Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 3

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 3
Víða í Vesturbænum eru bíla- stæði af skornum skammti og götur þröngar. Oft hagar því þan- nig til að bílastæði eru merkt ein- ungis öðru megin, án þess þó að bannað sé að leggja hinum meg- in. Göturnar eru þó oft þröngar og því ekki er raunhæft að leggja bílum beggja vegna, - ja, nema með því að tylla bílunum örlítið upp á gangstétt. Samkvæmt skýr- um ákvæðum umferðalaga er það þó óheimilt. Það hefur þó verið tíðkað víðast hvar í Vesturbæn- um enda annað ekki mögulegt. Dæmi um þessar aðstæður má taka af einstefnugötunum í Vest- urbænum (t.d. allar -vallagöturn- ar, Hávallagata, Ljósvallagata, Brávallagata o.fl.) þar sem bíla- stæði eru eingöngu vinstra megin og af skornum skammti, íbúar margir og jafnvel mannfrek starf- semi í nágrenninu svo sem í til- felli Brávallagötu þar sem er hjúkrunarheimilið Grund. Gang- stéttar eru hins vegar gjarnan breiðar og því hafa íbúar þessara gatna nýtt sér það að vel er hægt að leggja bílum við gangstétt hægra megin við göturnar. Vissu- lega leitast menn eftir að leggja í þar til gerð bílastæði en á daginn er mikið um utanaðkomandi bíla og á kvöldin nægja stæðin engan veginn öllum íbúum. Þá er ekki um annað ræða en að leggja við og örlítið uppá gang- stéttina. Engin hætta stafar af þeirri lausn og umferð gangandi vegfarenda er fráleitt hindruð. Bílastæðasjóður hefur hins vegar herjað markvisst á vissar götur í Vesturbænum og sektað íbúa fyr- ir stöðubrot, jafnvel þótt gang- stéttir séu þar breiðar og augljós- lega sé ekki verið að hindra för gangandi vegfarenda með þess- um hætti. Þá hefur gætt mikils ósamræmi í sektum bílastæða- verða, með þeim hætti að bifreið- ar í ákveðnum götum eru stöðugt sektar en ekki bifreiðar í næstu götu þar sem þó háttar alveg eins til. Lausn í sjónmáli? Þótt þetta hljómi sem óleysan- legt vandamál í ljósi skorts á auð- um lóðum í Vesturbænum þá má leysa það að hluta með tiltölulega einföldum hætti. Með því að heimila bifreiðastöður að hluta upp á gangstétt þar sem aðstæð- ur leyfa (gagnstétt það breið að ekki hindri för vegfarenda) væri komið til móts við íbúa þessara þéttbýlu hverfa. Þetta er alþekkt í Evrópu þar sem sérstök skilti gefa vísbendingu um að heimilt sé að tylla hjóli upp á gangstétt. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur kynnt þessa hugmynd í umhverfisráði borgarinnar. Það er mikilvægt að þessi mögulega lausn verði skoð- uð fordómalaust af þeim sem hafa það í hendi sér að fækka bílastæðavandamálunum. Já, líka af þeim sem virðast hafa unun af því að bölvast út í einkabílinn. Fleira brýnt að bæta úr í Vesturbænum Annað tengt umferðarmenn- ingu gamla bæjarins er sú stað- reynd að götur í Vesturbænum eru orðnar svo illa farnar af ofmalbikun að þær eru eins og uppábúið rúm (orðnar bungu- laga). Eldra fólk á mjög erfitt með að komast út úr bílum sínum ef þeir eru ekki réttir af með því að tylla þeim upp á gangstétt. Í mik- illi hálku skapast og hætta á að bílar á ferð renni til hliðar og valdi tjóni á bílum sem þar er lagt. Þá hefur ekkert verið hugað að umferð gangandi vegfarenda í Vesturbænum því gangstéttir þar eru víðast orðnar svo úr sér gengnar að fólki stafar beinlínis hætta af. Það er sérstaklega áber- andi í kringum elli- og hjúkrunar- heimilið Grund þar sem eldri borgarar eru gjarnan á ferli. Áður en miklum tíma og pen- ingum er eytt í að skipuleggja nýja byggð í nágrenni Vesturbæj- arins, eins og Vatnsmýrarævin- týrið er dæmi um, er ekki ósann- gjarnt að fara fram á að menn sýni að þeir séu þess megnugir að halda við þeirri byggð sem hefur verið til staðar í borginni í yfir 100 ár. Það er tími til kominn að borgaryfirvöld hugi að endur- bótum og viðhaldi á þessum elsta hluta borgarinnar. Sigríður Á. Andersen er lögfræðingur og Vesturbæingur. NÓVEMBER 2005 3Vesturbæjarblaðið Einföld lausn á sívaxandi bílastæðavandamáli A t h y g l i s v e r t !

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.