Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 10
NÓVEMBER 200510 Vesturbæjarblaðið „Nú þegar borgarstjórnarkosn- ingarnar nálgast fer flugvallarum- ræðan á fulla ferð. Við í Vestur- bænum sem búum í nágrenni við völlinn höfum án efa flest skoðan- ir á því hvort hann eigi að vera eða fara. Við verðum að kanna hvaða kostir eru í stöðunni og vega út frá þeim hvað er best fyrir okkur öll,“ segir Ásta R. Jóhannes- dóttir. Tíminn er peningar „Deilurnar um framtíð Reykja- víkurflugvallar ganga þvert á flokkslínur, óháð því hvar fólk býr á landinu. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun vill aðeins fjórð- ungur landsmanna að miðstöð innanlandsflugs verði flutt frá Reykjavík til Keflavíkur. Á lands- byggðinni var andstaðan mest við flutninginn og á höfuðborgar- svæðinu var einnig meirihluti á móti. Flugsamgöngur eru fljótvirkasti ferðamátinn og því mjög mikil- vægar nú þegar tíminn er pening- ar. Það þarf því einnig að vera stutt á áfangastað til og frá flugvelli.“ Flug eða bíll „Ég tel afar ólíklegt að milljörð- um króna verði varið til bygging- ar nýs innanlandsflugvallar í Reykjavík eða nágrenni á sama tíma og nýuppgerður innanlands- flugvöllur er þar fyrir. Hvað þá ef við Íslendingar þurfum að bera allan kostnað af rekstri Keflavík- urflugvallar, eins og stefnir í. Hverfi Reykjavíkurflugvöllur mun innanlandsflugið að öllum líkindum flytjast til Keflavíkur. Það gæti leitt til þess að stór hluti innanlandsflugsins leggist af, vegna þess hve tímafrekt það yrði fyrir farþega að fara á milli höfuð- borgarinnar og Keflavíkur. Áður en ákvörðun er tekin um að Reykjavíkurflugvöllur verði fjarlægður úr Vatnsmýrinni þurf- um við að ákveða hverskonar samgöngur við viljum. Það þýðir ekki að hrópa „flugvöllinn burt“ án þess að hugsa um samgöngu- málin í heild.“ Þjóðvegirnir víða að hrynja „Þjóðvegakerfið er síður en svo tilbúið að taka við allri þeirri miklu umferð sem færi út á vegina ef innanlandsflugið legðist af. Veg- irnir eru að hrynja á stórum köfl- um vegna hins mikla álags sem vöruflutningar um þá hafa valdið eftir að strandsiglingar lögðust af. Að stuðla að enn meiri umferð um þá í slíku ástandi væri ógnun við umferðaröryggi. Ég minni líka á sjúkraflugið og þjónustu Landspítalans við alla landsmenn og því þarf að horfa heildrænt á málið og af skynsemi. Á meðan það tekur jafn langan tíma og nú að fara milli Reykjavík- ur og Keflavíkur og á meðan þjóð- vegirnir eru eins og þeir eru, er ábyrgðarleysi að tala um að Reykjavíkurflugvöllur fari burt úr Vatnsmýrinni. Höfuðborgin hefur skyldur við landsmenn alla og þeir eiga rétt á greiðum samgöngum vegna þeirr- ar þjónustu sem þeir þurfa að sækja hingað. Íbúar hér sækja ein- nig vinnu út á land og nýta flugið til að fara á milli. Höfuðborgarbú- ar ættu einnig að hafa hugfasta þá atvinnu sem flugvöllurinn skapar fyrir þá. Flestar borgir leggja mikla áherslu á að hafa flugvelli nálægt eða í borginni,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir. Öryggismál Þingmaðurinn segir að þeir sem búi á virku eldfjallasvæði þar sem hraun hafa runnið þurfi að eiga greiða leið í burtu ef eldgos eða aðrar náttúruhamfarir verði. Þar gæti Reykjavíkurflugvöllur skipt sköpum fyrir þá sem hér búa ef rýma þarf höfuðborgina skyndi- lega. Völlurinn sé líka miklvægur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflug- völl. Það sé öryggisatriði að hafa varaflugvöll svo nærri Keflavík þegar ekki er lendingarhæft þar. Í flugvallarumræðunni verði að líta heildrænt á kostina í stöðunni og vega þá og meta áður en ákvarð- anir eru teknar. ■ Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík: Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, og íbúi í Vesturbænum. 20% afsláttur fyrir e-korthafa Hvernig samgöngur viljum við? Íbúðarhúsið að Öldugötu 19 býr yfir einhverri dulúð, líklega vegna þess að það hef- ur á síðari árum hvorki verið málað eða fengið skeljasandsá- ferð. Það er orðið yfir 70 ára gamalt. Stallar gera húsið þróttmikið en einnig nokkuð þunglamalegt. Það hefur þó ekki alveg fengið frið fyrir síðari tíma breytingum því eftir að leikskóli var stofn- settur í húsinu voru rósettur teknar af húsinu, sem er mjög miður. Svona dökk hús eru nokkur í Vesturbænum, m.a. eitt steinsnar frá Öldugötu 19, eða Öldugata 16 sem er með mikið mansardþak með gafl- sneiddum burstum eins og Guð- jón Friðriksson kallar það í bók sinni „Indæla Reykjavík.“ Öldugötu 19 byggði Þorleifur Eyjólfsson og bjó í því í nokkur ár en þegar Kistjana Fenger varð ekkja ung, keypti hún hús- ið og flutti í það. Í því bjuggu síðar synir hennar og þeirra fjölskyldur í allmörg ár. Í húsið hefur væntanlega farið mikill steypumassi því þakið er steypt og í það var einnig steypt hjóna- rúm, sem Kristjana Fenger lét fjarlægja. ■ Öldugata 19 - hefur haldið upphaflegu útliti Samtal um sorg Ertu í sorg? Misstir þú ástvin og hefur engan til að tjá þig við um líðan þína? Er samferðafólk þitt kannski búið að „útskrifa“ þig úr sorginni? Er þér sagt að þú verðir bara að bíta á jaxlinn og herða þig upp? Í Samtali um sorg útskrifar þig enginn nema þú sjálf/ur. Samtal um sorg fer fram í kapellu Neskirkju á fimmtudög- um kl. 12-13. Þetta er opinn vett- vangur þar sem fólk kemur sam- an til að tjá sig eða hlusta á aðra. Sagt er að eina leiðin út úr sorg og missi sé að fara í gegn- um hina erfiðu reynslu með því að tjá hana. Prestar Neskirkju leiða fund- ina til skiptis. Hver fundur hefst með stuttri bæn. Þú ert velkomin/n! ■

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.