Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 15
15VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2007 Þegar búddamunkarnir gengu þúsundum saman af yfirvegun og hógværð í friðsömum mótmælum um götur Rangoon í Burma á dögunum og mótmæltu spilltri stjórn landsins varð mér hugsað til mikilvægis heilbrigðrar trúar og trúarbragða í sérhverju þjóðfélagi. Þú tókst vonandi eftir því að ég notaði orðið heilbrigði í þessu sambandi. Vissulega er líka til óheilbrigð trú sem skilgreina má nánar sem öfgatrú og ennfremur sem bókstafstrú. Búddamunkarn- ir í Burma standa með þjóð sinni og boða lífsgildi eins og þeir hafa gert um aldir. Þeir eru að mínum skilningi fulltrúar heilbrigðrar trúar. Allt of oft heyrum við neikvæð- ar fréttir af trúarbrögðum í fjöl- miðlum. Heittrúaða múslima ber þar til að mynda oft á góma og svo eru einnig tínd til ýmis meint dæmi um það þegar kirkjan í heiminum eða önnur trúarsam- tök eða trúarheildir fóru út af hin- um rétta vegi í tilteknum málum. Og þá er gjarnan alhæft og fullyrt að allir kristnir menn eða allir fylgjendur tiltekinna trúarbragða séu einnar skoðunar. Alhæfingar eru yfirleitt vondar. Fordæmi búddamunkanna er fagurt dæmi um trú sem vogar í kærleika. Hvað vilja gagnrýnend- ur trúarbragða segja um þátt þeirra í baráttunni fyrir réttlæti? Og hvað vilja þeir til dæmis segja um þátt kaþólsku kirkjunnar og Jóhannesar Páls II páfa í frelsun Póllands undir lok liðinnar ald- ar? Eða þátt lúthersku kirkjunn- ar í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins? Eða áherslur Nelson Mandela í sáttargjörð í S-Afríku sem flestar má rekja til kristinna grunngilda? Allt of algengt er að einungis sé haldið á lofti hinu neikvæða sem getur hent öll félög eða samtök hvort sem þau teljast til trúarbragða, stjórnmálaflokka eða félaga. Í hvaða félagsskap manna sem er eru syndugir menn, ófullkomn- ir og fálmandi, karlar og konur, sem gera mistök, en hafa um leið mikla möguleika til að láta gott af sér leiða. Trúarbrögðin eru seld undir sömu örlög og önnur mannleg samtök. Stundum er því haldið fram að allt verði betra ef trúarbrögðum verður útrýmt. Í því sambandi má spyrja: Hvernig tókst þeim stjórnmálaforingjum upp á lið- inni öld, sem reyndu einmitt að banna alla trú og töldu að trú- laus skynsemi mannsins ein gæti fært þeim hamingjuna? Óþarfi er að rifja upp nöfn þeirra hér. Við munum þessa menn, mistök þeirra og glæpi gegn mannkyni. Kristin trú hefur mótað okk- ar þjóðfélag í þúsund ár. Fyrstu menn sem hér stigu á land voru líklega kristnir munkar. Ísland er því hugsanlega eina landið í heim- inum þar sem kristni hefur verið til staðar frá upphafi byggðar. Hingað komu ennfremur heiðnir menn í upphafi en þeir snerust flestir til kristni í tímans rás og hér þróaðist kristið samfélag. Enn er samfélag okkar mótað af kristinni trú og gildum en á þó langt í land með að teljast full- komið og verður það víst aldrei. En hver kynslóð veður að takast á við sín verkefni og leitast við að skapa hér réttlátt þjóðfélag umburðarlyndis, réttlætis og frið- ar. Í þeim efnum skipta heilbrigð trú og siður miklu máli, trúarleg gildi og trúariðkun. Fólk í öllum Ranggoonum og Reykjavíkum heimsins þarfnast heilbrigðrar trúar. Í Rangoonum og Reykjavíkum heimsins Nýir og spennandi tímar eru framundan hjá unglingum í Vest- urbænum. Nýlega opnaði félags- miðstöðin Frosti útibú í Haga- skóla sem mun heita því frum- lega nafni Litli Frosti. Fengin verða afnot af kennslu- stofu og er verið að innrétta hana eftir nýjustu stefnum í innanhúsar- kítektúr. Opið verður á þriðjudög- um og fimmtudögum frá klukkan 12:00-17:30 og er öllum ungling- um í Hagaskóla velkomið að kíkja í heimsókn og nýta aðstöðuna. Í boði verða ýmis frístundartilboð, en starfsemin byggist þó aðallega upp á opnu starfi þar sem krakk- arnir hafa frumkvæðið en verður þar sértækt hópastarf. Með þessari framkvæmd er stefnt að því að auka samstarfið á milli skólans og félagsmiðstöðv- arinnar, því báðar aðilar eru að vinna með sömu krakka, annars- vegar með formlegri menntun og hinsvegar með óformlegri mennt- un. Þessi nálægð félagsmiðstöðv- arinnar við skólann gerir þeim auðveldara að taka þátt í félags- tarfi sem þurfa hvað mest á því að halda. Samhliða opnun þessarar nýju félagsmiðstöðvar þá verður líka opið í Frostaskjóli á mánudög- um, miðvikudögum og föstudög- um frá 15:00-22:00. Félagstarf er hollt og uppbyggj- andi og skapar lífsglaða og sjálf- stæða einstaklinga. Lífsglaðir unglingar. Félagsmiðstöðin Litli Frosti opnar í Hagaskóla Á haustdögum vísiteraði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vesturhluta Reykjavíkur, Dóm- kirkjusöfnuðinn í september og Nessöfnuð í októberbyrjun. Til hvers biskupsvísitasía og hvað er gert? Nafnið biskup er komið af gríska heitinu episkopos, sem þýðir til- sjónarmaður. Biskup er eins og aðrir yfirmenn, beitir sér fyrir starfseflingu hreyfingar sinnar og lítur eftir að starf í öllum greinum kirkjulífsins sé gott. Biskup hvetur og gagnrýnir, fer yfir starfshætti, helgihald, líknarþjónustu og ræðir um breytingar. Biskup hlustar eftir gleðiefnum og bendir á það sem betur mætti fara, tekur út kirkju- starf og framkvæmd þess. Biskup fundar með prestum og starfsfólki safnaða, nefndum og ráðum, tekur þátt í messu og þeim hlutum kirkjustarfsins, sem eru á döfinni þá daga sem heimsókn stendur yfir. Er vísitasía til gagns? Já segir sr. Sigurður Árni Þórð- arson, prestur í Neskirkju, og það gagn kemur fram í bættu kirkju- starfi og enn virkari og öflugri þjón- ustu kirkjunnar í þágu lífs og fólks. Biskup vísiterar Vesturbæinn Frá fundi biskups Íslands með sóknarnefnd Neskirkju. Fundurinn var greinilega skemmtilegur en einnig gagnlegur.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.