Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 2
Nýr meirihluti í borgarstjórn Samfylkingin mun leiða starf nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í mennta- og velferð- armálum auk málefna Orkuveitu Reykjavíkur. Vinstri græn munu leiða starf í jafnréttis- og mann- réttindamálum, Framsóknarflokk- urinn leiðir starf meirihlutans í málefnum Eignasjóðs og F-listi mun meiða störf heilbrigðisnefnd- ar. Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri, Svandís Svavarsdótt- ir verður pólitískur staðgengill borgarstjóra og leiðir starf meiri- hlutans í sameinuðum borgar- stjórnarflokki, í heildarstefnumót- um í málefnum Orkuveitunnar, í umhverfismálum, samgöngumál- um, skipulagsmálum, Sorpu og Strætó. Björn Ingi Hrafnsson verð- ur formaður borgarráðs og leið- ir starf meirihlutans í íþrótta- og tómstundamálum og stjórn Faxa- flóahafna. Margrét Sverrisdóttir verður forseti borgarstjórnar og leiðir starf meirihlutans í menn- ingar- og ferðamálum. Kosið var í nefndir og ráð á fundi borgar- stjórnar sl. þriðjudag, 16. október. VESTURBÆJARBLAÐIÐ þakkar fráfarandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, prýðilegt sam- starf á þessu kjörtímabili, en ósk- ar jafnframt Degi B. Eggertssyni velfarnaðar í starfi borgarstjóra. Forseti Alþingis fundaði með Torfusamtökunum Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, átti fund með stjórn Torfu-samtakanna þann 17. september í Alþingishúsinu um skipulag á Alþingisreitnum og endurbyggingu húsa Alþingis en samtökin sendu inn ýmsar athuga- semdir við deiliskipulagstillögu um Alþingisreitinn sem nú er til lokameðferðar hjá Reykjavík- urborg. Fyrir hönd Torfusamtak- anna sóttu Snorri Hilmarsson, Guðjón Friðriksson og Áshildur Haraldsdóttir fundinn. Fundinn sat einnig skrifstofustjóri Alþing- is, Helgi Bernódusson. Alþingis- reiturinn markast af Kirkjustræti, Templarasundi, Vonarstræti og Tjarnargötu, ef frá er talið Vonar- stræti 10, sem er í eigu Oddfell- ow-reglunnar. Skipulagsráð segir áform á Alþingisreit metnaðarfull Skipulagsráð fagnar þeirri niður- stöðu sem náðst hefur um breytt deiliskipulag á Alþingisreit. Skipu- lagið er metnaðarfullt og tekur gott tillit til umhverfisins og mikil- vægis þessa svæðis. Skipulagsráð fagnar sérstaklega þeirri sátt sem náðst hefur um uppbyggingu og verndun eldri bygginga á svæðinu og því samráði sem Alþingi hafði við athugasemdaraðila og tryggði þessa farsælu niðurstöðu. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Álfheiður Inga- dóttir óskaði bókað; Fulltrúi Vinstri grænna fagnar sérstaklega fyrirhugaðri endur- byggingu Skjaldbreiðar og lýsir ánægju með það hvernig komið hefur verið til móts við húsafriðun- arsjónarmið að því er varðar flutn- ing Vonarstrætis 12. Jafnframt er á það bent að ný tillaga um Lækj- artorg með göngustígum og flæði fyrir gangandi og hjólandi umferð gefur tilefni til að skoða Alþingis- reitinn í nýju ljósi þar sem tengja mætti garð eða torg á reitnum, Austurvelli og görðum sunnan Lækjartorgs. Enn fremur gefur reitur sunnan Suðurgötu 3, á milli Tjarnargötu og Suðurgötu, kost á sólríku framhaldi af slíku flæði. Við síðari tíma útfærslu nýbygg- ingar á reitnum er lögð áhersla á að tækifæri til að skapa almanna- rými og gönguleiðir verði nýtt eins og unnt er. Brýnt er að við áframhaldandi vinnslu reitsins verði þeirri ágætu hefð haldið til haga að byggingar og garðar fyrir þing og borgarstjórn sé jafnframt í þágu almennings. Starfshópur um jákvætt starf í miðborg Reykjavíkur Á fundi íþrótta- og tómstunda- ráðs í sl. mánuði lagði fulltrúi Vin- stri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu: Fulltrúi Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði leggur til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það markmið að auka aðkomu ungs fólks að uppbyggj- andi og jákvæðu starfi í miðborg Reykjavíkur á kvöldin og um helg- ar. Starfshópurinn verði skipað- ur fulltrúum ungmenna úr ýms- um áttum, s.s. Ungmennarráði Reykjavíkur, Jafningjafræðslunni, Iðnnemasambandinu, Félagi fram- haldsskólanema og starfsfólki Hins Hússins. Skrifstofustjóra tóm- stundamála verði falið að skipa hópinn. Hópurinn skili tillögum til ráðsins fyrir 1. janúar 2008. Tillagan var samþykkt og vísað til framkvæmdastjóra Framkvæmdir Löðurs á Fiskislóð stöðvaðar Bílaþvottastöðin Löður í Kópa- vogi sótti nýlega um leyfi til þess að færa bílaþvottastöðina 7,4 metra nær götu vegna mistaka við útsetningu á sökklum á lóð nr. 29 við Fiskislóð. Skipulagsráð telur að það vanti skýringar á mis- tökunum. Á fundi skipulagsráðs 2. október sl. voru lögð fram bréf byggingarfulltrúa vegna stöðvun- ar framkvæmda við bílaþvotta- stöð á lóðinni nr. 29 við Fiskislóð. Stöðvun byggingarfulltrúa var staðfest. Engin svör vegna ónæðis af þyrluflugi Á fundi Hverfisráðs Vesturbæj- ar 1.nóvember 2006 var lögð fram bókun vegna ónæðis af þyrluflugi við Lilta-Skerjafjörð. Í framhaldinu beindi því Hverfisráð Vesturbæj- ar því til Vesturgarðs að skoða ábendingar íbúasamtaka Litla- Skerjafjarðar um ónæði vegna þyrluflugs. Samþykkt var að fram- kvæmdastjóri útvegaði reglur um fyrirkomulag þyrluflugs, einka- flugs, þotuflugs og skilmála þar að lútandi m.t.t. hagsmuna íbúa í grendinni. Þegar Sæunn Stefáns- dóttir, formaður Hverfisráðs, var innt svara við hvort svör hefðu borist kannaðist hún ekki við það. Næstum ár er liðið síðan þessi samþykkt var gerð, og það að ekk- ert hafði gerst allan þann tíma er afskaplega lítil þjónusta við íbúa Litla-Skerjafjarðar. Nýlega sendu íbúasamtök Litla-Skerjafjarðar annað bréf þar sem krafist er svara. Undir það skal tekið hér. Landsbankinn bakhjarl Mannauðs Mannauður er samstarfs- verkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Morg- unblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins. Mannauður er verkefni sem er ætl- að að hafa áhrif á samfélagið með menntun og fræðslu. Mannauður horfir til framtíðar og leitar nýrra leiða til að skapa samfélag og vinnuumhverfi þar sem okkur tekst að lifa heilbrigðu og gefandi lífi jafnframt því sem við aukum samkeppnishæfni okkar og bæt- um árangur í starfi. Mannauður mun standa fyrir fjölbreyttum uppákomum og viðburðum, m.a. alþjóðlegum ráðstefnum, nám- skeiðum og hádegisfyrirlestrum. Hafnarhúsið selt? Stjórn Faxaflóahafna hefur ákveðið að fá verðmat á Hafnar- húsið við Tryggvagötu og Slysa- varnarfélagshúsið á Grandagarði með hugsanlega sölu í huga. Stærsti hluti Hafnarhússins er í leigu og margir velta fyrir sér hvort Faxaflóahafnir eigi að standa í leigu húsnæðis í miðborg- inni. Fasteignamat hluta Faxaflóa- hafna í Hafnarhúsinu nemur 743 milljónir króna en Slysavarnarfé- lagshússins um 120 milljónum króna. Miðlægt stýrikerfi fyrir umferðarljós Miðlægt stýrikerfi fyrir fjölförn- ustu gatnamótin í Reykjavík hef- ur nú verið tekið í notkun. Nýja kerfið aðlagar umferðarljósin umferðinni á hverjum tíma, lengir tíma ljósa þegar álagið er mest og lágmarkar biðtíma vegfarenda í gatnakerfinu. Í Reykjavík er 116 gatnamótum stjórnað með umferðarljósum, og í þessum fyrsta áfanga verkefnis- ins eru 36 gatnamót á stofnbraut- um miðsvæðis í Reykjavík, auk þriggja gatnamóta á Hafnarfjarð- arvegi. Þessa dagana er unnið að fínstillingu kerfisins, en ekki þarf að búast við truflunum á umferð vegna þess. Miðlæg stýring umferðarljósa byggir á samskipta- neti milli stjórnkassa og stjórn- tölvu og umfangsmikilli söfnun umferðarupplýsinga. Út frá þess- um upplýsingum reiknar stjórn- tölvan út flæði umferðarinnar á öllu svæðinu hverju sinni, ákvarð- ar hvaða stýring er við hæfi og sendir boð í stjórnkassana í gegn- um samskiptanetið. Miðlæg stýr- ing umferðarljósa er sameigin- legt verkefni Framkvæmdasviðs Reykjavíkur og Vegagerðarinnar, en í ársbyrjun 2006 var samið við þýska fyrirtækið Siemens AG um þennan fyrsta áfanga verkefnis- ins. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Íslandspóstur 10. tbl. 10. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðborg. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R F egurð getur verið afstæð, sérstaklega fegurð húsa og garða. Það sem sumum finnst fallegt í vesturhluta Reykjavíkurborgar finnst öðrum kannski ekkert til koma. Umhverfi gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu og byggingar nálægt honum og umhverfi Tjarnarinnar að Hljómskálagarðinum slepptum hefur yfir sér einhvern sjarma en Ásvallagatan, Sólvallagatan, Hávallagatan og jafnvel fleiri götur hafa yfir sér þynglyndisblæ sem þó er viðkunnanlegur. Melarnir eru býsna heilsteypt hverfi en þegar leitað er að einhverju sem truflar fegurðar- skinið kemur Grandinn fyrst upp hugann, eiginlega botninn á bygg- ingalistinni í Reykjavík. Þar eru forljótar verbúðir, sem ekkert eiga sér til ágætis annað en söguna og þær safna auk þess að sér drasli eins og aðrar byggingar sem ekki njóta neins viðhalds. Miðborgin á langt í land með að skapa sæmandi aðdráttarafl nema fyrir þá sem vilja vera þar drukknir um helgar og Lækjartorgið er eiginlega ekkert annað en steinsteypuómynd þakin tyggjóklessum en gera má sér þó vonir um að uppbygging á brunarústunum við Austurstræti lífgi upp á arkitektúrinn. Hugmyndir þar að lútandi sem hafa verið opinberað- ar lofa góðu. Keppni heimamanna en ekki átthagafélaga S purningaþættir hafa alltaf notið vinsælda á Íslandi. Einn þekkt-asti þáttarstjórnandinn var Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur sem hafði alveg sérstakt lag á að skapa spennu við útvarpið, en á þeim tíma var ekkert íslenskt sjónvarp. Svavar Gests stjórnaði þætti sem hét “Veistu svarið?” og voru í anda Svavars fyrst og fremst skemmtilegir fyrir tilsvör þáttarstjórnandans. Svo voru þættir þar sem þátttakendur fengu að velja sér sérsvið, og þár eru bræðurnir í Tvískerjum í Öræfum sérlega minnistæðir fyrir ótrúlega mikla þekk- inu á náttúrunni. Í dag eru þessir þættir orðnir svolítið útþynntir nema spurningakeppni framhaldsskólanemanna sem er sérlega skemmtilegt efni en Meistarinn er hins vegar dálítið þungt efni þótt þar kristallist ýmiss speki. Nú er í gangi spurningakeppni milli sveit- arfélaga landsins sem heitir Útsvar sem hefur það kannski fram yfir sumar aðrar keppnir að spurningarnar eru ekki mjög þungar og því oft hægt að svara heima í sófa. Enda virðist ekki vera valdir í þessi lið neinar sérstakir snillingar. Það vekur hins vegar athygli og rýrir gildi Útsvarsins að keppendur eru alls ekki alltaf heimamenn, nema frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, fremur einhverjir brottfluttir. Þannig var t.d. með lið Fjallabyggðar, sem er kokteill Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Keppendur eiga auðvitað að vera heimamenn, þetta er ekki keppni milli átthagafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kennum útlendingum íslensku A lþingi hefur hafið störf eftir gott sumarleyfi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði við þingsetningu að lands-byggðin, samkenndin og tungumálið væru þrenning sem Íslendingar mættu ekki varpa frá sér. Engin efnisrök væru fyrir því að víkja íslenskunni til hliðar ef háskólar og fyrirtæki eiga að ná í frem- stu röð og hæpið að halda því fram að íslenskan geti ekki áfram verið jafnoki heimsmálanna í þekkingarsköpun og atvinnulífi. Þvert á móti beri að efla íslenskukennslu í skólum landsins um leið og leikni náms- fólks í erlendum málum væri aukin. Hjálpa ætti þeim sem hingað koma frá öðrum löndum að læra íslenskuna. Sérstakan gæfi Íslending- um gildi. Undir þessi orð forseta Íslands skal sannarlega tekið hér. Geir A. Guðsteinsson Hvar er fallegast í Vesturbænum? Vesturbæingar Hvenær fæ ég að verða Borgarstjóri? OKTÓBER 2007

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.