Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Page 6
Hjá verslunum Bónus, sem eru
orðnar 23 að tölu, fara fram 7,8
milljónir afgreiðslna á ári, - og
það merkilega er að sífelld aukn-
ing á sér stað í fyrirtækinu. Á
síðasta ári jukust afgreiðslur, og
þar með velta fyrirtækisins, um
fimmtung. Það er ekki lítið. Bón-
us hefur nú opnað verslun í Lóu-
hólum, í Hólagarði þar sem Nóa-
tún hefur verið að undanförnu.
Breiðholtsblaðið kom við hjá Jó-
hannesi Jónssyni kaupmanni
sem stofnaði Bónus fyrir 16
árum síðan. Hann segir Breið-
hyltinga ævinlega hafa verið
meðal bestu viðskiptavinanna.
„Við fögnum því að geta nú
þjónað Breiðhyltingum enn bet-
ur, við erum fyrir með tvær búðir
í Breiðholti. Búðin í Hólagarði er
af ákjósanlegri stærð, 1.200 fer-
metrar. Vonandi hugnast við-
skiptavinum þessi verslun vel.
Við lofum því að vera sem fyrr
með lægsta vöruverðið og ágæta
þjónustu,“ sagði Jóhannes.
-Ferðu ekki að hætta að opna
búðir, Jóhannes?
„Nei, ég er ekki að hætta. Mark-
aðurinn kallar á fleiri búðir, hann
kemur til mín, og markaðurinn
hefur aðra húsbændur en þá sem
reka fyrirtækin. Við í Bónus höf-
um reynt að standa okkur frá
fyrsta degi, reynt að þjóna mark-
aðnum, fólkinu sem til okkar leit-
ar. Við vöndum okkur við að ver-
sla. Viðskiptavinir kvarta ekki,
þvert á móti koma þeir til okkar
að eigin frumkvæði, þeir geta
verslað annars staðar og hafa
frjálst val.“
-Er ekki frekar treg samkeppni á
þessu sviði?
„Nei, það er öðru nær, það er
hörkusamkeppni í gangi, hvergi
annað eins. Það hefur ríkt verð-
stríð öll þessi 16 ár sem ég hef
rekið Bónus. En það skemmtilega
sem hefur gerst á þessum tíma
er að í engri grein hefur náðst
annar eins árangur og í sam-
bandi við matvöruverð. Fyrir 16
árum voru þessi útgjöld, til mat-
vara og hreinlætisvara, 24,5% af
ráðstöfunarfé fjölskyldna en hef-
ur undanfarið verið þetta 13 til
14%. Fólk notar þá það fé sem
sparast til að kaupa eitthvað
skemmtilegt, gera eitthvað
áhugavert eitthvað annað en að
eyða fénu í matbjörgina.“
-Er hægt að lækka enn meira
matvöruverð á Íslandi?
„Það er hægt, sérstaklega þegar
innflutningur á erlendum land-
búnaðarvörum verður gefinn
frjálst. Okkar landbúnaðarvörur,
sérstaklega mjólkurvörur, eru
góðar, fólk aðhyllist íslenskar
landbúnaðarvörur. Erlenda var-
an verður þá viðmiðunarverð til
lækkunar. Opinberar álögur eru á
matvælum og lækkun á þeim gæti
auðvitað lækkað matvöruverðið.“
-Einhverjar nýjungar á döfinni
hjá Bónusi?
„Við erum alltaf á vaktinni
gagnvart öllum nýjungum sem
koma að gagni við að lækka vöru-
verð og mæta viðskiptavinunum.
Það tel ég vera ögrunina við að
vera kaupmaður.“
-Hvernig hefur þér liðið sem
kaupmaður með svo vinsælt og
vaxandi fyrirtæki?
„Dásamlega, það er ekki neitt
annað orð yfir það.“
-En þú og Jón Ásgeir hafið
kannski fengið ykkar skerf af
öfund?
„Jú, það er rétt, en það er bara
fylgifiskur velgengninnar. Menn
reyna að finna ótrúlegustu skýr-
inga á því hvers vegna einhverj-
um vegnar betur en öðrum. Fyrir-
tækið okkar hefur alltaf verið
heiðarlegt og það hefur staðið í
skilum. Við höfum hagnast ágæt-
lega. Mottóið okkar var og er að
reka fyrirtækið með gróða en ekki
græðgi. En það hefur nú ekki fall-
ið öllum jafn vel í geð,“
SEPTEMBER 20056 Breiðholtsblaðið
Sundkappinn og rithöfundur-
inn Benedikt S. Lafleur kom í
heimsókn til Félagsstarfsins í
Gerðubergi á dögunum, nýbú-
inn af afreka miklu. Hann synti
yfir 31 fjörð Vestfjarða á
nokkrum dögum. Benedikt var
vel fagnað af fjölmenni sem kom
saman þennan dag. Benedikt
sagði frá sundinu og var hreint
ekki að miklast af því, en sagði
að fyrir honum hefði vakað að
kynna almenningi nátt-
úruperluna Vestfirði, einnig ætti
sundið að vekja fólk til umhugs-
unar um heilbrigða lífshætti.
Með Benedikt í för var Jón
Guðbergsson sem var hans
hægri hönd í framkvæmd
sundsins.
Jón Guðbergsson Guðrún Jónsdóttir og Benedikt sem heldur á
gjöf frá Gerðubergi.
Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus í viðtali Breiðholtsblaðsins:
JÓHANNES JÓNSSON kaupmaður í Bónus segir að viðtökurnar í nýju
búðinni hafi farið fram út björtustu vonum.
Nýja Bónusbúðin í Hólagarði.
Gróði en ekki græði
- 23. Bónusbúðin opnuð í Hólagarði
Sundkappi
í heimsókn