Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2005, Blaðsíða 15
NÓVEMBER 2005 15Vesturbæjarblaðið Á KROSSGÖTUM EFTIR SÉRA ÖRN BÁRÐ JÓNSSON Á réttum stað Af og til hefur orðið uppi fótur ogfit þegar einhver fræg persóna hefur birst á Íslandi. Rollingur sást einn daginn á hjóli á Ísafirði og frétta- maður RÚV þótti heldur betur hafa dottið í lukkupottinn og náði viðtali við kappann. Bítill tyllti hér niður fæti fyrir nokkrum misserum og var eltur á röndum af fjölmiðlafólki en tókst að mestu að komast undan ágangi þeirra. Fræga fólkið sækir til Íslands og fjölmiðlar vakta það. Og svo hljómar þessi orð Jesú í kirkj- um landsins: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“ Og þá spyr maður: Hvar eru fréttamennirn- ir? Kristur er nálægur í kirkju sinni í helgu orði og anda. Hann mætir söfn- uði sínum í orði og máltíðarborði, nærir hug og hjarta, fyllir sálirnar gleði. Við göngum til fundar við hann í kirkjunni, tengjumst hugsjónum hans og kærleika, upprisu og eilífð. Og þá sem fyrr beinir Kristur himins- ins sjónum okkar að jörðu, að mann- lífi og lífríki og minnir okkur á ábyrgðina sem fólgin er í því að vera samverkamenn hans. Fegurð, ábyrgð og firring Hún er máttug upplifunin sem sálma- skáldið varð fyrir og tjáð er í 8. sálmi Biblíunnar. Skáldið horfir á himinn og stjörnur og verður agndofa yfir fegurðinni og ekki síst yfir því að Guð skuli yfirhöfuð vitja okkar smárra manna. Og meira en það. Hann hefur lagt allt að fótum okkar. Við erum samverkamenn Guðs, sitjum á valda- stólum í lífinu sama hvaða starfi við gegnum og verðum að lúta verk- stjórn hans ef ekki á að fara illa í mál- efnum heimsins. Sálmurinn er lofgjörð sem birtir um leið gríðarlega ábyrgð mannsins gagnvart sköpuninni, lífríkinu, mann- lífinu - og öllu því undri sem maður- inn er umvafinn í þessu lífi og við köllum umhverfi. Umhverfi er ekki aðeins ósnortnar víðáttur hálendis- ins, hafdjúpin og fiskimiðin, heldur líka mannlífið. Hvernig vegnar okkur í því verki öllu að skapa hér gott og fagurt mannlíf? Við hrósum okkur gjarnan af velmeg- un en á hvers kostnað er hún? Að stórum hluta til er hún á kostnað líf- ríkisins og svo er hún líka á kostnað siðvitsins, í það minnsta í sumum til- vikum. Hvar endar allt þetta neyslu- æði? Efnishyggjan er ekki ný af nál- inni. Hún var líka til fyrir tvö þúsund árum. „Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1Jóh 2.15-17). Tókstu eftir orðinu auðæfa-oflæti. Erum við Íslendingar sekir um það? Meðsekt Nýlega sá ég í sjónvarpi þátt (The Corporation) sem afhjúpar græðgi margra stórfyrirtækja sem gleymt hafa mennskunni í mammónsdýrkun sinni. Þátturinn var hrein og klár hrollvekja. Og það sem verra er: Ég er viðskiptavinur þessara fyrirtækja - og við öll - með einum eða öðrum hætti. Þessi dásamlegi heimur sem sálmaskáldið hreifst af og við erum hugfangin af er um leið hræðilegur í illsku sinni og vélráðum. Við komumst ekki nær Guði með auknum hagvexti en við getum hins vegar nýtt hagvöxtinn til góðra verka. Og þá skiptir öllu að hann sé vel fenginn og ekki á kostnað kom- andi kynslóða eða lífríkisins. Við get- um ennfremur notað hagvöxtinn til að jafna kjörin og bæta um leið kjör kvenna hér á landi svo nærtækt dæmi sé tekið. Og svo megum við gjarnan sýna kærleika okkar betur í verki gagnvart neyð heimsins því þar erum við eftirbátar margra þjóða sem við viljum gjarnan miða okkur við. Lausn Í fyrrnefndum sjónvarpsþætti kom fram að stjórnendur fyrirtækjanna höfðu í flestum tilfellum snúið ræki- lega upp á allar reglur og siðaboð. Þannig fer fyrir mörgum sem verða auðæfa-oflæti að bráð. Siðvitið sem einu sinni var sem skrautritað skjal hefur óvart lent í pappírstætaranum og enginn getur lesið það lengur eða skilið. Þannig fer þegar menn kúpla frá Guði og gera sjálfa sig að viðmiði allra hluta. Á máli Biblíunnar heitir það hjáguðadýrkun að halda sig vera miðju alheimsins. Eina lækningin við slíkri villu er tengjast Guði á ný, ganga til fundar við hann sem er Miðjan og Uppsprettan, Viskan og Mátturinn. „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra“, segir Jesús. Hann er á sínum stað. Er hans staður okkar staður? ■ Björn Gíslason hefur verið framkvæmdastjóri dótturfélags Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins, SHS fasteigna ehf., undanfar- in ár en í um tvo áratugi þar á undan starfaði hann sem slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur og síðar SHS. Þar var hann varðstjóri og sviðsstjóri uns hann tók við starfi framkvæmdastjóra SHS fasteigna. Björn Gíslason segir að hans helstu hugðarefni hans snúa að málefnum barna, ungmenna og aldraðra, en muni einnig taka virkan þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku um önnur málefni borgarinnar, svo sem í skipulags- málum, fjármálum og samgöngu- málum. Verkefnin séu ærin fyrir Sjálfstæðismenn í borginni eftir alltof langan valdatíma R-listans. Hann telur að eitt af fyrstu verk- um Sjálfstæðismanna eigi að vera að lækka fasteignagjöldin og viðmiðunarmörk vegna niðurfell- ingar eða afsláttar á fasteigna- gjöldum. Björn á sæti í stjórn Fylkis og hefur verið formaður Félags sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti síðan 1997. „Ég þekki ágætlega til íþrótta- og æskulýðsmála sem faðir og stjórnarmaður í Fylki og vona að reynsla mín nýtist í störfum að borgarmálum. Að mínu mati þarf að tengja miklu betur saman starf íþróttafélaga, skóla, frí- stundamiðstöðva og félagsmið- stöðva í hverfum borgarinnar með áhrifaríkari hætti en nú er gert. Börn og unglingar virðast hreyfa sig mun minna nú en áður var og við því þurfum við að bregðast af mun meiri krafti en nú er gert, segir Björn Gíslason. Úrbætur í samgöngumálum Björn telur R-listaflokkana ein- nig að mörgu leyti hafa brugðist borgarbúum í samgöngumálum, verið stefnulaus og átt í erfiðleik- um með ákvarðanatöku. „Við þekkjum öll hinar miklu umferðartafir sem verða í borg- inni vegna þess að gatnakerfið hefur ekki þróast í takti við bíla- eign borgarbúa. R-listinn sló mis- lægu gatnamótin við Kringlumýr- arbraut og Miklubraut af þótt þar séu mestu slysagatnamót lands- ins. Jafnframt þarf auðvitað að tefla almenningssamgöngum fram sem valkosti við einkabíl- inn.Ég er mjög ósáttur við breyt- inguna sem gerð var á leiðakerfi Strætó í sumar og finnst engu lík- ara en skella eigi skollaeyrum við þeim fjölmörgu athugasemdum sem almenningur hefur gert vegna þess. Geta Reykvíkingar sætt sig við þetta? Ég segi nei,“ segir Björn Gíslason. ■ Björn Gíslason stefnir að 7. sæti D-listans: Er málefni barna, ungmenna og aldraðra hugleikinn Björn Gíslason Kjarvalsbók Nesútgáfunnar: Glæsileg listaverkabók Þann 14. október sl. var haldið útgáfuhóf í Neskirkju, þar sem kynnt var ný bók um Jóhannes S. Kjarval. Bókin, sem Nesútgáfan gefur út í til- efni af 120 ára afmæli Jóhann- esar S. Kjarval, meistara ís- lenskrar myndlistar, er yfir- gripsmikið og vandað verk þar sem listferli hans og persónu eru gerð ítarleg skil í máli og myndum. Í bókinni eru auk þess mynd- skreyttur æviannáll og yfirgrips- miklar tilvísanir og myndaskrár. Bókin er 640 blaðsíður að stærð í stóru broti, litprentuð á vand- aðan pappír í tveimur útgáfum, íslenskri og enskri, en dönsk út- gáfa kemur síðar. Í bókinni eru myndir af 516 listaverkum og 150 ljósmyndir og hafa fjölmargar þeirra ekki áður komið fyrir sjónir almenn- ings. Meginkafla bókarinnar rit- ar Kristín G. Guðnadóttir, list- fræðingur en auk þess rita í bók- ina Silja Aðalsteinsdóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen og Eirík- ur Þorláksson. Undirbúningur að útgáfunni hófst fyrir um fimm árum, en rannsóknir og ritun meginkafl- ans, sem er tæpar 500 síður hef- ur staðið mun lengur. Ummæli og dómar um bókina eru allar á einn veg og notuð orð eins og „stórvirki“, „stór- fenglegt meistaraverk“ og „glæsilegasta listaverkabók sem komið hefur út á Íslandi“. ■ Útgefendur, Einar Matthíasson og Erna Sörensen ásamt Kristín G. Guðnadóttir Nýlega flutti Ballettskóli Guð- bjargar Björgvins í ný og glæsi- leg húsakynni að Eiðistorgi eftir 23 ára starfsemi í Íþróttahúsinu. Þar voru innréttaðir tveir stórir kennslusalir með sér- hönnuðu dansgólfi og full- kominni aðstöðu. Ætlunin er að starfsemi skólans aukist eftir áramót þegar boðið verður upp á fleiri greinar dansins. Einnig opnaði í sama hús- næði stórglæsileg verslun sem ber nafnið Arena og selur hún allan fatnað tengdan balletti og eins fatnað fyrir fimleika, jazz- ballett og samkvæmisdans frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Freed of London. ■ Ballettskóli Guðbjargar Björgvins á Eiðistorgið borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.