Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 1
9. tbl. 8. árg. OKTÓBER 2005Dreift ókeypis í öll hús í Vesturbæ og Miðborg ■ bls. 6 Með 65 milljón ára píanó ■ bls. 10 Fúnkishús í Vesturbænum Eiðistorg • Opið virka daga 9-19 og laug. 10-14 JL húsið • Opið virka daga 9-21og helgar 10-21 Melhaga • Opið virka daga 9-18 og laug. 10-14 Austurstræti • Opið virka daga 10-18           Hvernig Vatnsmýri viltu? Smiðshús, sem nú er varðveitt á Árbæjarsafni, stóð áður við Pósthússtræti 15. Húsið var reist árið 1823 í dönskum stíl. Yfir húsinu hvílir einhver virðugleikastíll þótt ekki sé það háreist. Í listasafni Reykjavíkur fer fram sýning á hugmyndum um framtíð Vatnsmýrarinnar, eða réttara sagt heildarskipulag. Ef einhvern tíma hefur verið tækifæri til að skapa höfuðborgar nýrrar aldar, þá er það kannski nú. Listasafn Reykja- víkur leggur sitt af mörkum til þess með því að standa að sýn- ingu á fortíð og framtíð skipulags- mála í borginni. Búinn er til vett- vangur fyrir fagfólk og leikmenn til að skoða skipulag borgarinnar og koma með hugmyndir að nýj- um lausnum. Á Reykjavík að státa af heims- ins stærsta sundlaugargarði, himnastiga eða síki sem teygja sig frá Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við miðhöfnina gegnum Tjörnina og til Nauthólsvíkur? Hvert á að vera tákn borgarinnar á nýrri öld? Hvernig verða samgöngur og skipulag framtíðarinnar? Hvaða sérkenni Reykjavíkur viljum við halda í og þroska? Full ástæða er til þess að hvetja borgarbúa til að skoða sýninguna og hafa áhrif á framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar, ekki síst Vest- urbæinga sem munu öðrum íbú- um frekar tengjast þessu svæði. ■

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.