Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 8
Milli 40 og 50 börn fermast í Dómkirkjunni á komandi vetri. Þetta er þó ekki allur hópurinn sem er á fermingaraldri í sókn Dómkirkjunnar því einhver born fermast í Fríkirkjunni og enn önnur í Kaþólsku kirkjunni íLandakoti. Börnin eru flest í Hagaskóla, Landakotsskóla og nokkur íAusturbæjarskólanum. Prestarnir í Dómkirkjnni, þeir sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson, sem leysir sr. Jakob Hjálmarsson af, leiðbeina báðir börnunum í fermingarfræðslunni. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa báðir setið á Alþingi fyrir landsbyggðarkjördæmi, Hjálmar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Karl fyrir Samfylkinguna. Þegar blaða- maður Vesturbæjarblaðsins leit við í safnarheimili Dómkirkjunnar sl. laugardagsmorgun voru þeir að leiðbeina börnunum á sinn hógværa en ákveðna hátt. Prestar gerast að mati margra stundum pólitískir í sínum predikunum, ekki síst ef messunni er útvarpað, og í því ætti þeir Hjálmar og Karl vissulega að hafa nokkra æfingu. Börnunum fannst það greini- lega gott að ræða við prestana, enda var samverustundin þá stuttu stund sem blaðamaður staldraði við, laus við allt stress eða hávaða. Nú þegar haustar er ekki úr vegi að birta ljóðið „Árstíðar- hvörf“ eftir Kristján Árnason sem lýsir vel þeim árstíðum sem fram undan eru. Árstíðahvörf Veturinn lagði sinn hrímgaða hramm Á hóla og grundir. Loksins þær gægðust úr fjötrunum fram með flakandi undir. Vorið það skoppaði hlæjandi í hlað, hvergi bar skugga. Sumarið blíðlega í björkunum kvað og blærinn við glugga. Bak við mig haustið að belgja sig út og bíður þar færis að blása nú ærlega úr sínum kút á allt sem að bærist. Kristján Árnason NÓVEMBER 20058 Vesturbæjarblaðið Fermingarfræðslan hafin í Dómkirkjunni Prestar Dómirkjunnar, sr. Karl og sr. Hjálmar, ræða við væntanleg fermingarbörn og hafa í frammi leik- ræna tilburði. Væntaleg fermingabörn hlýða á prestana og hafa greinilega gaman af. Hraðahindranir á Ægisíðu geta verið varasamar Ekið gegnum hraðahindrun á Ægisíðu. Ekki eru allir sannfærðir um ágæti þeirra, þó vissulega dragi þær úr umferðarhraða. Í seinasta tölublaði Vesturbæj- arblaðsins voru hraðahindranirn- ar á Ægisíðu nefndar og sú stað- reynd að þær lækki umferðar- hraða sem var orðinn ískyggileg- ur. Það er því miður ekki allt jafn jákvætt við þessi umferðarmann- virki. Það fyrsta er að þeir sem vilja geta keyrt í gegnum hindran- irnar á vesturleið á rúmum 70 km/klst en aðeins á 60 km/klst á austurleið. Hönnuðir þessarar hindrunar hafa eitthvað gleymt að gera ráð fyrir nokkrum þáttum í íslenskri umferð svo sem gler- hálku og löngum farartækjum. Það líður ekki sá morgun að ég keyri ekki þarna í gegn og sveigi vinstri hægri í gegnum hindrun- ina og sé torfskafla eftir langa vörubíla eða rútur sem ná ekki þessari kröppu sveigju. Það er ekki vegna hraða þess- ara farartækja heldur því eðli öku- tækja að afturhjól eru með þrengri beygjuradíus heldur en framhjól og því lengra sem er á milli fram og afturhjóla, því minni er beygjan sem afturhjólin taka miðað við framhjólin. Hinn þátt- urinn er hálkan og hjólför. Borgar- búar hafa verið hvattir til að kveðja nagladekk og nota þess í stað ónegld eða annars konar vetrardekk. Þetta leiðir til þess að erfiðar reynist að komst úr hjól- förum sem myndast í snjó og geta orðið nokkuð djúp. Þegar ég keyrði í gegnum hindranirnar helgina 28.-30. október munaði litlu að hliðin á bílnum mínum fengi fallegan bláan umferðaskilti- slit sem því miður passar engan vegin við þann lit sem fyrir er. Hjólförin leiddu bílinn, sem ég keyrði á lúsahraða, í gegnum hindrunina og óþægilega nálægt umferðaskiltunum. Þá er þriðji þátturinn sem ég þori ekki að staðhæfa um, en það er snjómokstur. Hver sem hefur séð vörubíl með snjóplóg veit að þeir þurfa nokkuð mikið pláss til að athafna sig, því sé ég ekki fyrir mér að slíkt farartæki komist með góðu móti í gegnum hindrunina. Það leiðir aftur af sér dýpri hjól- för en ella. Hefði verið hugsað fyr- ir þessum þáttum hefði verið sett svo kallað yfirkeyrslusvæði þar sem gert er ráð fyrir að löng farar- tæki fari yfir og auðveldi jafnvel snjómokstur. Hvers vegna var ekki hægt að hafa einfaldar umferðaröldur í þessari götu? Þær hægja á um- ferð, löng farartæki komast vand- ræðalaust yfir, snjómokstur er auðveldari og þær eru ódýrari. Ragnar Þórðarson landfræðinemi við HÍ Höfundur starfar með verkfræð- ingum sérhæfðum í veg- og gatnahönnun og keyrir reglulega Ægisíðuna. Fótaaðgerðastofa Seltjarnarness flytur Fótaaðgerðastofa Seltjarnar- nes hefur flutt starfsemi sína í nýinnréttað og rúmgott húsnæði að Austurströnd 8, Seltjarnar- nesi, jarðhæð. Fótaaðgerðastofan hefur und- anfarin 6 ár verið starfrækt í Íþróttamiðstöðinni við Suður- strönd á Seltjarnarnesi en flytur vegna yfirstandandi framkvæmda í sundlaugarbyggingunni. Seltirningar og Vesturbæingar á öllum aldri og báðum kynjum hafa leitað eftir þjónustu hennar frá upphafi. Hlutfall barna og yngri karla hefur vaxið mikið á seinni árum eftir því sem almenn- ingur gerir sér betur grein fyrir mikilvægi góðs fótaheilbrigðis. Ragnheiður Guðjónsdóttir og Margrét Jónsdóttir eru fótaað- gerðafræðingar stofunnar. Þær bjóða upp á alla almenna þjónustu varðandi fótaaðgerðir og einnig ýmsar sérmeðferðir svo sem á vörtum og inngrónum nöglum. Rétting á nöglum með spöngum úr títanvír er nýjung. Meðferðin er sársaukalaus og hefur borið góðan árangur. Einnig er boðið upp á hlífðarmeðferð m.a. með silikon stoðhlífum og sérsmíðuðum innleggjum í skó. Ragnheiður og Margrét hafa sótt ýmis framhaldsnámskeið m.a. í meðferð fóta sykursjúkra og fylgjast vel með tækninýjung- um í faginu. Stofan er opin alla virka daga og eru tímapantanir teknar í síma 552 8833. Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á vefsíðu stofunnar www.fotanes .is ■ Ragnheiður Guðjónsdóttir og Margrét Jónsdóttir eru fótaaðgerða- fræðingar stofunnar.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.