Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 4

Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 4
SEPTEMBER 20054 Breiðholtsblaðið V I Ð T A L I Ð Gísli Marteinn Baldursson er 33 ára gamall Breiðholts- búi, hann er rótgróinn hér enda þótt hann sé nú fluttur niður í borgina, orðinn Vesturbæingur og KR-ingur eins og dæturnar tvær. En í hartnær aldarfjórðung bjó hann í Breiðholtshálend- inu á hæsta punkti Reykja- víkur. Fjölskyldan bjó í blokkinni að Álftahólum 2 frá fæðingu Gísla Marteins til átta ára aldurs, og síðar í Hraunbergi 21 þar sem for- eldrar þeirra Stefaníu syst- ur Gísla, þau Elísabet Jóna Sveinbjörnsdóttir leikskóla- kennari og Baldur Gíslason kennari og skólameistari við Iðnskólann í Reykjavík, reistu fjölskyldunni hús. Gleymda hverfið -Þú vilt verða borgarstjóri Gísli Marteinn, strákur úr Breiðholtinu fyrir aðeins nokkrum árum? „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um það að ég vilji verða borgarstjóri. Aðalatriðið er að koma Sjálfstæð- isflokknum að við stjórn borgar- innar. Ég vil leysa þau verkefni sem bíða úrlausnar, vannýtt tæki- færi bíða út um alla þessa borg. Mér finnst við geta gert betur en við erum að gera, jafnvel þótt við sjáum það sem R-listanum hefur lánast að gera vel. Við eigum til dæmis ekki að sætta okkur við það að gæsla fyrir börnin okkar og skólarnir séu bara á hálfum hraða á haustin, haust eftir haust. Ég skil heldur ekki af hverju við sættum okkur við það að opnu svæðin okkar í borginni, séu lak- ari en í nágrannalöndunum, í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi eða í öðrum bæjum og borgum. Ég var á fundi hérna í Breiðholtinu um daginn og góður Breiðhylting- ur sýndi fundarmönnum myndir af opnu svæðunum hérna. Þar sást nokkuð sem mér fannst leið- inlegt að sjá. Lélegir fótboltavell- ir, körfuboltavellir, róló, - víða eru leikföng ryðguð í sundur eða brotin. Þetta eigum við ekki að láta bjóða okkur. Þegar umhverf- ið er fyrsta flokks, þá ganga börn og unglingar líka betur um en ella. Opin svæði hérna í Breið- holtinu, þessu yndislega barn- væna hverfi, eru borgaryfirvöld- um ekki til sóma og sýna að þau horfa annað en hingað,“ sagði Gísli Marteinn. „Við erum ein rík- asta þjóð heims, erlendir fjöl- miðlamenn segja frá efna- hagsundrinu Íslandi. Hvers vegna getur slík þjóð ekki haft hlutina í lagi? Við þurfum að setja okkur markmið. Hér Í Breiðholtinu þarf að efla stuðning við íþróttafélög- in, bókasöfnin á að efla, en ekki draga úr þjónustu eins og gert var í Seljasafni, reyndar átti að loka því safni, en okkur sjálfstæð- ismönnum tókst að koma í veg fyrir það. Hér erum við í Gerðu- bergi, fínni menningarmiðstöð sem mætti nýta enn betur. Hér fyrir utan er eitthvað torg sem einhver stjórnmálamaður lét gera, en er fáum til gagns. Hvað skyldi vera langt síðan borgar- stjórarnir komu hingað í Breið- holtið og töluðu við fólkið,“ spyr Gíslil Marteinn. Reykjavík er skemmtileg borg -Þú getur trútt um talað, sleist barnsskónum á þessum slóðum í Breiðholtinu. Sumum finnst þú reyndar allt of ungur, of barnaleg- ur, og aðrir telja að þú hlægir of mikið af borgarstjóraefni að vera. Er vont að hlæja? „Ég er 33 ára og mér finnst ekk- ert að því að menn á þeim aldri axli ábyrgð. Ég heyrði það um daginn að akkúrat helmingur borgarbúa sé eldri en ég og hinn helmingurinn yngri. Ég upplifi mig því ekki á einhverjum stórfurðulegum aldri. Sumir eru fastir í því að pólitík eigi helst að vera leiðinlegt karp og að stjórn- málamenn megi ekki slá á létta strengi. Ég er á öðru máli og tek ekki þátt í svona löguðu. Borgar- málin varða okkur miklu og þau eru nánast fyrir utan gluggann hjá okkur. Þau eiga að vera skemmti- leg, þau eiga snúast um úrlausn- arefni, um góðar hugmyndir og jákvæðni. Þau eiga að snúast um það hvernig við gerum samfélag- ið í kringum okkur betra. Og auð- vitað vita allir að það er hollt að hlæja.“ -Reykjavík er kannski leiðinleg borg? „Alls ekki, mér finnst Reykjavík þvert á móti mjög skemmtileg borg, en hún gæti verið ennþá skemmtilegri.“ -Kannski vantar mannfjöldann í borgina? „Það horfir til betri vegar og þess vegna vil ég ekki byggja við Úlfarsfell, ég vil fresta því og hlúa til dæmis að þessu góða hverfi hér. Það er ástæðulaust að ráðast í uppbyggingu á 20 þúsund manna hverfi við hliðina, þegar við erum ekki enn búin að gera þetta hverfi eins og við viljum hafa það. Mér finnst oft eins og hverfin austan Elliðaáa séu gleymd, Breiðholt, Árbær, Grafar- holt og Grafarvogur. Þjónustan sem er hér í kring er lítið í blöð- um og fréttum. En þegar maður fer og skoðar svæðið, þá sér mað- ur þetta sem ég lýsti áðan, van- nýtt tækifæri í yndislegu hverfi. Eru Breiðhyltingar annars flokks? Það á ekki að vera svoleiðis því óvíða er betra að búa og ala upp börn en einmitt hér.“ Gísli Marteinn segist sjá fyrir sér þéttingu í borgarlandinu. Hann sér líka fyrir sér að byggð komi í Geldinganesi sem verði í 10 mínútna fjarlægð frá miðborg- inni þegar Sundabrautin kemur. Og hann tók af skarið nýlega í flugvallarmálinu, hann vill Reykja- víkurflugvöll burt. Minningar úr Breiðholti „Minn heimur var hér. Manni þótti vegalendir miklar á þessum slóðum þar sem við erum núna í Gerðuberginu. Þegar ég var sjö ára voru Bergin að byggjast upp, Hólarnir komu fyrr. Ég man að ég var gerður út með nesti og nýja skó í bakpoka til að fara úr Álfta- hólum yfir í Hraunbergið þar sem pabbi var að byggja yfir okkur. Hann er laghentur maður, lærði fyrst rafvirkjun, og gerði þetta með hjálp smiða sem voru að kenna í Fjölbrautaskólanum. Þetta fannst sjö ára strák mikil svaðilför, enda yfir óbyggð svæði að fara, móa og mela. Fjölbrauta- skólinn einn var þá risinn á þessu svæði,“ rifjar Gísli Marteinn upp. Hann bjó á þessum árum í næst- neðsta húsinu við Elliðaárdalinn sem var kjörið leiksvæði fyrir ungt fólk sem fann hreiður þar á vorin og tíndi ber á haustin. „Núna er uppvakinn áhugi menntamanna á Breiðholti og á dögunum var haldin þessi mikla og fræðilega sýning á Breiðholti og þá vorum við kallaðir til sem hér erum uppaldir. Mér er minn- isstætt viðtal við skelegga og góða konu sem sagði að þegar hún greindi fólki frá því að hún væri að flytja í Breiðholtið á sjö- unda áratugnum, þá var horft á hana líkt og hún hefði verið að missa einhvern nákominn sér. Fólk samhryggðist henni að flytja á þennan hræðilega stað. Þetta vonda álit sumra á Breiðholtinu fór fram hjá okkur krökkunum. Hér var mikið krakkager og eng- inn fullorðinn var að stjórna þessu. Við vorum úti við í leikjum þangað til foreldrarnir komu út á svalir og kölluðu okkur inn. Þetta voru áhyggjulaus ár og minningin er ljúf. Mig minnir að hér hafi alltaf verið gott veður,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að hálf- köruð hús í hverfinu hafi verið að- laðandi í augum kraftmikilla krakka, nánast eins og kastalar og virki. Liljuskóli góður grunnur Liljuskóli var fyrsti skóli Gísla Marteins Baldurssonar og fleiri barna á hans reki, skólann rak Lilja Torp. „Þetta var merkilegur skóli, hún var einskonar dag- mamma hún Lilja en var mennt- aður leikskólakennari. Hún var með okkur í myndlist og ýmsu öðru inni í bílskúr hjá sér. Síðan fór ég í Hólaborg, á spóadeildina sem var elsta deildin þar og Lilja var þá komin sem forstöðumaður á þessum nýja leikskóla,“ segir Gísli. Hann segir að Hólahverfið hafi verið laust við stéttaskipt- ingu. „Sum okkar komu úr litlum blokkaríbúðum, aðrir úr risastór- um einbýlishúsum. En aldrei varð maður var við metnað varð- andi klæðaburð eða annað, það var engin stéttaskipting í gangi. Margir vinir mínir bjuggu í því sem var kallað verkamannabú- staðir sem þótti ekkert skammar- yrði þá, hverfið einfaldlega bland- aðist. Mér þótti gaman af því þegar ég tilkynnti um framboð mitt í Iðnó um daginn að þá birt- ist sægur af gömlum félögum úr Breiðholti,“ segir Gísli Marteinn. Meðal bestu félaga hans voru m.a. Sigurður Kári Kristjánsson, Rúnar Freyr og fleiri. „Þessi bönd sem hérna urðu til trosna ekki svo auðveldlega,“ sagði Gísli Marteinn. Skólaganga í grunnskólakerfinu hófst síðan í Hólabrekkuskóla við sex ára aldurinn og þar var Gísli Marteinn kátur og skemmtilegur skólasveinn sem kennarar minn- ast enn með hlýju. Hótel Mamma „Ég bjó í foreldrahúsum til 22 ára aldurs, ég bjó hér meðan ég var að byrja í háskólanum, þetta var kannski svona „hótel mömmu“ mál. Ég stundaði knatt- spyrnu í Leikni og hef alltaf taug- ar til félagsins. Nú eru þeir komn- ir í 1. deildina og ég vona að þeim gangi þar allt í haginn. Illu heilli var ég ekki í bænum um daginn þegar Leiknir fékk KR-liðið í heim- sókn í bikarkeppninni, KR-útvarp- Sækist eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kosningum til borgarstjórnar í maí á næsta ári, - GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Borgarstjóraefnið uppalið í barn vænu Breiðholtinu FALLHLÍFALEIKUR - Fallhlíf er nokkuð sem ég þarf ekki í þessari baráttu, sem framundan er, sagði Gísli Marteinn og hló dátt sínum alþekkta og smitandi hlátri. Hann var alveg til í að taka þátt í leiknum með börnunum úr frístundaheimilum Breiðholts, kannaðist vel við þennan Fallhlífaleik, sem er vinsæll. GÓÐRA VINA FUNDUR - Guðlaug Sigurbjörnsdóttir á skrifstofunni í Gerðubergi og Kristín Sigurðardóttir einn gestanna í kaffistofu Gerðubergs. Þær þekktu Gísla Martein um leið og hann gekk í salinn og fögnuðu honum vel. Hvarvetna þar sem blaðamaður og Gísli Marteinn fóru um Breiðholtið þekktu ungir sem gamlir Gísla.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.