Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 12
OKTÓBER 200512 Vesturbæjarblaðið Tvöföldun í námskeiðahaldi Framvegis: Býður ófaglærðum starfsmönnum að afla sér starfsreynslu Framvegis er sjálfstætt fræðslufyrir- tæki sem vinnur í nánu samstarfi við Fjölbrautarskólann við Ármúla og Sjúkraliðafélag Íslands. Framvegis sinnir einkum símenntun stétta í heil- brigðis- og félagsþjónustu, en sér ein- nig um ýmis önnur verkefni, s.s. nám- skeiðahald fyrir Starfsmennt og tungu- málaátak fyrir félagsmenn í aðildarfé- lögum BSRB. Fastráðnir starfsmenn eru þrír og verkefnaráðnir eru fimm. Leiðbeinendur eru um 80 talsins sér- hverja önn. Við ríka áherslu á að fá þá færustu hverju sinni. Helst eru leið- beinendurnir hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og læknar með mismun- andi faglega sérhæfingu, einnig fram- haldsskólakennarar, prestar o.fl. Framvegis hefur á sínum snærum 11 manna fagráð sem er fyrirtækinu dýr- mæt uppspretta endurnýjunar í nám- skeiðsframboði og inntaki námskeiða. Fagráðsmennirnir eru m.a. hjúkrunar- fræðingar frá L;SH og Landlæknisemb- ættinu, læknir og fulltrúar stéttarfélaga og fólk sem vinnur við heilbrigðisþjón- ustuna. Birna Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri Framvegis, segir að stefnt sé að því að fara í gang með starfsnám um leið og námskráin verði tilbúin og grænt ljós kemur frá mennta- málaráðuneytinu. „Það hefur markvisst verið unnið að því á síðustu árum að gefa ófaglærðum ný tækifæri til að bæta við sig starfs- menntun. Sem dæmi um þetta má nefna félagsliða og hjúkrunar- og mót- tökuritara. Sjúkraliðafélagið og fleiri að- ilar hafa lengi haft áhuga á að opna ófaglærðu fólki á heilbrigðisstofnunum leið til sjúkraliðanáms. Starfsgreinaráð menntamálaráðuneytisins er nú að láta vinna námskrá sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á slíkt starfsnám. Þetta starfsnám mun fyrst og fremst höfða til fullorðinna kvenna sem unnið hafi árum saman á sjúkra- húsum og öðrum heilbrigðisstofnun- um. Við höfum fengið styrk úr Starfs- menntasjóði félagsmálaráðuneytisins til þessa verkefnis. Við fengum hæsta styrkinn í flokknum „Tækifæri mið- aldra og eldra fólks til starfsmenntun- ar“ og munum nýta hann til að búa okkur sem best undir að bjóða fólki þetta nýja starfsnám,“ segir Birna Gunnlaugsdóttir. Hvernig er heilsan? Framvegis heldur 5 stutt námskeið, - sem einnig er hægt að taka sem eitt stórt námskeið-, um lýðheilsu á mið- vikudögum frá 28. september til 26. október. Þau eru opin öllum heilbrigð- is- og félagsstéttum. Fjölmargir úrvals sérfræðingar og leiðbeinendur sjá um fræðsluna og er efni þeirra að þessu sinni: • Næring, hreyfing, heilsa • Kynjavelferð • Hvað er lýðheilsa? Hvað gerir Lýðheilsustöð? • Streita í samfélaginu - Líðan á vinnustað. • Fátækt og heilsa (Hugtakið lýðheilsa (public health) á við um almennt heilsufar þjóðarinnar eða einstaka þjóðfélagshópa. Heilsufar er t.d. nokkuð mismunandi eftir efna- hag, menntun, kyni og aldri. Þessi mis- munur kemur m.a. fram meðal barna. Á síðustu árum hefur gildi góðs for- varnarstarfs orðið stöðugt ljósara og við vitum að það er margt sem við get- um gert til að leggja rækt við heilsuna. Sú þekking almennings auk samfélags- legrar ábyrgðar eru lykilinn að því að efla almenna lýðheilsu í landinu. Námskeið þurfa að vera sérhæfð Vöxturinn í námskeiðsstundum hjá Framvegis er um 100 % á milli náms- ára nú. Ástæðan er sú að fyrirtækið hefur skipað sér fastan sess á nám- skeiðsmarkaðinum og margra ára kynningarstarf er að skila sér. Nám- skeiðahald er orðinn harður markaður og samkeppni mikil. Mikilvægt er að vera sífellt vakandi fyrir nýjungum og að námskeið séu sérhæfð og fagleg því þekking úreldist fljótt og ýmsar breyt- ingar í umhverfinu kalla á nýja þekk- ingu og færni. Fólk hefur yfirleitt ekki tíma til að sitja námskeið sem nýtast því ekki vel. Það er liðin tíð að hægt sé að „keyra“ sama námskeiðið aftur og aftur í óbreyttri mynd. ■ Frá úthlutun styrkja til starfsmenntunnar. F.v.: Birna Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Framvegis, Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands og Þórleif Drífa Jónsdóttir deildarstjóri starfsþróunar og fræðslu hjá LSH. Húsin Túnsberg, Aðalból og Suðurhús tilheyrðu áður Þormóðsstaðarvegi sem nú hefur verið aflagður. Húsin eru nú nr. 5, 7 og 9 við Starhaga. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti 24. júní sl. að leyfa byggingu íbúðarhúsa á auðum lóðum þar við hliðina á, þ.e. við Starhaga 1 og 3. Það hefur mætt mikilli andstöðu þeirra sem búa við Starhaga 2 og 4 en þar búa m.a. Carlos Ferrer sóknarprestur og Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Við Starhaga Bóka- og ritfangaverslunin Úlfars- fell við Hagamel er eiginlega hluti af Vesturbæ nútímans, enda hefur verslunin verið þarna í bráðum 33 ár, og þjónað Vesturbæingum vel. Samkeppnin á bóka- og ritfanga- markaðnum er hörð og segir eig- andi verslunarinnar, Jón Stefán Karlsson, sem hefur rekið verslun- ina í 16 ár, að hann verði mest var við samkeppnina á haustin þegar skólarnir eru að byrja og auglýsing- arnir dynji daglega í fjölmiðlunum. En auðvitað megi segja að Úlfarsfell sé í samkeppni allan ársins hring við hinar búðirnar. - Eruð þið að mæta þessari samkeppni t.d. með einhverri sér- hæfingu? „Við erum nú t.d. með framköllun hér, stafræna framköllunarvél, sem alls ekki er í öllum bókabúðum í dag og þar erum við að spara Vest- urbæingum sporin í miðbæinn eða í stóru verslunarmiðstöðvarnar. Hér er hægt að fá alla myndvinnslu, s.s. lagfæringu á myndum, stækkanir og annað sem fólk vill fá í dag. Auðvit- að framköllun við einnig venjulegar filmur og fólk þarf alls ekki að leita yfir lækinn til að fá sömu þjónustu eða jafnvel betri á ekki lakari verð- um en annars staðar. En það er oft erfitt að koma þessum upplýsing- um á framfæri, maður hefur ekki bolmagn til þess að auglýsa jafn mikið og grimmt og margir sam- keppnisaðilanna þar sem veltan er mun meiri,“ segir Jón Stefán Karls- son. Úrval gjafa í barnaafmæli Úlfarsfell hefur alltaf verið bóka- og ritfangaverslun, en þar er einnig hægt að fá leikföng og því hefur þetta alla tíð verið blönduð verslun. „Maður heyrir oft að Vesturbæ- ingar komi frekar hingað til að ver- sla, þeir vilji frekar beina viðskipt- unum til verslunar í hverfinu en að fara austur fyrir lækinn. Margir hafa lýst yfir ánægju sinni með að versl- unin skuli hafa verið hér öll þessi ár. Það hefur oft bjargað miklu t.d. á laugardögum þegar barnaafmæli eru að geta komið hingað og keypt afmælisgjöf. Margir vita að hverju þeir ganga hér með t.d. gjafir í barnaafmæli þegar bjarga þarf hlut- unum í hvelli, og þurfa ekki að fara um langan veg og kannski í ákveð- inni óvissu um hvert skuli fara, hvar verslun er sem er opinn um helgar og verslar með hluti sem henta til gjafa í barnaafmælum. Svo eru næg bílastæði hér sem ekki er t.d. alltaf í miðbæ eða inni á Laugarvegi,“ segir Jón Stefán Karls- son í Úlfarsfelli. ■ Úlfarsfell hefur verið í Vesturbænum í þrjá áratugi: Blönduð bóka- og ritfangaverslun með leikföng og framköllun Þótt verslunarrýmið sé ekki gríðarlega mikið er þar margs að gæta og vöruúrval býsna gott. borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.