Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 10
OKTÓBER 200510 Vesturbæjarblaðið Ingólfur Margeirsson fjallar í eftirfarandi grein um innreið svonefndra fúnkishúsa í Vestur- bæinn og hvernig hagnýt stefna í húsabyggingalist tók m.a.við hallarstílnum. Hann segir einnig frá pólitískum átökum við inn- reið funksjónalismans. Í upphafi 20. aldar höfðu harla litlar breytingar á húsum í Vestur- bænum. Enn stóðu lítil timburhús, torfbæir og steinhús á víð og dreif um þennan aldna borgarhluta og ekki virtust neinar stórfenglegar breytingar í nánd. Með auknum tekjum sjómanna, einkum stýri- manna og skipstjóra fór þó lands- lagið að breytast. Stór timburhús risu víða, ekki síst kringum gamla Stýrimannaskólann við Stýri- mannastíg og þvergötur hans. Mörg þeirra standa enn. Á kreppuárunum, og áratugina á undan, undirstrikuðu húsakynni og lífshættir rækilega muninn á fólki í bænum. Áhugavert er að grípa niður í frásögn Leifs Muller, sonar hins ríka kaupmanns en Leifur var al- inn upp í ríkra manna hverfi, á horni Stýrimannastígs og Öldu- götu. Hann segir frá því hvernig hann ólst upp við allsnægtir á sama tíma og flestir fengu að kenna á kreppunni. Fjölskyldann átti ekki aðeins glæsilegt íbúðar- hús, sem var hlaðið veglegum húsgögnum, heldur átti glæsilegt sumarhús við Selvatn í Mosfells- sveit þar sem börnin höfðu afnot af hestum. Þjónustustúlkur auð- velduðu heimilisfólkinu lífið sem lifði eins og evrópskt yfirstéttar- fólk. Um æsku sína segir Leifur m.a. í ævisögu sinni, skráðri af Garðari Sverrissyni: „Í uppvexti mínum var margt fleira sem minnti á stéttarstöðu okkar. Ég gekk t. d. alltaf í poka- buxum sem fullorðna fólkinu þótti ákaflega flott. Og í skólanum kom ég yfirleitt í fínum vetrarfrakka, en skólabræður mínir áttu alls enga. Mér fannst allt annað en þægilegt að akarta svona flík. En um útlit okkar og klæðaburð höfðum við systkinin lítið að segja. Systur mín- ar fengu til dæmis nýtísku skíða- galla þegar aðrar stelpur áttu enga og voru bara í nankinsbuxum. Þær fóru að vísu að heiman í þessum göllum en þegar þær komu til vin- kvenna sinna áttu þær til að fá lán- aða einhverja garma af þeim.“ Nýju villuhverfin í Vesturbænum Hluti Vesturbæjarins, einkum norðan við Landakotstún, og reyndar víðar, kölluðust nýju villuhverfin. Þar bjuggu stórút- gerðarmenn, togaraskipstjórar, kaupmenn, heildsalar, stjórnmála- menn og háttsettir embættis- menn. Þeir og fjölskyldur þeirra bjuggu í glæsilegum húsakynnum, búnum veglegum húsgögnum. Í kringum hús þeirra voru gjarnan stórir skrúðgarðar. Mörg þessara húsa standa enn og þykja í dag meðal dýrustu og veglegustu fast- eigna Reykjavíkur. Á fjórða áratugnum tók sérstök húsagerðastefna að ryðja sér rúms í Reykjavík, einkum sem fasteignir efnaðri og betri borgara. Það voru hús í svonefndum fún- kisstíl (stundum kallaður art deco á ensku, funkis hus á Skandinavíu en Bauhaus á þýsku. Þessi stíll var víðfemur, og náði ennfremur til húsgagna, bíla, skipa, fatnaðar og ýmis konar hönnunar. Húsgögnin voru gjarnan ferköntuð, stólar mikið bólstraðir, oft stálhúsgögn sem framleidd voru innlendis. Líkt og húsin, var miðað við einfald- leik, notkunargildi og einfaldleika. Fúnkisstíllinn hafði þróast allt frá fyrri heimsstyrjöld og var orð- inn mjög þróaður og útfærður á fjórða áratugnum. Fúnkisstíllinn var t.d. töluvert öðruvísi í Evrópu en í Bandaríkjunum. Í fúnkisstíln- um, einkum í innréttingum og hús- gögnum, mátti einnig finna áhrif frá menningu Asíu og Afríku. Pólitískur byggingastíll Framsóknarflokkurinn fór að stóru leyti með völd á Íslandi á fyrra helmingi 20. aldar á Íslandi. Ótvíræður foringi og eldhugi Framsóknar var Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas hafði ákveðnar skoð- anir á flestu, þar á meðal á listum og húsagerðarlist. Hann gerði arkitektinn Guðjón Samúelsson að eins konar hirðarkitekt síns og Framsóknarflokksins. Guðjón að- hylltist þjóðlega arkitektúrstefnu og notaði gjarnan formíslenskra steina, t.d. stuðlabergið. Slík bygg- ing er til að mynda Þjóðleikhúsið. Guðjón aðhylltist einnig útlit gamalla bóndabæja eins og sjá má á íþróttaskólanum á Laugavatni. Margir héraðsskólar víða um land- ið bera þessi einkenni. Guðjón teiknaði nokkur einbýlishús í stefnu sinni, eins og t.d. Hamra- borgir á horni Hofsvallagötu og Hávallagötu. Byggingarstíll Guð- jóns markaðist mjög á þeim hug- myndum Framsóknarflokksins að fólk úrkynjaðist í þéttbýli. En margir litu á byggingastíl Guðjóns sem pólitískan arkitektúr, líkt og glæsistíl Hitlers í Þýskalandi sem Rudolf Hess teiknaði. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins tók við völdum 1942 undir forsæti Ólafs Thors, tóku ný viðhorf við. Sjálfstæðisflokkurinn hætti opinberum stuðningi og beiðnum til Guðjóns Samúelsson- ar um teikninga opinberra bygg- inga. Hvorki Guðjón né stíll hans var lengur hin opinbera arkitekt- úrstefna á Íslandi. Fúnkisstefnunni vex fisk- ur um hrygg í Evrópu Árið 1930 var haldin mikil húsbyggingaráðstefna í Stokk- hólmi. Fúnkisstefnan hafði borist til Norðurlanda um fimm árum áður og hlotið mikla blessun sósíaldemókrata fyrir sanngjarnan byggingarkostnað, einfaldleika og hagkvæmni. Um svipað leyti barst fúnkisstíllinn til Íslands. Það er athyglisvert að það var formaður Sjálfstæðisflokksins sem reið á vaðið með þessa byltingarkenndu nýjung í byggingarlist. Ólafur Thors byggði fyrsta fúnkishúsið - fyrir sig og sína Það er reyndar ekki merkilegt að það hafi verið Ólafur Thors hafi gengist fyrir fúnkishúsabylt- ingunni. Hann var fulltrúi íslenskr- ar iðnvæðingar sem forstjóri stærstu togaraútgerðarinnar. Ólaf- ur Thors lét einnig reisa fyrsta fúnkishúsið í Reykjavík. Það var einbýlishús til eigin nota fyrir hann og fjölskyldu hans. Það reis árið 1929, sem verður að teljast snemma. Arkitekt hússins var Sig- urður Guð- mundsson. V a x a n d i m i ð s t é t t nýtti sér ein- nig fúnkis- hús. Í Vest- u r b æ n u m voru þau mest áber- andi kring- um Landa- kotstúnið og norðan Tún- götu. Flest þessara húsa standa enn, gjarnan klædd skeljasandi. Athyglisvert er að þegar Héðinn Valdimarsson barðist fyrir bygg- ingu Verkamannabústaðanna meðfram Hringbraut, var ákveðið að byggja þau í fúnkisstíl. Sama gilti um Verkamannabústaðina neðst á Hofsvallagötu og niður vestanverða Ásvallagötu. Einnig er athyglisvert að þáverandi borg- aryfirvöld skipulögðu mikla fúnk- isbyggð milli Ásvallagötu norðan- verða og Túngötu sunnan verða. Aðeins var hafist handa um bygg- ingu nokkurra húsa við sunnan- verða Túngötu en síðan ekki sög- una meir. Fúnkisstíllinn; hús allra stétta Samkvæmt hugmyndarfræði fúnkisstefnunnar eða fúnksjónal- ismans var hann fagurfræði hins hagnýta. Með honum eignaðist iðnvæðingin eigin heimspeki. Öll- um stíltegendum gamalla, evr- ópskra yfirstétta (sem sjá má víða í Vesturbænum); aðals, konungs og kirkju var útrýmt og viðfangs- efnið blanda byggingalistar og vís- indagreinar. Meðal annars er tekið mjög tillit til sólarljóssins við hönnun fúnkis- húsa. Sólin ákvað í raun her- bergjaskipan húsanna. Þýðingar- mikið var einnig að skipta grunn- fletinum í rétt hlutföll. Þannig skyl- di byggja svefnherbergið þar sem fyrstu geislar morgunsólar skinu inn. Svefnherbergið skyldi því vera í suðaustri (miðað við glug- ga). Síðan tóku herbergin við í samræmi við sólarganginn. Stofan sem sneri á móti suðri, borðstofan sem sneri í vestur og eldhúsið sem gjanran mátti snúa til norðurs. Hugsunin var einnig sú, að út- rýma stéttaskiptingu í húsabygg- ingum. Fúnkishúsin áttu að til- heyra yfirstétt jafnt sem undir- stétt, en ekki síst efri miðstétt. Þetta voru hús hins hagnýta og stéttarlausa. Margir arkitektar komu að teikningum fúnkishúsa í Reykja- vík. Þeir þekktustu voru Sigurður Guðmundsson og Gunnlaugur Halldórsson. Mörg hús þeirra standa enn í Vesturbænum. Hroðaleg skemmdarverk Því miður verður að segja, að eigendur húsanna hafa gegnum árin verið að endurgera húsin eftir eigin smekk og kunnáttu sem oftar en ekki hefur falið í sér hroðalegar skemmdir á upprunalegu útliti. Önnur hús hafa sloppið vel og eru jafn glæsileg í dag eins og í upp- hafi þegar þau voru byggð. Dæmi um útrýmingu stétta- skiptingar með fúnkishúsum má finna í þeirri staðreynd, að í Vest- urbænum bjuggu verkamenn í fúnkishúsum, jafnvel í heilum hverfum, við Hringbraut og Ásvallagötu en sjálfur forsætisráð- herrann bjó í fúnkishúsi, sem var að vísu stærra og veglegra, við Garðastræti. Heimildir: Guðjón Friðriksson, Saga Reykja- víkur - Bærinn vaknar, Síðari hluti, Reykjavík, 1994. Helgi Skúli Kjartansson, Ísland á 20. öld, Reykjavík 2003. Fjölmörg fúnkishús í Vesturbænum Eitt þekktasta fúnkishúsið í vesturbænum, og jafnframt það elsta, er húsið að Garðastræti 41 sem Ólafur Thors, fyrrum forsætisráðherra, lét byggja. Það hýsir nú verslunardeild kínverskra sendiráðsins á Íslandi. Verkamannabústaðirnir við Hringbraut og Ásvallagötu voru byggðir að nokkru leiti eftir hugmyndafræði fúnkisbyggingalistarinnar. Á horni Ásvallagötu og Bræðraborgarstígs var m.a. nýlenduvöruversl- un og mjólkurbúð, en stórar verslunarmiðstöðvar hafa að mestu eytt slíkum verslunarmáta. Þó er hægt ef vandlega er leitað, að finna verslanir í anda kaupmannsins á horninu. Ingólfur Margeirsson

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.