friðriksson
stjórnar af röggsemi, en píanóundirleik annast Unnur Eyfells og hún
stjórnar kórnum af og til, hress kona komin á níræðisaldurinn.
Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi og formaður hverfa-
ráðs Breiðholts segir margt gott í spilunum í framfara-
málum Breiðholtsins:
Á þessari mynd sést formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur taka
á móti forseta Indlands Dr. Abdul Kalam og forseta Íslands Ólafi
Ragnari Grímssyni í heimsókn í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Aðstaða ÍR-inga verður
stórbætt, byggingamálum
skóla kippt í liðinn