Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 2
Verndun sjóvarnar- garðs í Skerjafirði Menningar- og ferðamálaráð leggur til við framkvæmdaráð að ráðist verði í lagfæringar og endurbætur á sjóvarn- argarðinum við Skildinganes. Óskað er eftir því að verkefnið verði sett á framkvæmdaáætlun ársins 2008 og að samvinna verði höfð við Minjasafn Reykjavíkur um framkvæmd þess. Haf- ist verði handa sem fyrst við þessar lagfæringar þar sem um fornminjar er að ræða en veruleg hætta er á að þess- ar minjar hverfi með tímanum vegna mikils sjávarágangs ef ekkert verður að gert. Tillagan var samþykkt. Viðbygging leyfð við Ránargötu 8 Á fundi skipulagsráðs var tekið fyrir erindi Kristjáns Más Kárasonar Ránargötu 8 til að byggja byggja við- byggingu úr steinsteypu og timbri við norðurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 8 við Ránargötu. Þinglýst sam- komulag milli eigenda Ránargötur 8 og 6a dags. 31. júlí 2007 fylgir, einnig þinglýst samkomulag milli eigenda Ránargötu 8 og 8a dags. 29. júní 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 20. júlí til og með 17. ágúst 2007. Athuga- semd barst frá Marinó Þorsteinssyni Vesturgötu 19, dags. 9. ágúst 2007. Erindið var samþykkt. Vilja stækka anddyri Háskólabíós Sótt hefur verið um leyfi til skipu- lagsráðs til að byggja við og stækka anddyri Háskólabíós ásamt inngangs- skyggni við austurhlið og innrétta nýja miðasölu á lóð nr. 3 við Hagatorg. Afgreiðslu var frestað. Öflugt fjarnam við FÁ Öllum nemendum unglingadeilda við grunnskóla Reykjavíkur býðst frá og með þessu skólaári að stunda fram- haldsskólanám í fjarnámi við Fjölbraut- arskólann við Ármúla (FÁ) og verður það nám nemendunum og skólunum að kostnaðarlausu. Frá árinu 2002 hef- ur verið starfrækt öflugt fjarnám í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Frá upp- hafi hefur grunnskólanemum gefist kostur á að skrá sig í áfanga og hafa nokkrir skólar metið þá sem valfag í 9. og 10. bekk. Þessir nemendur hafa jafnan staðið sig vel í grunnskólanum, hvort heldur er almennt eða í einstök- um fögum. Á liðnu skólaári voru 173 grunnskólanemar í fjarnámi í FÁ á haustönn 2006þar af 99 úr grunnskól- um Reykjavíkur. Á vorönn 2007 voru þeir 125, af þeim 34 úr grunnskólum Reykjavíkur. Reynslan hefur sýnt að grunnskólanemar standa sig vel í fjar- náminu og hafa um 90% þeirra tekið lokapróf í völdum áfanga. Það sem nemendur bera úr býtum er að þeir kynnast vinnubrögðum framhaldsskól- ans; skilin milli skólastiga verða ekki eins skörp; þeir geta stundað nám í námsgreinum sem þeir skara framúr í, en um leið haldið áfram í grunnskól- anum sínum; félagslega sterkari staða og þeir ná forskoti í náminu og geta lokið framhaldsskólanum á skemmri tíma en ella. Miklar breytingar á Skólavörðustíg 46 Guðmundur Kristján Jónsson, Noregi, hefur sótt er um leyfi til að byggja glerútbyggingu, síkka glugga og gera franskar svalir á suðaustur hlið, stækka íbúð inn á svalir á norð- vestur hlið og gera þar nýjan inngang í íbúð, breyta innra skipulagi íbúðar, þ.m.t. að fjarlægja burðarvegg á 2. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Skólavörðustíg. Samþykki Skólavörðu- stígs 45 ehf. fylgir erindinu, sem og bréf burðarvirkishönnuðar, bréf hönn- uðar og þinglýst samþykki meðeig- anda í fjölbýlishúsinu Skólavörðustíg 46. Erindið var samþykkt. Aukin löggæsla Í borgarstjórn 4. september sl. lagði Samfylkingin fram tillögu þar sem lagt er til að borgarstjórn sam- þykki að ítreka beiðni um endurmat á löggæsluþörf í miðborg og hverfum borgarinnar sem fari fram af hálfu lög- reglu höfuðborgarsvæðisins og dóms- málaráðuneytisins. Enn fremur óski borgarstjórn eftir nánu samstarfi við undirbúning og vinnslu matsins. Leit- ast verði við að meta einstaka þætti löggæslunnar sem að almenningi snýr, með áherslu á sýnilega löggæslu í miðborginni og hverfislöggæslu. Til- lagan var samþykkt. Gæði skólastarfsins í endurskoðun Menntaráð Reykjavíkurborgar hef- ur ákveðið að meta með heildræn- um hætti gæði skólastarfs í borginni. Markmiðið er að skapa betri yfirsýn yfir alla þætti skólastarfsins, efla starf- semi grunnskólana og greina hvernig menntastefnu borgarinnar er fram- fylgt. Með svokölluðu heildarmati, sem verður viðbót við árlegt sjálfsmat skólanna, verður leitast við að styrkja innviði og skólabrag og veita starfs- fólki og skólastjórnendum markviss- an stuðning og hvatningu. Stefnt er að því að meta gæði skólastarfs í 6-7 skól- um á þessu skólaári og verður höfð hliðsjón af árangri nemenda og nið- urstöðum kannana við val á skólum. Unnið verður eftir ákveðnu ferli sem mótað var við tilraunaúttekt í einum skóla skólaárið 2006-2007. Júlíus Víf- ill Ingvarsson formaður menntaráðs segir að verið sé að tryggja að skóla- starfið uppfylli ákveðnar gæðakröfur á sama tíma og sérhver skóli muni njóta sinnar sérstöðu og sjálfstæðis. Nýir verkferlar vegna agabrota í skólum Menntaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 20. ágúst nýja verk- ferla til að bregðast við agabrotum í grunnskólum borgarinnar. Með sam- ræmdum aðgerðum er stefnt að því að skýra hlutverk skólastjórnenda, ráðgjafa í þjónustumiðstöðvum borg- arinnar og úrskurðaraðila þannig að hvergi fari á milli mála að rétt hafi verið tekið á málum. Nýju ferlarnir eru þannig vegvísar fyrir skólastjórn- endur um rétt viðbrögð við agabrot- um á öllum stigum, frá skólareglum til alvarlegra lögbrota, brottvísunar úr skóla og samskipta við lögreglu og Barnavernd. Þetta felur m.a. í sér að öll brot og aðgerðir sem gripið er til eru bókaðar í skólaumsjónarkerf- ið Mentor og skjalfestar með bréfi. Þá er skýrt skilið á milli ráðgjafar og úrskurðar og þannig komið í veg fyrir vanhæfni aðila sem að málinu kunna að koma. Samkvæmt nýjum verkferl- um er óheimilt að vísa nemenda úr skóla fyrir alvarleg agabrot nema að annað skólaúrræði sé tryggt. Und- antekning frá þessu er þó staðfest fíkniefnasala nemenda, en þá hefur skólastjórnandi heimild til þess að vísa nemenda úr skóla í lengri tíma á meðan lögregla og Barnavernd rann- saka málið. Starhagalóðin seld á 50 milljónir króna Á fundi borgarráðs nýverið lagði borgarstjóri fram stysta “ekki-svar” sem lengi hefur sést að mati Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar. Dagur segir að borgarstjóri virðist staðráðinn í að læra ekki af því klúðri þegar úthlutun óbyggðrar lóðar var notuð sem nokkurs konar skaða- bætur til einstaklinga sem hugðust setja niður spilasal í Mjódd, en hættu við. Lóðin er við Starhaga, og hefur nú verið seld fyrir mun hærra verð en borgarstjóri lagði til grundvallar. Borg- in varð því af tugum milljóna fyrir vik- ið. Lóðin var metin á um 30 milljónir króna en seldist 5 mánuðum síðar á 50 milljónir króna. Svar borgarstjóra var eftirfarandi:” Borgarstjóri hefur engar upplýsingar um hvort umrædd lóð hafi verið seld eða um söluverð lóðarinnar, hafi hún verið seld.” 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Íslandspóstur 9. tbl. 10. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðborg. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R L oks virðist vera að létta því skrælingjaástandi sem ríkt hefur í miðborg Reykjavíkur um nokkurt langt skeið þar sem drukkið fólk og nánast óður skríll hefur vaðið uppi, gengið um miðborg- ina eins og þeir séu á þjóðhátíð í Eyjum og telja það bara allt í lagi. Alls kyns drykkjarílát og umbúðir utan af matarleyfum liggja eins og hráviði um allt eftir nóttina sem eru kannski merki um það á hvaða frummenningarstigi þessi skríll er, þetta fólk sem telur svona athæfi vera eðlilega skemmtun, svo ekki sé talað um þá sem gera sér ferð í miðborgina til þess að berja annað fólk. Íbúum og nágrönnum hans þykir mælririnn orðinn fullur og hafa m.a. biðlað til borgaryfirvalda um lausn á vandanum. Lögreglan hefur loksins skorið upp herör gegn þessum ósóma og er almenn ánægja ríkandi með aðgerðir hennar eft- ir síðustu helgi. Þá voru samtals 80 manns handteknir vegna ýmissa mála, þar af 50 vegna brota á lögreglusamþykkt höfuðborgarinnar. Það er brýnt að taka á þessum brotum með festu vilji menn bæta brag miðborgarinnar. Til samanburðar má geta þess að allt árið í fyrra voru aðeins 60 handteknir vegna brota á lögreglusamþykkt svo sjá má hvort ekki hafi verið orðin þörf á hertum aðgerðum. Á árinu hefur lög- reglan einnig lagt hald á um 70 skotvopn í ýmsum aðgerðum sem ekki tengist endilega miðborginni og það er einnig meira en allt árið í fyrra. Venjulegir borgarar, ekki bara þeir sem búa í og í grennd við miðborg- ina, vilja lausn á þessu ófremdarástandi, og þeir styðja lögregluna heilshugar í þessum aðgerðum gegn þeim sem ganga um miðborgina eins og hún sé einn allsherjar ruslahaugur og salerni. Á sama tíma er birt niðurstaða samkeppni um deiliskipulag í Kvos- inni, en hugmyndin sem notuð verður gerir ráð fyrir því að húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis sem brunnu í vor verði endur- byggð í meginatriðum. Einnig að á baklóðinni verði byggt nýtt hús í stíl húss Nýja bíós og að húsið sem stóð á Lækjargötu 4, oft kallað Hagkaupshúsið, verði flutt af Árbæjarsafni og sett niður á Lækjar- torgi. Með tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að útfærslan auki aðdráttar- afl miðborgarinnar og styrki hana sem þann drifkraft auðugs mannlífs sem henni ber að vera. Vonandi ná þessar tillögur fram að ganga, við þurfum að eiga miðborg sem við erum stolt af, miðborg sem við get- um gengið um með stolti, miðborg sem við getum skammlaust sýnt útlendingum sem hingað koma, miðborg sem við getum gengið um að næturlagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir líkamsárás. Deilur eiga eflaust eftir að rísa um framkvæmdir eins og aðrar skipulagstil- lögur sem eru kynntar um þessar mundir. En segja má að sumir séu þröngsýnir og þeir lifi aðeins fyrir líðandi stund. Aðrir eru víðsýnir og horfa fram á við. Efling tónlistarnáms í Hagaskóla F agna ber því samkomulagi sem fyrir tilstilli Menntasviðs Reykja-víkur hefur leitt til þess að Tónskólinn Do Re Mi og Hagaskóli hafa ákveðið að hrinda af stað verkefni sem hugsað er til þriggja ára þar sem öllum nemendum í 8. bekk Hagaskóla, alls 188 krökkum, gefst tækifæri á að taka þátt í skapandi tónlistarstarfi. Þetta er liður Menntasviðs Reykjavíkurborgar til að efla tónlistarnám í grunnskólum borgarinnar. Nemendur fá eina kennslustund á viku og verður kennt í Hagaskóla. Markmið kennslunnar er að tengja saman alla nemendur sem hafa áhuga á tónlist, bæði þá sem eitthvað kunna á hljóðfæri og þá sem ekkert kunna og kynna fyrir þeim í gegnum spuna og tónlist- arupplifun ólíka tónlist, s.s. klassíska tónlist, þjóðlög, dægurtónlist og íslenska tónlistarhefð. Þessu framtaki ber að fagna. Geir A. Guðsteinsson Lögregluaðgerðir og metnaðarfullar deiliskipulagstillögur Vesturbæingar Hvenær verður byrjað á hjúkrunarheimilinu á gömlu Lýsislóðinni sem lofað var fyrir kosningar 2006? SEPTEMBER 2007 www.myndlistaskolinn.is Námskeið fyrir börn unglinga og fullorðna sími 5511990 HAUST 2007

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.