Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 5
ið bað mig að lýsa þeim leik þar sem ég væri KR-ingur og fyrrum Leiknismaður. Af því gat nú ekki orðið,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að Leiknir hafi verið rekinn af nokkrum vanefnum og stærri félög sóst eftir efnilegum strákum með tilboðum, „strætómiðum og takkaskóm“. Hann segir að for- ráðamenn Fram hafi farið í bekk- ina í Hólabrekkuskóla og fiskað þar. Gísli Marteinn gafst upp á strætóferðunum niður í Safmýri og koma aftur til Leiknis sem sókndjarfur tengiliður. Heilsuspillandi Háskólapólitík En hvenær hófust afskipi af pólitík? „Maður fór að finna fyrir póli- tíkinni í Versló. En ég var mikið í félagslífinu og formaður nem- endafélagsins og gerði í því að halda pólitíkinni utan við, vildi ekkI vera fulltrúi bara sumra í nemendafélaginu. Á síðasta ári í skólanum kom Hannes Hólm- steinn og kenndi okkur stjórn- málafræði. Hann hafði mikil áhrif á mig eins og fleiri. Í Háskólanum fór ég inn í stjórn Vöku á öðru ári mínu í háskólanum. Ég var alltaf virkur í SUS og Heimdalli, mætti á fundi og tók þátt í öðru starfi, en var aldrei í forystu þar, Vaka tók mikinn tíma og þar varð ég for- maður,“ segir Gísli Marteinn. Átökin um völd í háskólanum voru harkaleg. Um Gísla Martein myndaðist þéttur hópur sem enn heldur saman og hittist reglulega. En átökin kostuðu sitt. „Satt best að segja gerðist það í Vöku að ég keyrði mig gjörsamlega út. Ég gleymdi sjálfum mér, gleymdi að borða og ég gleymdi að sofa og var orðinn hálf heilsulaus. Þetta var bara svo skemmtilegt, strákar og stelpur, mikið fjör og kraftur í starfinu. Ég var farinn að sofa þetta þrjá tíma á nóttu sem er kannski í lagi á einni vertíð, en þetta voru nokkrar vertíðar í röð. Ég var ekki bara búinn með bens- íngeyminn, heldur var ég langt kominn með varatankinn líka. Ég var sífellt með hálsbólgu og alls konar uppákomur. Við Vala, kærastan mín, ákváðum um að sækja saman um Erasmusstyrk og fengum hann til að fara í nám í Þýskalandi. Áður fórum við í hálft ár og unnum sem flugþjónar hjá Atlanta í pílagrímsflutningunum. Okkur langaði til að safna okkur fyrir íbúð. Þarna vorum við í hálft ár, alveg þangað til kom að nám- inu í Þýskalandi. Gísli Marteinn segir að dvölin í Saudi Arabíu hafi verið mikið æv- intýri. „Þarna bjuggum við á þess- um skrítna stað sem Saudi Arabía er. Og við vorum að fljúga víða um, vorum kannski viku í Bang- kok, lengi í Kaíró og víðar í Aust- urlöndum. Það var einstakt að fá að kynnast þessum heimshluta, sérstaklega Arabaheiminum. Þetta var mjög gagnlegt og við öðluðumst meiri þekkingu á kost- um og göllum þessarar menning- ar. Við unnum með fólki frá Asíu og kynntumst hugarheimi þess fólks. „Þegar við lentum með píla- grímana í Medína, þeirri helgu borg, grét fólkið yfir að vera kom- ið. Það gerist í þessu pílagríms- flugi að margir deyja. Fólkið hefur sumt bókstaflega haldið í sér líf- tórunni með voninni um að kom- ast til Mekka eða Medína Það er ein af frumskyldum mú- hammeðstrúarmanna að komast til heilögu borganna. Við vorum undir það búin að bregðast við því að fólk kynni að deyja,“ segir Gísli Marteinn. „Þetta voru nú engin hágæða þjónustuflug. Sums staðar, til dæmis í Nígeríu, koma menn jafnvel með búfénað um borð, lifandi hænur sem nesti til fararinnar.“ Fastráðinn á Sjónvarpinu Hrafn Gunnlaugsson gerðist ör- lagavaldur í lífi Gísla Marteins. Hann starfaði sem dagskrárstjóri Sjónvarpsins og auglýsti eftir ungu fólki og Gísli byrjaði með þátt um hugðarefni ungs fólks, þá rétt orðinn tvítugur. Þetta leiddi til sunnudagsþáttar í beinni út- sendingu með Magnúsi Bjarn- freðssyni og Salvöru Nordal. „Eftir að hafa verið í pílagríms- fluginu og síðar í Þýskalandi kom- um við Vala heim. Ég fór til Ólafs Sigurðssonar á fréttastofu sjón- varpsins og sagðist hafa áhuga á að fjalla í sjónvarpinu um þýsk stjórnmál. Ég var að verða búinn með námið mitt og var tilbúinn til að fresta námslokunum. Það fór nú svo að ég var ráðinn á Sjón- varpið og hef verið þar nánast síðan. Ég var fastráðinn á frétta- stofunni og kunni því afar vel“. Um áramót 2000 var unnið að því að setja á fót þáttinn Kastljós og tók Gísli virkan þátt í því. „Meiningin var að fá Egil Helga- son sem stjórnanda. Á síðustu stundu segir Egill nei takk! Þá gerðist það á fundi okkar félag- anna að þau segjast ekki leita lengra, heldur sé það einróma vilji þeirra að fá mig í þetta. Ég vildi það hreint ekki í byrjun, en eftir nokkra umhugsun ákvað ég að vera með Rögnu Söru Jóns- dóttur vinkonu minni í þættinum, og ég sé ekki eftir því. Sviðsmynd- in var smíðuð á mettíma en þátt- urinn að öðru leyti lítt mótaður. Fyrsta Kastljósið fór í loftið 3. jan- úar 2000, eina sem var ákveðið fyrirfram var nafnið,“ segir Gísli Marteinn. Stjórnmál og sjónvarps- mennska -En stjórnmálaþátttakan kemur upp úr þessu? „Í mars 2002 hafði Björn Bjarna- son samband við mig. Hann hafði ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti Sjálfstæðisflokksins það vor. Hann vildi gjarnan að ég yrði með. Ég ákvað að stökkva á þetta enda alltaf haft mikinn áhuga á borgarmálum og langaði til að vera með. Ég hef líka alltaf virt Björn sem vandaðan stjórnmála- mann, ég var viss um að hann væri það sem borgin þyrfti, góður rekstrarmaður sem setti sér markmið og stæði við þau. Þetta fór nú þannig að borgarbúar vildu gefa Ingibjörgu Sólrúnu eitt kjörtímabil í viðbót. Ég var það neðarlega á listanum að ég varð ekki borgarfulltrúi, en ég hafði ráðgert að vera eingöngu í borg- inn og hætta á Sjónvarpinu. Aðrar stöðvar vildu nýta mina krafta, en þá komu þeir að máli við mig yfir- menn mínir á Sjónvarpinu. Þeir sögðust vera að fara af stað með Spaugstofuna og þeir þyrftu að framleiða þátt, sem að vísu mátti ekki kosta miklar peninga, en átti að vera milli frétta og Spaugstof- unnar á laugardagskvöldum. Þátt- inn átti að taka upp fyrirfram á vinnutíma í stúdíói. Mér var boð- ið að móta þennan þátt frá grun- ni. Ég tók þetta að mér, ef þeir vildu ábyrgjast að það bryti ekki í bága við neinar reglur RÚV að vera með varaborgarfulltrúa í vinnu. Það kom í ljós að fordæmi væru fyrir þessu og enginn ágreiningur um störf mín. Ég tók þetta því að mér og þannig byrj- aði Laugardagskvöld og það naut strax vinsælda og hefur verið á dagskrá allt þetta kjörtímabil,“ segir Gísli Marteinn sem ákvað að hætta með þáttinn í vetur eftir hundrað þætti. „Þetta var stórskemmtilegt starf og algjör forréttindi að vera í vinnu og geta tekið tali fólk sem er að gera spennandi hluti. Auð- vitað voru viðmælendur mis- skemmtilegir eins og gengur og þættirnir misvel heppnaðir. Ég reyndi að kynna mér málin, las ævisögur fólks og fleira til að kynna mér persónurnar,“ segir Gísli Marteinn sem nú stendur í þeim sporum að vinna að próf- kjöri innan stærsta stjórnmála- flokks landsins. Strákurinn úr Breiðholti, unglegur og frísklegur með smitandi hlátur þarf nú að sannfæra flokksmenn um að hann sé réttur maður til að hnekkja veldi vinstri aflanna í borginni. Viðtal: Jón Birgir Pétursson. SEPTEMBER 2005 5Breiðholtsblaðið FJÖLSKYLDAN - Gísli Marteinn og kona hans og dætur á ferðalagi um Vestfirðina í sumar. Auglýsingasími: 511 1188 & 895 8298 Nicorette Freshmint 2 mg og 4 mg í 210stk.pakkningum Nicorette Freshmint er mýkra undir tönn en gefur jafnframt þessa skemmtilegu brakandi áferð. Aukaskammtur af piparmyntuolíu, mentóli og xylítóli gefur ferskt og langvarandi myntubragð og marrandi yfirborð. 20%afslátturtil 23.október Se pt em be r 20 05

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.