Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Page 4

Breiðholtsblaðið - 01.09.2006, Page 4
SEPTEMBER 20064 Breiðholtsblaðið V I Ð T A L I Ð Jónína Bjartmars tók við emb- ætti umhverfisráðherra á liðnu sumri. Hún hefur átt sæti á Al- þingi um árabil en tók þar á undan þátt í margvíslegu félags- starfi, gegndi m.a. formennsku í samtökunum Heimili og skóli um árabil og stóð að stofnun FKA- Félagi kvenna í atvinnu- rekstri og var fyrsti formaður þess. Hún segir starf sitt að fé- lagsmálum hafa leitt til að hún hóf að starfa á vettvangi stjórn- málanna og síðar þá ákvörðun að gefa kost á sér til setu á Al- þingi. Jónína er Breiðholtsbúi. Hún flutti í Seljahverfið fyrir tæpum tveimur áratugum árum ásamt eiginmanni sínum, Pétri Þór Sigurðssyni hæstaréttarlög- manni, og sonum þeirra tveim- ur, Birni Orra og Erni Skorra. Tengslin við náttúruna drógu mig að Seljahverfinu „Seljahverfið er fyrir löngu orð- ið að heimkynnum mínum. Ef ég lít til síðari ára, þeirra sem ég hef starfað í pólitíkinni, þá er Breið- holtið mín heimahöfn.“ Jónína segir þau hjónin hafa verið búin að leita nokkuð eftir húsnæði í út- jaðri byggðar þegar Seljahverfið hafi orðið fyrir valinu. „Við vorum að leita að framtíðarhúsnæði og sem líkustum aðstæðum og við höfðum alist upp við en fjölskylda mín bjó um tíma í útjaðri byggðar í Kópavogi þaðan sem stutt var í opin svæði, náttúruna og jafnvel húsdýr, sem menn bjuggu þá með í bæjarlandinu. Það var fyrst og fremst kyrrðin og nálægðin við opin svæði og náttúruna sem urðu til þess að við settumst að efst í Seljahverfinu í Vatnsenda- hvarfinu. Annars er ég innan úr Hverfi eins og það heitir á milli þeirra sem ólust upp í Bústaða- og Smáíbúðahverfinu og mér finnst ég alltaf tilheyra þeim hluta borgarinnar.“ Jónína segir að nokkuð vítt til hafi verið til veggja í Seljahverfinu lengi framan af en umhverfið hafi vissulega breyst mikið á þeim nær tveimur áratug- um sem þau hafi búið þar. „Þar sem áður voru óbyggð svæði allt í kring hefur byggðin í Kópavogi teygt sig nú. En það hefur verið gott að búa í Breiðholtinu, synir okkar hafa alist þar upp og voru þar bæði í leikskóla, á Hálsaborg og síðan í Ölduselsskóla og ég hef kynntist aðstæðum fólks í hverf- inu ekki síst gegnum starf mitt að skólamálum“. Jónína segir nauðsynlegt fyrir stjórnmálamenn að huga að heimahögunum og gefa aðstæð- um í heimabyggð glöggt auga. Breiðholtið sé stærsta borgar- hverfið í Reykjavík, einskonar borg í borg. „Mér finnst stundum einblínt um of á 101 svæðið og fólkið sem þar býr en stóru út- hverfunum ekki gefinn sá gaumur sem þeim ber. Ég hef verið upp- tekin af og hvatt til að stuðnings við verslun og þjónustu innan hverfisins vegna þess að mér finnst það skipta mjög miklu máli fyrir íbúana og ekki síður hverfis- samfélagið sem heild“ Viljum geta verið stolt af heimahögunum Jónína segist einnig láta sér mjög annt um útlit Seljahverfis- ins og raunar alls Breiðholtsins. „Ég tók því yfirlýsingum nýlega kjörins borgarastjóra um fegr- unarátak mjög fagnandi og ég vona að þessu átaki verði fylgt eftir en mér hefur fundist Breið- holtið hafa orðið útundan mörg undanfarin ár.“ Jónína segir að margir staðir innan Seljahverfis- ins, þar sem hún fer daglega um, beri þess glögglega merki að þeim hafi ekki verið sinnt. „Ég held að ef þessu átaki borgar- stjóra verði fylgt eftir þá verði það hvatning fyrir íbúana til þess að leggja enn meiri rækt við sína eigin garða og umhverfi húsa sinna. Ég tel einnig mikilvægt að hafa góða umhirðu og umgengni um umhverfið fyrir ungu fólki sem verði því hvatning til þess að tileinka sér snyrtimennsku.“ Ég vil hvetja borgaryfirvöld til þess að láta ekki staðar numið við átakið á liðnu sumri heldur að halda þessu tímabæra og merkilega starfi áfram af fullum fullum krafti. Ég vil að við getum verið stolt af hverfinu okkar hvort sem um umhirðu þess og útlit eða aðra þætti er að ræða og vil leggja mitt af mörkum til þess að svo geti orðið.“ Skólinn og samfélagið Jónína var á sínum tíma í for- svari fyrir foreldrasamtökin Heimili og skóli auk þess að Umhverfismálin eru engum óviðkomandi Jónína Bjartmars umhverfisráðherra. Loðfóðruð stígvél Stærðir 25-35 Verð kr: 4.795.- Með hverju keyptu pari fylgja inniskór að eigin vali á barnið! SKÓVERSLUN Í ÞÍNU HVERFI MJÓDDINNI S: 557 1291 SPÖNGINNI S: 587 0740 Vandaðir skór á alla fjölskylduna í stærðum 16 - 50

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.