Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Side 13

Breiðholtsblaðið - 01.09.2005, Side 13
Þessi frasi er orðinn dálítiðalgengur hér á landi aðtala um „ríka og fræga fólkið“. Sjálfsagt þykir eftirsókn- arvert að tilheyra þessum hópi og fá að baða sig í ljósi fjölmiðl- anna. En það kostar sitt því fátt er heilagt í þessum geira og nán- ast allt einkalífið lagt á borð fyr- ir almenning. Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af þessu fólki og það fær svona mikið rými í fjölmiðlum. Kannski vantar okkur kóngafjölskyldu til að fylgjast með eins og frændur okkar í Danmörku. Tveir hópar fólks virðast þóumfram aðra eiga greiðaleið inn í fjölmiðla, svo greiða, að manni þykir stundum nóg um. Hvort þeir hópar teljast „ríkir“ eða „frægir“ eða hvoru- tveggja skal ekkert fullyrt um. Annar hópurinn er ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn. Það líður varla svo fréttatími í útvarpi og sjónvarpi að ráðherra, einn eða fleiri, eða þingmaður fái tæki- færi til að koma fram, vera í við- tali eða sýndur við „embættis- störf“. Varla er opnaður vegar- slóði, sprengdur klettur fyrir veg, opnuð verslun, tekin í notkun heimasíða að ráðherra sé þar ekki með skærin að klippa á einhverja borða, umkringdur ljósmyndurum, sveitarstjórnar- mönnum, þingmönnum og öðr- um. Er þetta alltaf svona merki- legt? Ráðherrar boða frétta- mannafundi með lið ráðuneytis- starfsmanna og sérfræðinga í fínum sölum til að kynna á stundum sérkennilega lítilfjör- leg mál sem almenningur hefur sáralítinn áhuga á. Og ósköp líð- ur fólkinu vel í sviðsljósinu. Hinn hópurinn sem færmikla athygli eru fjár-festar. Stöðugt er í út- varpi og blöðum verið að segja frá kaupum þeirra á hlutabréf- um, fyrirtækjum, eignarhaldsfé- lögum, dótturfyrirtækjum eða þeir eru að splundra þessu upp og skipta um nöfn. Mér finnst þessar fréttir álíka áhugaverðar og fréttir af frímerkjasöfnurum sem eru að skiptast á frímerkj- um. Hver hefur áhuga á þessum viðskiptum sem fæstir botna nokkuð í yfirleitt? Og svo er ver- ið að tala aftur og aftur um laun þessa fólks og gróða. Eigum við ekki að gefa þeim bara frí frá sviðsljósinu? Eða hefur almenn- ingur áhuga á þessu? Í flestum löndum eru ráðherr-ar yfirleitt ekki í fjölmiðlumnema þegar stóratburðir eiga sér stað. Yfirleitt er ekki verið að mynda ráðherra sem ferðast landshorna á milli á kostnað al- mennings til að klippa á spotta á nýrri brú yfir lækjarsprænu. Ámeðan við erum svonaupptekin af „fína ogfræga fólkinu“ þá brenna mörg samfélagsmál á almenn- ingi og er talað um það frekar yfirborðslega. Hækkanir á nauð- synjum, starfsemi skóla og leik- skóla, húsnæðis- og lóðamál, menningarviðburðir, frumkvæði fólks í atvinnurekstri og nýjung- ar fá sáralitla umræðu. Og um stjórnmálamenn er oft farið mjúkum höndum þegar þeir eru beðnir að fjalla um erfið mál, eins og heilsugæslu, dagheimil- ismál og önnur verkefni sem brenna á fólki. Þá finnst mér að þeir þurfi sannarlega að svara fyrir sig og gefa almenningi skýr svör. Almenningur sem greiðir sína skatta og skyldur til samfé- lagsins ætlast til að fá þá grund- vallarþjónustu sem samfélagið rekur. Lokanir og frestanir, skortur á þessari þjónustu er verk stjórnmálamanna að leysa. Það á ekki að gera í fjölmiðlum heldur á þeirra vinnustöðum. Stjórnmálamenn eru í vinnu hjá okkur til að leggja leikreglur og skynja þarfir samfélagsins og bregðast við þeim en ekki vera „puntudúkkur“ í fjölmiðlum. SEPTEMBER 2005 13Breiðholtsblaðið TI L UMHUGSUNAR Eftir sr. Svavar Stefánsson Af ríka og fræga fólkinu Smiðjuvegi Hér er ég!Breiðhyltingar búa við góðan kost í nýja kerfinu segir forstjóri Strætó í síðasta tölublaði Breið- holtsblaðssins. Kannski góðan kost miðað við hestvagna en ekki miðað við nútímann. Það er hörmulegt þegar borgarstjórn ásamt her hámenntaðra skipu- lagsfræðinga getur klúðrað al- menningssamgöngum eins og gert hefur verið í Reykjavík með þessu nýja leiðakerfi. Ég hef á undarförn- um mánuðum ritað og bent á margan gallann í kerfinu. Og þann stærstan að efri hverfi borgarinn- ar eru í lélegu sambandi við íþrótta og útivistarsvæðið Laugar- dal sem borgarstjórn eyðir þó stórfé í að byggja meira upp. Frá stórri skiptistöð í Mjódd fer eng- inn bíll niður svo mikilvæga sam- gönguæð sem Suðurlandsbrautin er, þess í stað þarf fólk að híma í vegarkantinum á hraðbrautum bæjarins og láta bílaumferð ausa yfir sig skít og drullu í votviðrum eða skjálfa úr kulda. Það er líka merkilegt að viðkomandi hafa ekki áttað sig á að fólkið sem fer til vinnu árla morguns með sæmi- legri tíðni kerfissins, er að fara til vinnu við að þjónusta þá sem koma um miðjan daginn og þurfa þá á ferðum að halda. Þegar tíðnin er minnst í kerfinu er líka einkennilegt að þar sem fleiri en ein leið liggur um þá séu bílarnir á sama tíma, svo missir þú af vagni þá missir þú alla og biðin verður 19-29 mínútur. Það kostar ekki pening að breyta þessu. Ein af staðreyndunum er að fólk úr Breiðholti- efra er í bestu þjónustusambandi við Kópavog. Flest önnur svæði krefjast lengri ferðatíma og fleiri skiptinga en í því gamla og það víðs fjarri hlýrri skiptistöð Mjódd- arinnar. Ýmislegt: Hvar er tenging allra efri hverf- anna? Víða má skapa meiri notkunnarmöguleika kerfissins með viðbótar biðstöðvum, t.d. við útivistarsvæði. Ef ég þarf að fara í Vatnsendahverfið þá þarf ég fyrst að fara niður í Mjódd þó leiðirnar mætti tengja með biðstöð á Breiðholtsbraut móts við Jafnasel. Ef svokölluð skýli sneru bakhlið í götuna vernduðu þau fyrir aur og drullu. Hvers vegna ekki nýja hugsun í samgöngum? Breytingar þessar á leiðakerfi, götum og biðstöðvum hafa kostað okkur skattborgarana stórfé, og því mætti velta fyrir sér hvort ekki væri hagkvæmara að leggja gott kerfi rafdrifinna gangbrauta um mörg hverfin að stórum og fáum skiptistöðvum sem strætisvagnar tengdu saman. Slík færibandakerfi notuðu innlenda orku og væru ekki háð tímatöflum og fjölda bíl- stjóra. Þær mættu og þyrftu að vera yfirbyggðar og fjöldastýrðar eins og stigar í mörgum brautar- stöðvum erlendis. Björn Finnsson Umsjónarmaður Plútó frístunda- heimilis ÍTR í Fellaskóla Sími 847- 1612, í vinnu 557.-3550 Miðberg. Hvar er góði strætókosturinn? Björn Finnsson. Atlantsolía opnar á næstu dögum bensínstöð við Skeifuna í Reykjavík. Stöðin er sú þriðja í röðinni sem reist er á höfuð- borgarsvæðinu en samskonar stöðvar eru á Sprengisandi og við höfnina í Hafnarfirði. Stað- setning var valin með tilliti til góðs aðgengis en hún stendur á horni lóðarinnar hjá Krónunni. Líkt og með aðrar stöðvar Atl- antsolíu þá verður einungis tek- ið við kortum en að sögn Huga Hreiðarsson, markaðsstjóra geta einstaklingar sem ekki hafa hefðbundin kredit eða debitkort fengið Atlantsolíukort þeim að kostnaðarlausu. Segir hann slík kort vinsæl enda veiti þau af- slátt af eldsneyti. Aðspurður segir ástæður þess að ekki sé tekið við pengingum þá að pen- ingasjálfsalar verði oft fyrir barðinu á einstaklingum í leit að fjármunum, tæma þurfi þá reglu- lega, seðlar vilji festast í þeim sem allt kosti þetta mikila vinnu og kostnað sem ekki samræmist stefnu Atlantsolíu. Á mánudaginn tók Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og for- maður Skipulagsráðs Reykjavík- ur skóflustungu að nýrri bensín- stöð Atlantsolíu. Bensínstöðin mun rísa að Bíldshöfða 20 á lóð Húsgagnahallarinnar við gatna- mót Höfðabakka og Bíldshöfða. Stöðin mun verða eitt helsta samkeppnisafl Atlantsolíu í Reykjavík en henni er ætlað að þjóna Grafarvogs- og Grafar- holtsbúum og Breiðholtsbúum sem og íbúum Mosfellsbæjar sem sækja vinnu til borgarinnar. Atlandsolía opnar tvær nýjar bensínstöðvar Nýja bensínstöðinn við Skeifuna.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.