Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 6
„Kaupmaðurinn á horninu“
hefur látið undan síga á undan-
förnum árum í baráttunni við
stórverslanirnar og verslun-
armiðstöðvarnar um hylli
viðskiptavinanna. Margir eru þeir
þó sem halda tryggð við þessar
litlu verslanir og vilja ekki að þær
hverfi úr því hverfi sem þeir búa í.
Samstaðan um það hefur hins
vegar ekki verið nógu almenn,
enda eiga þessar verslunar undir
högg að sækja í verðsaman-
burðinum, og því hefur þessi
sögulegi, en um leið persónulegi,
verslunarmáti látið undan síga.
Verslunin Svalbarði á Fram-
nesvegi er ein þessara verslana
sem hefur haldið velli. Hjónin
Hulda Hannibalsdóttir frá Hanhóli í
Bolungarvík og Ingvar Gunnars-
son, fyrrum útgerðarmaður frá
Eskifirði, keyptu verslunina árið
2000. Eftir að þau fluttu frá Eskifirði
voru þau m.a. verið með verslun í
Kolaportinu.
Í versluninni Svalbarða er
skemmtilegt og jafnframt girnilegt
fiskborð og þar má einnig fá
afskaplega góðan harðfisk sem þau
hjónin sjá um að pakka í umbúðir
merktar versluninni.
Hulda segir að stórar matvöru-
verslanir í nágrenni Svalbarða hafi
vissulega dregið úr aðsókn að Sval-
barða, en þau leggi þar með meiri
áherslu á sérstöðu verslunarinnar,
og ekkert annað komi til greina en
að halda rekstrinum áfram. ■
NÓVEMBER 20056 Vesturbæjarblaðið
Hjónin Hulda Hannibalsdóttir og Ingvar Gunnarsson í verslun sinni á Framnesvegi við hlið fiskborðsins
með harðfiskinn góða.
Girnilegt fiskborð og
harðfiskur í Svalbarða
KB Námsmenn
verðlaunaðir í Melaútibúi
Tveir heppnir nemendur í við-
skiptum í Melaútibúi KB banka
duttu í lukkupottinn á dögunum
þegar dregið var í námsmannaleik
bankans. Helgi Rafn Hróðmarsson
vann glæsilegan Epson prentara frá
EJS og Matthías Ragnarsson 10.000
kr. gjafakort í Pennanum. Blaða-
maður Vesturbæjarblaðsins smellti
mynd af vinningshöfunum ásamt
fulltrúum Melaútibús við þetta
tækifæri. Á myndinni eru ásamt
þeim Helga og Matthíasi þau Sigríð-
ur Theodóra Knútsdóttir, náms-
mannafulltrúi útibúsins og Sverrir
H. Geirmundsson, útibússtjóri. ■