Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 13

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 13
13VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2007 Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is Fjölbreyttur og girnilegur Skrúður Nýr matseðill Fjölbreyttir og spennandi réttir. Komdu og njóttu góðrar stundar yfir góðum mat. Brunch í hádeginu á sunnudögum Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, 50 % afsláttur fyrir börn 6 -12 ára. P IP A R • S ÍA • 70765 Íbúar við Ánanaust ósáttir við landfyllingu Íbúar við Ánanaust í Reykja- vík segja að borgaryfirvöld hafi virt þá að vettugi með því að heimila landfyllingu í fjörunni fyrir framan hús þeirra. Um er að ræða jarðveg sem fellur til vegna framkvæmda við tónlist- ar- og ráðstefnuhús við Austur- höfnina. Þeir óttast verulegar raskanir á nánasta umhverfi og að jarðvegurinn sé mengaður. Eiríkur Arnarson íbúi við Ána- naust segir að borgaryfirvöld hafi gengið gróflega framhjá þeim. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúana og það eigi greinilega að koma málinu í gegn án samráðs við þá sem næst svæðinu búa. Um töluvert magn er að ræða og reiknast Eiríki þetta séu um 40 þúsund vörubílafarmar. Gert er ráð fyrir landfyllingu á svæð- inu samkvæmt aðalskipulagi. Íbú- arnir benda á að framkvæmdirn- ar nú séu mun fyrr á ferðinni og ekki í fullu samræmi við skipulag. Hafa þeir ennfremur óskað eftir umhverfismati. Þá óttast íbúar við Ánanaust að jarðvegurinn sé mengaður og telja þeir einboðið að framkvæmd- irnar á svæðinu muni valda mikl- um röskunum enda sé þetta sé fokgengt efni. Íbúar sendu borgarráði Reykja- víkur bréf í lok júlímánaðar og óskuðu eftir skýringum frá borg- aryfirvöldum. Í því kemur fram að framkvæmdir séu í samræmi við aðalskipulag og þar rísi hverf- isbækistöð. Á fundi húsfélagsins Vesturgötu 69-75 sem haldinn var 11. september sl. var áformum borgarinnar harðlega mótmælt. Lýst er yfir vanþóknun á vinnu- brögðum borgarinnar og þeirri staðreynd að íbúar hafi ekki ver- ið hafði með í ráðum. Spurt var, skipta íbúar ekki máli? Sigurbjörg Schiöth, formaður húsfélagsins að Vesturgötu 69 til 75, segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir landfyllingu við Ánanaust fyrr eftir árið 2012, og núverandi meirihluti borgarstjórnar hafi boð- að að fallið yrði frá hugmyndum um landfyllingu á þessum stað. Nú hafi sú afstaða breyst. Land- fyllingin verði í engu samræmi við strandlínuna og áformin virðist því laus við alla umhverfishugs- un. Í áðurnefndri athugasemd er óskað eftir tafarlausum fundi með kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum sem komu að ákvarðana- töku ásamt fundi með borgar- stjóra, varðandi þetta mál. Sigurbjörg K. Schiöth segir að engin svör hafi fengist frá borgar- yfirvöldum og enginn fundur ver- ið boðaður. Mótmæli íbúa við Vesturgötu 69-75. Undirbúningsvinna varðandi byggingu hjúkr- unarheimilis við Grandaveg hefur verið í fullu samræmi við samkomulag heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um byggingu hjúkrunarheimilis með 90 rúmum, 60 í eigu Reykjavíkurborgar og 30 í eigu Seltjarnarnesbæjar að sögn Berglindar Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu. Margan hefur undrað að ekki skuli vera byrjað í framkvæmdum en samkomulagið var undirritað af þáverandi heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttur, Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra Seltjarnarnes- bæjar og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þáverandi borgarstjóra í Reykjavík þann 22. maí 2006. Hjúkr- unarheimilið á að rísa á svokallaðri Lýsislóð en nokkuð hefur borið á því að jarðvegur hafi verið að fjúka af lóðinni á næstu hús í sterkri norðan- eða norðaustanátt. Undirbúningur við byggingu hjúkrunarheimilis á réttu róli Lýsislóðin við Grandaveg þar sem hjúkrunar- heimilið á að rísa í fyllingu tímans. Nuddstofan Umhyggja Við bjóðum meðal annars upp á: • Sænskt vöðvanudd (þétt) • Þrýstipunktanudd • Kinesio Teiping NÝTT • Regndropameðferð NÝTT • MA-URI® nudd NÝTT • Svæða- og viðbragðsnudd • Nálastungur TCM • NLP huglæg atferlismeðferð Við erum til staðar fyrir þig Græðarar á Umhyggju Vesturgata 32 101 Reykjavík Sími 551 6146 10% afsláttur af meðhöndlunum í 10 daga, 22.okt. –2. nóv. 10 ára afmæli Nuddstofunnar Umhyggju

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.