Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 11

Vesturbæjarblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 11
Fiskisaga er einfaldlega frábær fiskverslun sem býður upp á mik- ið úrval af gómsætum og girni- legum gæðafiskréttum, framandi jafnt sem hefðbundnum. Þegar komið er inn í Fiskisögu á Vega- mótum, Nesvegi 100, blasir við manni glæsilegt fiskborð, og svo girnilegt að það kemur eiginlega ekkert annað til greina en að kaupa fisk í næstu máltíð. Það er liðin sú tíð að í fiskbúðum fékkst bara fiskur eins og hann kom úr bátunum eða togurunum, fiskinn hefði hér áður fyrr allt eins verið hægt að selja um borð í bátunum, hefði þess verið einhver kostur. Fiskisaga á Vegamótum opnaði árið 2006 en þá hafði verið starf- andi fiskverslun þar síðustu fjög- ur árin þar á undan. Fiskkaupmað- urinn, sem allir þekkja undir nafn- inu Steini, hefur starfað þarna allar götur síðan þá, en hann hef- ur stóran hluta starfsævi sinnar verið á fiskibátum og í frystihús- um og telur sig því þekkja vel til þarfa fólks hvað varðar fisk. Hann segir að salan hafi á þessum tæpa ári sem Fiskisaga hafi starfað á Vegamótum aukist um helming, eða 100%. Steini segir að í upp- hafi hafi þetta verið eldra fólk í meirihluta en síðan hafi unga fólk- ið farið að koma í auknu mæli og margt þeirra kaupi tilbúna rétti í álformi, t.d. plokkfisk eða boll- ur, bæði finnist unga fólkinu það mjög hentugt og eins komi stund- um fólk í búðina sem býr ekki yfir mikilli þekkingu til að elda fisk, jafnvel engri. Steini kvetur ungt fólk að koma og kaupa fisk, það geti fengið leiðbeininingar um eldamennskuna, það eigi eng- inn að skammast sín fyrir það að leita ráða. Auk alls kyns fiskrétta er hægt að kaupa í Fiskisögu allt það sem þarf með fiskréttinum, s.s. kartöfl- ur, hrísgrjón, rúgbrauð og allt er þetta mjög hollur matur. Hægt er að fá máltíð fyrir fjög- urra manna fjölskyldu fyrir um 1.200 krónur en einnig dýrari fisk- tegundir eins og skötusel sem geti kostað allt að 2.600 krónur/ kg. Reynt er af fremsta megni að sinna öllum sérþörfum, t.d. ef kaupandi vill sérstaka stærð af steinbít og að hann sé veiddur á Patreksfjarðarflóa. Alla miðvikudaga eru tilboð í öllum búðum Fiskisögu sem eru 5 talsins fyrir utan búðina á Vega- mótum, s.s. fiskilasagnia. Í sumar verður boðið upp á fiskispjót á grillið þegar grilltíminn stendur sem hæst, einnig blandaða fisk- rétti í mareneringu eða ferska auk fleira. Öll tæki og innréttingar í Fiski- sögu á Vegamótum eru ný og gætt er fyllsta hreinlætis samkvæmt ströngustu þrifkröfum. Einnig er verið að ljúka frágangi á húsinu að utan. Frá síðustu helgi hefur einnig verið opið á laugardög- um frá kl. 11.00 til 17.00 en virka daga er Fiskisaga opin frá10.00 til 18.30. Öll þjónusta, og þar með all- ur fiskur, kemur frá Sjófiski á Eyjaslóð 7 á Grandanum, og það er nær eingöngu línufiskur, sem kemur ferskur á hverjum morgni. Fiskisaga hefur keypt Gall- erí Kjöt og verður hægt í nánustu framtíð að fá úrvalskjöt í völdum verslunum. Stefnt er að því að ein þessara verslana sé verslunin á Vegamótum. Soðin ýsa Hér kemur svo smáhjálp til þeirra sem telja sig ekki kunna að elda fisk, uppskrift að ljúfum fisk- rétti fyrir 4ra manna fjölskyldu. • 800 gr. ýsuflök með roði eða roð- og beinlaus • 1 l. vatn • 1 tsk. salt • 10 stk. piparkorn (ef vill) • 1-2 lárviðarlauf (ef vill) Sjóðið saman vatn, salt, pip- arkorn og lárviðarlauf í nokkrar mínútur. Skerið fiskinn í stykki og setljið út í sjóðandi kryddvatnið. Slökkvið undir pottinum og látið fiskinn bíða í vatninu þar til hann er hvítur í gegn. Fleiri uppskriftir má finna á www.lydheilsustod.is og á www. fiskisaga.is auk þess sem ýmsar handægar upplýsingar er að fá á www.fiskisaga.is 11VesturbæjarblaðiðMARS 2007 Þegar við rifjum upp bernsku okkar minn- umst við flest með ánægju og gleði hve gaman var að leika sér. Leikgleðin fangaði hugann, sköpunin var í algleymingi og ný ævintýri á hverjum degi. Enn veitir leikurinn börnum sömu gleði og gefur þeim um leið tækifæri til að afla sér þekkingar, læra málið, tjá tilfinning- ar, efla félagsfærni, virkjar sköpunarkraft, auka hreyfifærni svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn endurspeglar einnig reynsluheim barnsins, þá menningu og samfélag sem það býr í. Börn og foreldrar eyða oft miklum tíma sam- an við leiki og íþróttir. Leikir og leikföng sem foreldrar velja geta haft mikil áhrif á þroskaferil barnsins, bæði til lengri og skemmri tíma. Sama máli gegnir um það hvernig börnin leika sér. Ef foreldrar nýta tómstundir vel og skipuleggja leiki geta bæði foreldrar og börn haft mikið gagn af og leikurinn þannig orðið verkfæri til að kenna börnum þá hegðun og færni sem foreldrum finnst mikilvæg. Leikföng, leikir og hreyfing af ýmsu tagi geta með aðstoð foreldra nýst börnunum til að tileinka sér eiginleika, svo sem að skiptast á, fara eftir leiðbeiningum, deila með öðrum, geta tekið sigri jafnt sem ósigri og virða getu annarra. Gott er að hrósa barninu í hvert skipti sem það deilir einhverju með foreldri sínu og benda jafnframt á þegar foreldri deilir einhverju með því. Eftir því sem leikur barnsins þroskast má kenna barninu að takast á við samkeppni og hvernig það þurfi að læra bæði að vinna og tapa, með öðrum orðum að ,,sýna drengskap”. Börn fæðast ekki með knýjandi þörf fyrir að vinna aðra í spilum eða að fara í fýlu þegar þau tapa. Það er fremur reynsla þeirra af leikjum sem kennir þeim hvað sé mikilvægt og hvernig eigi að hegða sér. Leikir með ákveðnum leik- reglum eru góðir til að kenna börnum að fylgja fyrirmælum. Regluleikir eru leikir sem byggja annars vegar til dæmis á kapphlaupi, ýmis kon- ar eltingaleikjum, boltaleikjum og parís og hins vegar á vitsmunalegri leikni í alls kyns spilum, tafli og samkvæmisleikjum. Sjálfstæður leikur Þótt samvera foreldra og barna í leik sé þýð- ingarmikil er ekki síður mikilvægt að börnin læri sjálfstæðan leik án aðstoðar eða nærveru foreldra sinna. Margskonar krefjandi verkefni bíða barnsins í lífinu sem auðveldara verður að takast á við ef það getur unnið óháð öðrum. Börn, sem kunna að leika sér sjálfstætt, hafa ánægju af því sem þau gera og þarfnast hvorki þátttöku annarra né utanaðkomandi umbunar. Færni til sjálfstæðs leiks getur þýtt að með tím- anum hafa þau meira úthald við að vinna tíma- frek heimaverkefni, sitja kyrr og vinna í skólan- um, að ljúka sjálfstæðum verkefnum, lesa lang- ar bækur og að ná tökum á áhugamálum. Foreldrar eru fyrirmynd barna sinna í þessu eins og öðru. Með því að sinna sjálfir áhugamál- um hafa kyrrð á heimilinu og nýta sinn tíma vel hvetur það börnin til að fara að fordæmi þeirra og styður þau í að byggja upp sjálfstæðan leik. Hægt er að byrja að kenna barni sjálfstæðan leik á ungbarnaskeiði og halda því áfram í gegn- um uppvöxtinn. Með því geta foreldrar stuðlað að því að barnið njóti sem fullorðinn einstak- lingur viðfangsefna af ýmsu tagi og verði sjálf- um sér nógur. Greinin byggir á bókinni: ,,Uppeldisbókin - að byggja upp færni til framtíðar” eftir Edward R. Cristophersen og Susan L. Mortweet. Það er leikur að læra Ingveldur Hrönn Björnsdóttir, Leikskólaráðgjafi í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarði www.blomalfur.is kíktu á nýju heimasíðuna.... góða skemmtun.. Fiskborðið í Fiskisögu er óneitnalega glæsilegt og girnilegt. Fiskisaga býður upp á fiski- spjót o.fl. á grillið í sumar Fiskkaupmennirnir á Nesveginum, Steini og Jón Ari, með girnilega rétti úr fiskborðinu.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.