Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 7

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 7
Listahátíð Neskirkju „Tónað inn í aðventuna“ er nú sett í annað sinn og hefur þá vonandi fest sig í sessi sem árlegur við- burður í menningarflóru Vestur- bæinga. Dagskrá hátíðarinnar í ár einkennist af mikilli fjölbreytni þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í ár er höfuðáhersla lögð á tónlistina en stefnan er sú að opna hátíðina enn fremur fyrir öðrum greinum listarinnar s. s. myndlist og leiklist. Tónlist- armennirnir sem fram koma á hátíðinni koma úr ólíkum áttum og tónlistin sem flutt verður er fra ólíkum tímabilum tónlistar- sögunnar, allt frá frumbarokki til samtíma popptónlistar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Steingrímur Þórhallsson, org- anisti við Neskirkju. Dagskráin: Þriðjudagurinn 15. nóvember kl. 20:00 „Hin heilaga þrenn- ing“ Hátíðin verður sett með oratoriunni“ La Santissima Trinita“ eða Hin heilaga þrenning eftir meistarann Alessandro Scarlatti (1660-1725). Verkið er samið fyrir einsöngvara og barokkstrengi. Það er sönghóp- urinn „Rinacente“ sem sér um flutninginn en hann skipa: Marta Halldórsdóttir, sópran, Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Hrólfur Sæmundsson, bariton og Ólafur Rúnarsson tenor. Hljóðfæraleikarar eru : Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Martin Frewer, fiðla, Sarah Buckley, víola, Sigurður Halldórsson selló, Örnólfur Krist- jánsson selló og Steingrímur Þórhallsson semball. Hér er á ferðinni aðgengilegt og hrífandi tónverk sem allir unnendur barokktónlistar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Sunnudagurinn 20. nóvember kl.17:00 „ Meistarar mætast“ Hið mikilfenglega hljóðfæri orgelið verður í aðalhlutverki á þessum tónleikum. Steingrímur Þórhallsson organisti við Neskirkjuna leikur verk eftri meistarana J. S. Bach (1683-1750) þar á meðal Vivaldi konsert sem Bach umskrifaði, og toccötur eft- ir ítalska meistarann Girolamo Frescobaldi (1583-1643). Má því með sanni segja að þarna mætist tveir meistarar orgeltónbók- menntanna. Heimildir herma að Bach hafi orðið fyrir miklum áhrifum af verkum Frescobaldi og því spennandi að hlíða á verk þeirra leikin á sömu tónleikum. Þriðjudagurinn 22. nóvember kl. 20:00. „Ellen Kristjánsdóttir“ Hin ástsæla söngkona Ellen Kristjánsdóttir ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Þorsteini Einars- syni (öðru nafni Steini úr Hjálm- um) leiða hér saman hesta sína og leika af fingrum fram. Sunnudagurinn 27. nóvember kl.17:00“.Duo Giocoso“ flauta og harpa. Duo Giocoso skipa þær Pamela de Sensi, þverflauta og Sophie Marie Schoojans, harpa. Á þess- um tónleikum flytja þær ljúfa og rómantíska tónlist eftir franska meistara á borð við Ibert og B. André. Báðar þessar tónlistar- konur hafa hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlistar- flutning sinn í heimalöndum sínum Ítalíu og Belgíu en sam- starf þeirra hófst fyrir um ári síð- an. Sem sagt, frönsk, hlýleg og rómantísk stemning í svartasta skammdeginu. Þriðjudagurinn 29. nóvember kl. 20:00“.Rosenkranz sónöturnar.“ Eitt mekasta verk H. I. Franz von Biber(1644-1704) eru án efa Rosenkranz sónöturnar. Þær eru alls 15 og er inntak þeirra hugleiðingar um ævi Jesú Krists. Á þessum fimmtu tónleikum Listahátíðar í Neskirkju verða fluttar fimm fyrstu sónöturnar sem tengjast hugleiðingu um fæðingu frelsarans og fyrstu 12 árin í lífi hans. Flytjendur eru“ Biber Tríóið“ en það skipa: Martin Frewer fiðla, Steingrímur Þórhallsson orgel og Dean Ferrel kontrabassi. Laugardagurinn 3. desember kl.17:00: „Tónað inn í aðventuna“ Kór Neskirkju flytur valda kafla úr „Petit Messe solennelle“ eftir G. Rossini (1792-1868). Enn fremur flytur kórinn hefðbundin aðventu og jólalög. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Þetta eru jafnframt lokatónleik- ar Liistahátíðar Neskirkju „Tónað inn í aðventuna„ enda er aðventan þá gengin í garð og undirbúningur jólahátíðar að hefjast. ■ NÓVEMBER 2005 7Vesturbæjarblaðið ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS „Tónað inn í aðventuna“ Listahátíð i Neskirkju 15. nóvember til 3. desember

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.