Vesturbæjarblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 2
Sektir vegna
Fiskislóðar 47
Lagt hefur verið fram bréf fram-
kvæmdastjóra forvarnadeildar
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
bs. frá 23. september þar sem
óskað er heimildar til að beita
dagsektum að Fiskislóð 47, í sam-
ræmi við 32. gr. laga um bruna-
varnir nr. 75/2000, þar til uppfyllt-
ar hafa verið kröfur um bruna-
varnir. Erindið var samþykkt.
Þrettándabrenna
Á fundi Hverfisráðs Vesturbæj-
ar nýverið barst bréf frá foreldra-
félagi Melaskóla um möguleika á
stuðningi hverfisráðs við fram-
kvæmd þrettándabrennu í Vest-
urbænum. Kannað verður milli
funda um möguleika borgarinnar
til þess að koma betur að fram-
kvæmdinni. Afgreiðslu málsins
var frestað hverfisráði.
Samræming starfs-
daga nauðsynleg
Kjartan Magnússon lagði nýlega
fram eftirfarandi bókun: Hverfis-
ráð Vesturbæjar skorar á Mennta-
ráð Reykjavíkurborgar að sam-
ræma starfsdaga og skipulags-
daga í leikskólum og grunnskól-
um borgarinnar. Slík samræming
kæmi sér vel fyrir foreldra með
börn á báðum skólastigum, sem
eru nú að lenda í því að þurfa að
taka sér frí frá vinnu með fárra
daga millibili vegna þess að frí-
daga barnanna ber sjaldnast upp
á sömu daga.
Deiliskipulag
Héðinsreits
Á fundi skipulagsráðs hefur ver-
ið lögð fram tillaga að deiliskipu-
lagi Héðinsreits. Að lokinni aug-
lýsingu er lögð fram að nýju til-
laga V.A. arkitekta, dags. 20.07.05,
að deiliskipulagi reitsins. Málið
var í auglýsingu frá 27. júlí til 7.
september 2005. Eftirfarandi aðil-
ar sendu inn athugasemdir: Roy
Guest og Ólafur Axelsson, Vestur-
götu 61, dags. 17.08.05, íbúar að
Vesturgötu 65 og 65a, dags.
06.09.05, Lex - Nestor ehf. dags
06.09.05. Einnig lagt fram bréf GP
arkitekta, dags. 04.10.05.
Athugasemdir voru kynntar á
fundi skipulagsráðs en ákvörðun
frestað og tillögunni vísað til um-
sagnar skipulagsfulltrúa auk lög-
fræði og stjórnsýslu.
Byggingar á Lýsislóð
rifnar
Íslenskir aðalverktakar hafa
sótt um leyfi til að rífa allar bygg-
ingar og mannviki á Lýsislóðinni
við Grandaveg 42. Mannvirki sem
rifin verða eru samtals 5873,2 fer-
metrar og 31461 rúmmetrar. Það
verða margir fegnir þegar þessar
lóðin verður hreinsuð og þessar
byggingar hverfa enda eru þaær
ekkert augnayndi. Íslenskir aðal-
verktakar ætla að byggja þarna
íbúðarhús að talið er.
Enn fjallað um
Mýrargötu 26
Lögð hefur verið fram tillaga að
breytingum á deiliskipulagi Elll-
ingsen reits vegna Mýrargötu 26,
eign Nýju Jórvíkur ehf. Að lokinni
grenndarkynningu er lögð fram
að nýju tillaga VA arkitekta, dags.
4.08.05 að breyttu deiliskipulagi á
lóðinni Mýrargötu 26. Málið var í
kynningu frá 15. ágúst til 12. sept-
ember 2005. Athugasemdarbréf
barst frá Reykjaprenti ehf, dags.
07.09.05. Einnig var lagt fram bréf
Nýju Jórvíkur dags. 16. septem-
ber 2005. Lögð var fram umsögn
skipulagsfulltrúa, dags. 3.10.05.
Tillagan var samþykkt með vís-
an til umsagnar skipulagsfulltrúa
og síðan vísað til borgarráðs. Enn
á ný er verið að flækjast með
skipulag Mýrargötu 26 í kerfinu. Á
meðan gapir byggingin eins og
þurs út í Mýrargötuna, öllum til
ama en engum til yndisauka.
Byggt yfir
Fiskifélagshúsið
Sótt hefur verið um leyfi til þess
að byggja yfir fimm hæðir ofan á
hús Fiskifélags Íslands við Ingólfs-
stræti 1 og að byggja við suður-
hlið hússins. Jafnframt verði
burðarvirki styrkt, innra fyrir-
komulagi hússins breytt og komið
fyrir hótelstarfsemi með gistiher-
bergjum á sjö neðri hæðum en
veitingastað á þeirri efstu. Sér-
staklega er vakin athygli á því að
nýtingarhlutfall fer yfir leyfilegt
hámark 4,9.
Vesturbæingar
"Er ekki rétt að ljúka
framkvæmdum við Hringbraut
og hleypa gangandi fólki á
göngubrýrnar?“
OKTÓBER 20052 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík
Sími: 511 1188 • 561 1594
Fax: 561 1594
Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298
Netfang: borgarblod@simnet.is
Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933
Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is
Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson
Umbrot: Valur Kristjánsson
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dreifing: Íslandspóstur
9. tbl. 8. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðbæ.
S T U T T A R
B O R G A R F R É T T I R
Loksins stefnir í byggingu al-
vöru tónlistarhúss í miðbænum
Portus Group sem er í eigu
Landsafla, Nýsis, og Íslenskra að-
alverktaka var með vænlegasta
tilboðið í hönnun, byggingu og
rekstur tónlistarhúss, ráðstefnu-
miðstöðvar og hótels við austur-
höfnina í Reykjavík samkvæmt
niðurstöðu matsnefndar og sér-
fræðinga Austurhafnar-TR. Sam-
kvæmt tillögu Portus Group verð-
ur tónlistar- og ráðstefnubygging-
in staðsett austarlega á lóðinni.
Að hluta til stendur húsið á land-
fyllingu sem gerð verður í austur-
bugtinni þar sem hafnarbakkinn
verður færður fram. Samanlögð
stærð tónlistarhússins og ráð-
stefnumiðstöðvarinnar er um
23.000 fermetrar og mun bygging-
in rúma tónleikasal sem tekur
1.800 manns í sæti, tvískiptan ráð-
stefnusal með 750 sætum, kamm-
ermúsíksal með 450 sætum og
minni sal eða aðstöðu fyrir 180 til
200 áhorfendur. Auk þess er gert
ráð fyrir hótelbyggingu sem verð-
ur álíka stór og tónlistarhúsið og
ráðstefnumiðstöðin og er hún
staðsett á vesturhluta lóðarinnar.
Stofnkostnaðaráætlun Austur-
hafnar er 8,5 milljarðar króna að
meðtöldum bílastæðum og lóð.
Tilboð Portusar Group miðast við
liðlega 12 milljarða króna. ■
M argir eru kallaðir til en fáir útvaldir til þess að stjórnaborginni. Þetta er skrýtin tík þessi pólitík, hún liggurlengst af kjörtimabilsins úti í horni og lætur sér fátt um
kjósendur finnast, en hrekkur svo upp geltandi og nuddar sér
utan í atkvæðin þegar nálgast kosningar. En þetta finnst mörg-
um gaman, og það er það að vissu marki. Þótt enn séu liðlega
sjö mánuðir þar til kosinn verður ný stjórn Reykjavíkurborgar
er þegar farinn af stað kosningabarátta til að tryggja sér „ör-
uggt“ sæti á framboðslista flokkana. Fyrstir til þess urðu sjálf-
stæðismenn er núverandi oddviti þeirra tilkynnti að hann vildi
leiða lista flokksins við næstu kosningar og fella Reykjavíkur-
listann og ná hreinum meirihluta eftir 12 ára veru í „kuldanum.“
Nú þarf ekki lengur að fella Reykjavíkurlistann, hann
splundraðist innan frá svo barátta sjálfstæðismanna er nú við
aðildarflokka R-lista hvern fyrir sig auk Frjálslynda flokksins. 24
vilja komast á listann, þar af aðeins 5 konur, og margir hafa
þegar opnað kosningaskrifstofu. Sjálfstæðismönnum er spáð
meirihluta en of snemmt er að fullyrða að það gangi eftir. Listi
Frjálslynda flokksins verður kynntur í nóvembermánuði í sam-
starfi við borgarmálahóp flokksins en hann mun áfram leiða
þau Ólafur Magnússon borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir.
Samkvæmt nýlegri fylgiskönnun mun flokkurinn hins vegar
engan borgarfulltrúa fá. Vinstri grænir hafa þegar ákveðið sitt
framboð með vali meðal flokksmanna og þann lista leiðir nýr
leiðtogi, Svandís Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks
VG. Sá listi gerir sér vonir um 3 borgarfulltrúa en samkvæmt
nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkana verður Svandís
eini fulltrúi VG eftir næstu kosningar. Samfylkingin stefnir að
prófkjöri meðal flokksbundinna félaga 11. til 12. febrúar á
næsta ári en reglur um það prófkjör munu liggja fyrir 1. nóvem-
ber nk. Páll Halldórsson leiðir þá vinnu og hann segir að um
4.000 flokksbundnir Samfylkingarmenn séu í Reykjavík og hann
gerir sér vonir um að þeim fjölgi fram yfir áramót. Prófkjörið er
einnig opið stuðningsmönnum Samfylkingarinnar. Aðeins
Framsóknarmönnum virðist ekkert liggja á, ekkert fréttist af
þeirra framboðsmálum út á við, nema að þeirra foringi, Alfreð,
hefur gefið í skyn að hann vilji leiða listann áfram en það hefur
reyndar Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi einnig gert. Líklegt
er að Framsóknarmenn efni til prófkjörs meðal flokksbundinna.
Fylgi Framsóknarmanna er svolítið óráðið, þeir fá einn fulltrúa
samkvæmt könnun en reyndar er það svo að fylgi þeirra er yfir-
leitt meira á kjördegi en í skoðanakönnunum.
Á þessum listum eru margir Vesturbæingar, foringi VG er
Vesturbæingur, Vesturbæingur sækist eftir forystu hjá Sjálf-
stæðismönnum, miðbæingur sækist eftir forystu hjá Samfylk-
ingunni en lengra virðist í Vesturbæinga hjá Frjálslyndum og
Framsóknarmönnum. En spyrjum að leikslokum, en er langt til
kosninga.
Geir A. Guðsteinsson
Vesturbæingar vilja
stjórna borginni