Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 4
NÓVEMBER 20054 Vesturbæjarblaðið Svandís Svavarsdóttir leiðir lista VG í Reykjavík í vor: Börnin þurfa að eiga borgina að Framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs mun leiða fram- boðslista hreyfingarinnar næsta vor. Hún segir börn- in í Reykjavík vera sér hug- leiknust, aðgengi þeirra að gæðum borgarinnar allt frá leikskóla til tómstunda og listnáms þurfi að auka, börnin þurfi að eiga borg- ina að. Þessi frambjóðandi er Svandís Svavarsdóttir, Vesturbæingur á Hjarðar- haganum og segir búsetu í fjölbýlishúsi vera sérstakan lífsstíl. Svandís telur mark- mið VG vera að ná 20% fylgi í borginni í komandi kosningum að vori og að hreyfingin fá þrjá borgar- fulltrúa. Fyrir henni er lífið pólitík og segir að pólitískar skoðanir séu nátengdar lífs- skoðunum viðkomandi. Alltaf verið pólitísk „Ég hef alla tíð verið mjög póli- tísk og alltaf álitið að lífið væri pólitík. Því hefur mér alltaf fund- ist sérkennilegt að tala um að fara í pólitík eða lenda í pólitík. Það er líka pólitík að mæta ekki á kjör- stað. Ég lít því ekki svo á það séu að verða stór þáttaskil í mínu lífi. Ég hef auðvitað orðið fyrir áhrif- um af pólitík föður míns, Svavars Gestssonar, sem var mjög áber- andi stjórnmálamaður, en ekki síður móður minnar eða afa og ömmu sem gekk út á ákveðnar hugmyndir um réttlæti, umburð- arlyndi og sveigjanleik gagnvart fjölbreytileika sem og víðsýni. Hjá öllu þessu fólki voru félagsleg gildi höfð í hávegum. Ég hef verið flokksbundin frá því að ég var 16 ára og gekk til liðs við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð þegar hún varð til og hef síðan verið þar virkur þátt- takandi. Haustið 2003 varð ég for- maður Reykjavíkurfélags VG og þá varð ég enn frekar þátttakandi í þessu félagslega grasrótarstarfi. Það var alls skref í áttina að því að fara í framboð. Ég er alls ekki mjög markmiðssækin manneskja og geri ekki áætlanir langt fram í tímann hvað varðar eigið líf. Síð- astliðið vor tók ég svo að mér starf framkvæmdastjóra VG. Það felst bæði í störfum fyrir þing- flokkinn en ekki síður að þjóna öllum svæðisfélögunum úti um landið,“ segir Svandís Svavars- dóttir. -Lá þá ekki beint við að fara í framboð? „Það var ekki eitthvað sem ég hafði hugsað mér, það leiddi hvað af öðru. Við höfum verið að glíma við það í Reykjavíkurfélaginu að auka samband og traust milli kjörinna fulltrúa á Alþingi og í bæjarstjórnum sem og annarra kjörinna fulltrúa og grasrótarinn- ar. Það er grundvallaratriði þegar byggja á upp flokk að sú uppbygg- ing sé byggð á slíku trausti í báð- ar áttir.“ -Fannst þér miður að ekki verður um framhald á Reykjavíkurlistan- um eftir næstu kosningar, þ.e. hann býður ekki fram aftur? „Úr því sem komið var í sam- starfinu var þetta besta niður- staðan. Ég vildi láta á það reyna hvort R-listinn ætti sér framhalds- líf en það var ljóst að ef til þess kæmi þyrfti hann að fara í gegn- um nokkuð mikla endurskoðun. Það var mjög sterk undiralda inn- an aðildarflokka R-listans sem krafðist breytinga og ungliða- hreyfingar flokkanna höfðu allar ályktað að það ætti að fara í fram- boð undir merkjum flokkanna. Svo virtist auk þess sem ein grunnstoð R-listans, um jafna að- komu flokkanna, hefði breyst hjá einum flokkanna og því varð sjálf- hætt.“ Stefnt á 20% fylgi -Þið stefnið að því að fá kjörna þrjá borgarfulltrúa næsta vor. Er það raunhæft markmið? „Já, markmiðið er raunhæft en vissulega háleitt. Það er mikil- vægt að setja sér slík markmið og hafa trú á því sem maður er að gera frá degi til dags. Það færi ekki mjög vel fyrir manni í lífinu ef maður gerði alltaf ráð fyrir því að hlutirnir færu fremur illa. Til þess að ná þremur borgarfulltrúum þurfum við að fáum 18% atkvæða, en ég hef ástæðu til að ætla að við getum fengið um 20% atkvæða í borginni í vor. Ástæðan er sú að okkar pólitík er þess eðils að hún hefur sterkan samhljóm úti í sam- félaginu langt umfram kjörfylgi. Það er margir fylgjandi okkar stefnu þó þeir kjósi svo eitthvað annað. Það er verkefni okkar nú að ná í þetta fylgi, og við vitum að R-listafylgið er nú á floti, það hef- ur ekki allt fundið sér samastað.“ Umhverfismál og kven- frelsi -Fyrir hvaða málum munt þú frekast berjast í Borgarstjórn Reykjavíkur? „Ég er stoltust af tveimur mála- flokkum okkar vinstri grænna. Annars vegar eru það umhverfis- málin og hins vegar kvenfrelsið. Hér er um að ræða tvo af þeim málaflokkum sem eru hornsteinar okkar stefnuskrár og um leið hluti af okkar daglegu viðfangsefnum. Eini raunverulegi valkosturinn fyrir umhverfissinna er Vinstri hreyfingin - grænt framboð og sömuleiðis fyrir kvenfrelsissinna eða femínista.“ Staða barnanna hugleikinn „En mér er efst í huga staða barnanna í borginni. Borgin hefur upp á mjög margt að bjóða fyrir börnin, leikskóla, grunnskóla, frí- stundaheimili, íþróttir, tónlista- nám og fleira. En það er sama á hvern þessara pósta þú lítur, það er alls staðar gjaldtaka, allt frá því að vera hádegismatur í grunn- skólanum, gjöld í leikskóla og upp í gjöld í tónlistarskóla eða æfing- argjöld í íþróttafélögum. Þarna er börnunum stórlega mismunað. Þekktur stjórnmálamaður sagði að það þyrfti þorp til þess að ala upp barn en ég segi börnin þurfa að eiga borgina að. Það er hlut- verk borgarinnar og á ábyrgð hennar að draga úr þessu órétt- læti. Ég hef átt börn í leikskólum og grunnskólum samfleytt frá árinu 1987 og verð með barn í grunn- skóla til ársins 2016. Ég þekki því þá byltingu sem Reykjavíkurlist- inn stóð fyrir í leikskólamálum svo R-listinn hefur stigið stærstu skrefin í sögu borgarinnar hvað varðar stöðu barna í Reykjavík. En það er ekki þar með sagt að því verkefni sé lokið. Ég mun því aldrei halda því fram að borgin hafi brugðist börnum í Reykjavík. Þegar elsti sonur minn fór á dag- heimili 1987 voru þau aðeins fyrir börn skólafólks og einstæðra for- eldra. Nú er þetta orðið raunveru- legur kostur og menntun fyrir öll börn í borginni óháð fjölskyldu- mynstri. Við viljum innheimta skatta af þeim sem eiga peninga og skila þeim til samfélagslegrar þjónustu, s.s. leikskóla. Það er mikilvægt að aðkoma barna að gæðum borgarinnar velti ekki á efnahag foreldra þeirra.“ -Vesturbæingar eru stundum kall- aðir Þingeyingar Reykjavíkur. Í hverju felst þessi sérstaða sem þeir hafa auðvitað að vissu marki skapað sjálfir? „Ég er alin upp í gamla Vestur- bænum, þ.e. á Nýlendugötu, Holtsgötu og Brekkustíg og hef síðustu 15 ár búið á Hjarðarhagan- um. Það er vissulega mikil hverfis- vitund i Vesturbænum. Það star- far m.a. af því að hér er sterkt íþróttafélag, KR, sterkur unglinga- skóli sem er safnskóli sem safnar saman unglingum úr Vesturbæn- um. Þar skapast samkennd sem á sér fáar hliðstæður í borginni. Stundum finnst mér eins og Vest- urbærinn sé þorp í borginni og ekki síst þegar komið er í Mela- búðina sem er búð með sál.“ Stjórnmálamenn eiga að finna leiðir til að hlusta á raddir fólksins -Er langt undan að það rísi íbúðabyggð í Vatnsmýrinni? „Þetta mál verður að ræða und- ir þeim formerkjum að verið sé að leita að lausn sem allir geti verið sáttir við. Í mínum huga á byggð í Vatnsmýri ekki að vera kosninga- mál heldur mál til að ræða og leys. Á sýningu í Listasafni Reykjavíkur gátu gestir tjáð sig um framtíðarskipan í Vatnsmýr- inni sem ég tel vera af hinu góða. Það er mjög mikilvægt verkefni stjórnmálamanna á hverjum tíma að finna leiðir til þess að hlusta á raddir fólks með öðrum hætti en í kosningum á fjögurra ára fresti,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sem leiða mun framboðslista VG í Reykjavík næsta vor. ■ Svandís Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri VG á skrifstofu flokksins við Vonarstræti.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.